Föstudagur 17. maí, 2024
5.8 C
Reykjavik

Fékk njálg af dótturinni: „Mig klæjaði svakalega mikið“

Leikkonan Kristen Bell var gestur í þættinum The Joel McHale Show fyrir stuttu og einhvern veginn barst það í tal að leikkonan hefði fengið njálg nýverið.

„Ég fékk orma í endaþarminn fyrir tveimur vikum, ég lýg því ekki. Þeir heita njálgur,“ segir Kristen í myndskeiði sem má sjá hér fyrir neðan.

Kristen hélt áfram og útskýrði að hún hefði smitast af dóttur sinni, sem er þriggja ára.

„Börnin manns fá þetta því þau setja hendurnar í munninn og ormarnir verpa eggjum,“ bætir Kristen við, en hún komst að því að njálgfaraldur væri í leikskóla dótturinnar þegar hún mætti þar einn daginn og búið var að rífa öll teppi af gólfum. Síðan lýsir hún því hvernig hún komst að því að dóttir sín væri með njálg.

„Maður þarf að fylgjast með og skoða kúkinn þeirra þegar maður skeinir þeim og auðvitað skeindi ég henni og fann lítinn, hvítan orm.“

Aðspurð um hvort það hafi verið sársaukafullt að fá njálg stendur ekki á svörunum hjá leikkonunni.

„Nei, en mig klæjaði svakalega mikið.“

Sextíu sekúndna æfing sem lætur fæturna titra

Einkaþjálfarinn Alexia Clark, sem er vinsæl fyrir að deila góðum æfingum á Instagram, mælir með því að klára síðustu orkudropana eftir góða æfingu í þessari sextíu sekúndna fótaæfingu.

Æfingin er afar einföld og vel hægt að gera hana heima. Hún snýst um að taka framstig, dúa í tíu sekúndur, hoppa svo upp og skipta um fót. Þetta er gert í sextíu sekúndur, eða þrjátíu sekúndur á hvorn fót.

Þeir sem eru með viðkvæm hné ættu þó að sleppa hoppinu og bara skipta rösklega um fót í staðinn.

Svo er mikilvægt, eins og Alexia nefnir í myndbandinu, að passa líkamsstöðuna vel og nota kvið- og bakvöðva til að tryggja að maður sé beinn í baki þegar æfingin er gerð. 

Hætti að drekka gos og missti 13 kíló á 3 mánuðum

„Ég man ekki hvenær ég byrjaði að drekka gos – ég var svo ung þegar ég tók fyrsta sopann. Ég hef alltaf elskað sætuna og gosið. Og tilfinninguna þegar loftbólurnar seitluðu niður hálsinn.”

Svona byrjar pistill Amöndu Ogle á vefritinu Women’s Health þar sem hún segir frá því þegar hún hætti að drekka gos til að lifa heilbrigðara lífi.

Skolaði matnum niður með gosi

Amanda segist hafa drukkið fimm til sex dósir af gosi á dag í uppvextinum og oft fylgdi ruslfæði með.

„Ég var í kringum tíu ára aldurinn þegar ég byrjaði að hugsa um mig sem feitt barn. Þá byrjaði ég að taka eftir því að fötin mín voru alltaf þröng og að flestar verslanir seldu ekki svölu fötin sem hinir krakkarnir voru í í minni stærð. Ég spilaði blak og körfubolta sem varð til þess að ég eignaðist vini og hreyfði mig, en ég breytti ekki matarvenjum mínum. Ég borðaði í raun meira og skolaði matnum niður með gosi því ég var alltaf svöng eftir æfingar,“ skrifar Amanda.

Hataði sjálfa sig

Hún segist hafa gert grín að líkama sínum til að fela eymdina innra með sér.

„Ég hataði sjálfa mig og líkama minn. Það eina sem lét mér líða betur var að borða og drekka gos. Ég skammaðist mín fyrir þyngdina mína, borðaði góða máltíð með köldum gosdrykk, leið vel í tíu mínútur eftir máltíðina og skammaðist mín síðan aftur og varð reið út í sjálfa mig fyrir að borða rusl. Þessi vítahringur endaði aldrei,“ skrifar Amanda og bætir við að hún hafi hætt að horfa í spegil á unglingsárunum því hún var svo óánægð með sig.

Stanslaus höfuðverkur

Gosdrykkjan og matarvenjurnar höfðu mikil áhrif á heilsufar Amöndu, sem varð móðari á æfingum og þreyttari eftir því sem hún þyngdist meira. Þegar hún byrjaði í miðskóla ákvað hún að taka sig taki.

„Ég ákvað að ég væri búin að fá nóg. Ég vissi að ég þyrfti að breyta mataræðinu því ég hreyfði mig mjög mikið, þökk sé íþróttum. Fólk var alltaf að segja mér hve slæmt gos væri þannig að ég ákvað að hætta að drekka það og sjá hvort eitthvað myndi breytast,“ skrifar Amanda og bætir við að það hafi verið erfitt að hætta skyndilega.

„Ég fann fyrir löngun í sykur og ég var stanslaust með höfuðverk. Það skipti engu máli hve mikið vatn ég drakk. Ég reyndi nokkrum sinnum að svala sykurþörfinni með sætu tei en það virkaði ekki. Það kom fyrir að mig langaði að gefast upp og fá mér gos en ég vissi að þetta væri búið ef ég léti undan. Þannig að ég hélt minni stefnu. Eftir um það bil mánuð minnkaði löngunin í sykur og ég hætti að fá höfuðverk.“

Grét fyrir framan spegilinn

Amanda segir að í margar vikur hafi fólk sagt við hana að hún væri búin að léttast, en hún trúði því ekki alveg sjálf. Þannig að þegar hún þurfti að panta sér bol fyrir úrslitaleik í körfubolta, ákvað hún að panta hann í stærð Medium í staðinn fyrir Large sem hún notaði vanalega.

„Þegar bolurinn kom man ég eftir að halda á honum inni á baðherbergi og segja við sjálfa mig: Ekki verða reið ef þetta passar ekki. Þú hefur örugglega grennst en það er allt í lagi ef hann passar ekki. Þú átt aðra boli til að vera í á leiknum. Ekki láta þetta koma þér í uppnám. Ég mátaði bolinn vandræðalaust þannig að ég ákvað að snúa mér við og snúa að speglinum. Bolurinn passaði og var meira að segja smá víður. Ég sá að ég var komin með grennra mitti og ég grét fyrir framan spegilinn. Þetta var í fyrsta sinn sem ég hafði kíkt í spegil svo árum skipti. Ég hét því að halda þessu áfram og fara aldrei aftur í sama farið,“ skrifar Amanda.

800 kaloríur og 220 grömm af sykri á dag

Á aðeins þremur mánuðum léttist Amanda um rúmlega 13,5 kíló, bara með því að hætta að drekka gos. Eins og hún skrifar í pistlinum var hún að losa sig við átta hundruð kaloríur og 220 grömm af sykri á degi hverjum. Og líkamlegt ástand hennar batnaði líka til muna.

„Ég gat hlaupið hraðar, íþróttafötin mín voru ekki þröng lengur og mér leið líkamlega betur. Ég fann að ég var ekki að burðast með jafnmikla þyngd. Það veitti mér innblástur til að halda áfram og velja holla valkosti til að setja ofan í mig. Ég var með sjálfstraust sem aldrei fyrr og var á toppi heimsins,“ skrifar Amanda, en pistilinn í heild sinni má lesa hér.

Svona verður hárkolla til

Í meðfylgjandi myndbandi má sjá hárgreiðslumanninn Kahh Spence, sem er líka þekktur sem SLAYGAWD, búa til hárkollu skref fyrir skref.

Kahh Spence hefur vakið mikla athygli í stjörnuheimum fyrir hárkollur sínar og hefur til dæmis unnið með konum á borð við Kehlani, Cardi B og Jordyn Woods.

Eins og sést í myndbandinu er þetta mikil nákvæmnisvinna og tímafrek, en lokaútkoman er stórglæsileg.

Langaði svo í pítsu að hún farðaði hana á sig

|||||
|||||

„Þessi skyndibitaförðun var skyndiákvörðunarflipp,“ segir förðunarfræðingurinn Ágústa Sif Aðalsteinsdóttir. Nýjasta verk hennar á Instagram hefur vakið athygli, en á myndinni sést Ágústa með mjög sérstaka förðun. Hún nefnilega málaði annað augað sitt eins og hamborgara og hitt eins og pítsu.

Mikil nákvæmnisvinna

Ágústa er reffileg með skyndibita á augunum.

„Ég ætlaði ekki einu sinni að gera þetta. Ég er nýbyrjuð í svona heilsuátaki sem gengur svona hrikalega vel, en pítsur hafa alltaf verið uppáhaldsmaturinn minn. Á tímabili vakti mamma mín mig með orðunum: „ÁGÚSTA! PÍTSA!“. Það hefur verið ótrúlega erfitt að sleppa pítsunum og ég var að verða biluð á lönguninni í eina þegar ég hugsaði um að gera förðun úr þessu,“ segir Ágústa sem leitaði til fylgjenda sinna á Snapchat til að fá álit hvort hún ætti að láta slag standa.

„Mér fannst þetta samt svo heimskuleg hugmynd að ég fór á Snapchat og spurði hvort ég ætti að gera fyndna förðun og jú, fólk vildi sjá hvað ég var að hugsa. Ég ætlaði fyrst bara að gera pítsuna og búið, en þá langaði mig að gera eitthvað annað þegar pítsan kom svona vel út. Ég var að hugsa um að gera pylsu en vinkona mín sagði að hún vildi sjá hamborgara, þannig að ég varð að ósk hennar,“ segir Ágústa. Hún segir að förðunin hafi tekið dágóðan tíma.

Góð pítsasneið.

„Þetta var í rauninni ekkert erfitt, en mikil nákvæmnisvinna með litlum burstum og frekar tímafrekt. Það tók mig tvær tilraunir að gera hamborgarann því að það var erfitt að staðsetja allt á þann hátt að þetta liti út eins og hamborgari og að það væri hægt að sjá á milli brauðanna. Það var erfitt að velja álegg á pítsuna,“ segir Ágústa.

En ætli þetta uppátæki hennar muni starta nýrri tísku?

„Hvort að þetta verði nýtt trend veit ég nú ekki en það væri gaman að sjá aðra gera eins og prófa. Ég held að við séum ekki að fara að sjá þetta lúkk á gangi um götur borgarinnar,“ segir Ágústa og hlær.

Endaði eins og pandabjörn um augun

Ágústa er 26 ára gömul og býr í Reykjavík með syni sínum, Jökli Owen. Hún útskrifaðist sem förðunarfræðingur árið 2016 en hefur haft áhuga á förðun nánast síðan hún man eftir sér.

„Ég byrjaði að hafa áhuga á förðun mjög ung, fyrsta minningin mín af mér að prófa að mála mig er þegar að ég var um sjö ára og systir mín, sem er förðunarfræðingur, átti svo mikið og flott dót. Ég mátti að sjálfsögðu ekki fikta í því en ég stóðst ekki mátið og klíndi einhverjum maskara og augnskugga á mig. Svo kom hún heim, ég fríkaði út, reyndi að taka þetta af mér með þurrum pappír og endaði eins og pandabjörn um augun. Systir mín sá mig hlaupa inná bað að þrífa af sönnunargögnin en þetta gerðist aðeins of oft,“ segir Ágústa, sem í framhaldinu lagði förðunaráhugann aðeins á hilluna.

Ágústa er óhrædd við að prófa sig áfram.

„Förðunarlistin mín tók pásu til unglingsaldurs, eftir að hafa verið töluð til út af pöndulúkkinu mínu. Þá fór ég fyrst að gera eitthvað flott og lesa mér til um snyrtingu og förðun. Ég fór að plokka og lita vinkonur mínar, greiða þeim og farða þær nánast daglega til þess að æfa mig og prófa nýja hluti. Það var samt ekki fyrr en árið 2016 að ég skráði mig í gríni í alla förðunarskóla Íslands. Ég hafði hvorki efni á því né fannst mér ég hafa einhverja hæfileika til að taka þetta skref. Ég hélt aldrei að það væri eitthvað að fara að gerast úr þessu. Það vildi svo heppilega til að það losnaði pláss fyrir mig í MOOD Makeup School og ég vældi í systur minni um að mig langaði að gera þetta en að þetta væri ekki rétti tíminn. Hún bauðst þá til að lána mér fyrir skólanum, svo að ég þurfti ekki að hugsa mikið um fjárhaginn. Ég notaði alla mína krafta til að telja mér trú um að ég gæti alveg lært þetta. Ég útskrifaðist svo úr MOOD Makeup School í nóvember 2016. Þetta var eitt skemmtilegasta tímabil lífs míns og ég lærði ótrúlega mikið af kennurunum og eignaðist frábærar vinkonur,“ segir Ágústa.

Vann við stuttmynd í Hamborg

Falleg augnförðun eftir Ágústu.

Hún hefur verið svo heppin að fá að starfa talsvert við förðun eftir útskrift.

„Ég er mikið í stuttmyndumog sjónvarpsförðun. Eitt það skemmtilegasta sem ég geri er að vinna á setti með kvikmyndagerðarfólki, og er núna að klára verkefni sem ég lofaði mér í fyrir löngu í Kvikmyndaskóla Íslands. Ég var fengin til að vinna í stuttmynd í Hamborg, það var svakalegasta ævintýrið sem ég hef upplifað hingað til. Ég er líka að farða heima hjá mér fyrir ýmis tilefni. Síðasta verkefni sem ég var í var með Reykjavíkurdætrum, við fórum í myndatöku fyrir mars útgáfuna af 1883 Magazine. Það var mjög skemmtilegt verkefni og kom rosalega vel út.“

Þreytt á brúnum skyggingum

Hún segist eiga margar fyrirmyndir í þessum geira, þá frekar íslenskar en erlendar.

„Það er svo margt sem gefur mér innblástur, hvort sem það sé list annarra, náttúran, hlutir eða matur. Ég lít frekar upp til íslenskra förðunarfræðinga heldur en erlendra. Ragna Fossberg, Harpa Kára, Sigrún Sig, Eygló Ólöf og vinkona mín, hún Sandra María, eru allt konur í förðunarheiminum á Íslandi sem eru að gera frábæra hluti. En ég horfi líka upp til nokkurra erlendra förðunarfræðinga eins og Sergey, sem heitir @milk1422 á instagram, Kandee Johnson, Charlotte Tilbury og Wayne Goss,“ segir Ágústa. Hún segir íslenskar konur vera bæði vanafastar og óhræddar þegar kemur að förðun.

„Margar íslenskar konur eru ofboðslega duglegar og óhræddar við að kynna sér og prófa nýja hluti en aðrar eru rosalega vanafastar. Bæði er að sjálfsögðu allt í lagi en ég er persónulega orðin þreytt á brúnum skyggingum og að flestir noti sömu taktíkina.“

Fögnum bleika litnum!

En hver eru algengustu mistökin sem konur gera þegar þær farða sig?

„Úff, ég er stanslaust að nefna þetta við fólk. Það helsta sem fer í taugarnar á mér er hreinlætið; þegar verið er að nota skítuga bursta eða deila burstum og kremvörum. Mér finnst líka agalegt þegar manneskja með bleikan undirtón notar farða með gulum undirtón. Það lítur alltaf skringilega út. Því miður er þessi litur í tísku og erfitt að finna farða með fallegum bleikum undirtón akkúrat núna. Ef þú ert með bleikan undirtón í húðinni, ekki fela hann með gulum. Reyndu frekar að finna farða með bleikum undirtón. Ég veit að það er erfitt í dag en það verður þess virði. Farðinn mun líta mikið betur út og andlit, bringa og axlir verða í samskonar lit. Fagnaðu bleika litnum!“ segir Ágústa.

Ágústa er hugmyndarík, ung kona.

Dreymir um starf hjá Kardashian-fjölskyldunni

Hver er draumurinn hjá þessari ungu og hæfileikaríku konu?

„Draumurinn er að mennta mig meira á þessu sviði og læra eins mikið og ég get og að einn daginn geta miðlað minni reynslu og þekkingu til annarra. Að halda námskeið og jafnvel gefa út bók væri algjör draumur. Það væri líka gaman að vinna í stórum kvikmyndum eða að vera í Glam teymi hjá tímariti eða hjá Kardashian-fjölskyldunni. Ég held það sé allt fullt þar samt, en ég held í vonina.“

Þeir sem vilja sjá fleiri verk eftir Ágústu geta fylgt henni á Instagram.

Ógnað með hlaðinni byssu

Að mörgu leyti þakklát fyrir þessa reynslu.

Margrét hefur í dag unnið fyllilega úr sínum málum og er á frábærum stað.

Margrét Björk Jónsdóttir opnaði nýlega síðuna minimalist.is sem þegar hefur vakið töluverða athygli. Fáir vita að Margrét á erfiða lífsreynslu að baki en þegar hún var um tvítugt varð hún fyrir alvarlegum árásum af hendi fyrrum kærasta síns. Í kjölfarið tóku við erfiðir tímar fyrir hana og alla fjölskylduna sem einkenndust af ofsóknum, hræðslu og baráttu við kerfið.

„Við kynnumst þegar ég var 19 ára og hann aðeins eldri. Við vorum í raun og veru sundur og saman í um eitt ár og þetta samband var mjög óheilbrigt. Ég sá fljótt að þetta var ekki það sem ég vildi, enda fjölmörg viðvörunarmerki og á þessu ári sem við vorum saman gekk oft mikið á,“ segir Margrét þegar hún rifjar upp þessa óhugnanlegu reynslu. Maðurinn tók því illa þegar hún vildi slíta sambandinu og varð það kveikjan að fyrri árásinni í febrúar 2011.

„Þá neyddi hann mig upp í bíl með sér, keyrði með mig upp í Bláfjöll þar sem hann beitti mig ofbeldi og hótaði að drepa mig. Hann var með hníf meðferðis. Við vorum í Bláfjöllum í 2-3 tíma og þetta var ofboðslegt áfall. Vegna þess sem komið hafði fyrir á undan þessu og hve hrædd ég var orðin við hann ákvað ég að leggja fram kæru fyrir frelsissviptingu, líkamsárás og hótanir. Ég hélt að ég fengi einhverja vernd við það en svo var ekki og ég varð hræddari með hverjum deginum enda lét hann mig ekki í friði.“

Tíu dögu eftir þessa árás króaði maðurinn Margréti af þar sem hún var í akstri í götu nálægt heimili sínu þar sem henni var meðal annars ógnað með hlaðinni haglabyssu og Víkingasveitin meðal annars kölluð á staðinn.

Viðtalið við Margréti Björk er í heild sinni í 9. tölublaði Vikunnar.

Texti / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Myndir / Hákon Davíð Björnsson
Förðun / Björg Alfreðsdóttir með YSL

Heillandi ævintýri og hremmingar fólks í stríði

Felix Bergsson segir frá bókunum sem hafa haft mest áhrif á hann.

„Bróðir minn Ljónshjarta eftir Astrid Lindgren er sú bók sem hefur haft hvað mest áhrif á mig. Á yfirborðinu er þetta heillandi ævintýri þar sem riddarar og framandi verur koma við sögu, en þegar betur er að gáð er þetta verk sem fjallar um lífið og dauðann og gerir það á ótrúlega fallegan máta. Á máta sem ég hafði aldrei upplifað þegar ég las hana fyrst sem barn,“ segir Felix Bergsson þegar hann er spurður hvaða bók hafi haft einna mest áhrif á hann.

Fyrir þá sem ekki þekkja fjallar verkið um Jónatan sem hughreystir dauðvona bróður sinn Kalla með því að segja honum frá Nangijala, þar sem ævintýri bíða þeirra sem deyja.

Felix nefnir líka Hreinsun eftir Sofie Oksanen, margradda skáldsögu um reynslu fólks í Eistlandi undir hæl Sovétríkjanna og segir hana magnaða lesningu um hremmingar venjulegs fólks í ömurlegu stríði og hugsjónabaráttu.

„Hún útskýrði fyrir mér hvers vegna Íslendingar munu aldrei ganga inn í Evrópusamrunann. Við skiljum ekki hvað þessar þjóðir á meginlandinu, fólkið, hefur þurft að ganga í gegnum. Við höfum aldrei upplifað svona hrylling. Við skiljum þetta ekki. Og gerum það vonandi aldrei.“

Mynd / Karl Petersson

Þessi æfing tekur enga stund en reynir á allan líkamann

Hinir gríðarlegu vinsælu einkaþjálfarar, Karena Dawn og Katrina Scott, hafa notið mikillar velgengni síðustu ár í líkamsræktarheiminum og eru það sem kallað er á ensku fit-fluencers, eða heilsuáhrifavaldar.

Í meðfylgjandi myndbandi deila þær með áhorfendum sinni uppáhaldsæfingu, sem tekur aðeins smá stund að fullkomna.

Æfingin snýst um að fara niður í planka, gera nokkrar vel valdar hreyfingar og ganga síðan aftur upp í standandi stöðu. Æfingin virðist vera ofureinföld og létt en hún leynir á sér og reynir á helstu vöðvahópa líkamans.

Helsti kosturinn við þessa æfingu er að það þarf engin lóð til að gera hana heima heldur er eingöngu unnið með eigin líkamsþyngd. Endilega kíkið á myndbandið ef þið viljið aðeins standa upp og koma blóðflæðinu af stað: 

Birtir fyrstu myndina af litlu Chicago

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian birti fyrstu myndina af dóttur sinni, Chicago á Instagram í gær, mánudaginn 26. febrúar. Rúmlega mánuður er síðan Kim og eiginmaður hennar, Kanye West, fengu Chicago í hendurnar en hún fæddist með hjálp staðgöngumóður.

Á myndinni sem Kim deildi eru þær mæðgur með sérstaka síu sem gerir það að verkum að þær eru með bangsaeyru og -nef, sem gerir myndina enn þá krúttlegri.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem heimurinn fær að sjá Chicago, en litla hnátan spilaði stóra rullu í meðgöngumyndbandi Kylie Jenner, systur Kim, sem hún birti fyrir stuttu. Í myndbandinu sést Kylie halda á frænku sinni þegar hún er nýfædd.

Chicago er þriðja barn Kim og Kanye en fyrir áttu þau dótturina North, fjögurra ára og soninn Saint, tveggja ára.

Þú gætir fengið lús og sveppi af því að máta föt

Nú hefur færst í aukana, sérstaklega erlendis, að hægt sé að versla föt á netinu um morguninn og klæðast þeim í mannfagnaði um kvöldið. En það er ekkert endilega sniðugt, ef marka má Donald Belsito, húðsjúkdómafræðiprófessor við læknasetur Columbia-háskóla.

Að sögn Donalds veit hann til þess að lýs og sveppir hafi smitast á milli manna, eftir að klæðnaður var mátaður í verslun.

„Ég hef séð tilvik þar sem lýs smituðust mögulega eftir að viðkomandi mátaði föt í verslun, og það eru vissir smitsjúkdómar sem geta smitast með fötum. Ég hef einnig séð kláða smitast með fötum,“ segir Donald í samtali við Wall Street Journal.

„Hvað varðar hreinlæti þá er mjög gott að þvo föt áður en maður fer í þau. Sem húðsjúkdómafræðingur hef ég séð dæmi um mjög skrýtna hluti þannig að ég tek engar áhættur,“ bætir hann við.

Sjónvarpsþátturinn Today fjallaði einnig um málið og fór af stað með skoðanakönnun í takt við umfjöllunina. Í könnuninni voru áhorfendur Today einfaldlega spurðir að því hvort þeir þvægju föt áður en þeir færu í þau. 73% svarenda sögðu já en 27% nei.

Tveir leynigestir í stærsta Eurovision-partíi Íslands

||
||

„Á aðalkeppni Eurovision á hverju ári er sérstakur skemmtistaður sem heitir Euro Club þar sem blaðamenn og keppendur í Eurovision safnast saman eftir keppnina. Þessi klúbbur er yfirleitt á einhverjum skemmtistað í borginni þar sem Eurovision er haldið og þar eru náttúrulega eingöngu spiluð Eurovision-lög og Eurovision-keppendur koma fram. Nú ætlum við í FÁSES að reyna að færa þessa hefð heim,“ segir Laufey Helga Guðmundsdóttir. Hún situr í stjórn FÁSES, félag áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva og er einnig í stjórn í OGAE, alþjóðlegum regnhlífasamtökum Eurovision-aðdéndaklúbba um heim allan.

FÁSES-meðlimir ætla að halda fyrrnefndan Euro Club á skemmtistaðnum Ölveri eftir aðalkeppni Söngvakeppninnar sem haldin verður í Laugardalshöll næstkomandi laugardag, þann 3. mars. En það er ekki eini viðburðinn sem FÁSES-liðar bjóða uppá næstu helgi. Alls eru skipulagðir fjórir viðburðir í kringum úrslitin.

Laufey ásamt ítalska keppandanum Francesco Gabbani sem sló í gegn í fyrra með lagið Occidentali’s Karma.

Leynigestir gætu verið erlendir

„Á föstudaginn verður Barsvar í sal Samtakanna 78 þar sem viðstaddir verða spurðir úr Eurovision-spjörunum. Á laugardagsmorgun verður Flosi Jón Ófeigsson, formaður FÁSES, með Eurovision Zumba í Reebok Fitness í Holtagörðum. Það er danstími með Eurovision-lögum sem Flosi hefur boðið uppá síðustu ár. Það er algjörlega ómissandi til að hrista úr sér mesta spenninginn, því ég veit hreinlega ekki hvor er spenntari fyrir úrslitunum; keppendurnir sjálfir eða við aðdáendur,“ segir Laufey og hlær og heldur áfram.

„Seinna sama dag verðum við með fyrirpartí í sal tölvunarfræðinga á Engjateig. Það verður að stilla af fánana, skipuleggja klappið og stilla saman strengi. Þar hittumst við klukkan 16.30 og röltum yfir í Laugardalshöll upp úr klukkan 19 með tveimur leynigestum að þessu sinni,“ segir Laufey, mjög dul og vill sem minnst segja um gestina.

Hér er Laufey ásamt Flosa og sigurvegara síðasta árs, hinum portúgalska Salvador Sobral.

„Það gæti verið að þeir væru erlendir. Hver veit? Við erum að skipuleggja tísera í þessari viku og ætlum að ljóstra því upp hverjir það eru í lok vikunnar. Eftir úrslitin röltum við saman yfir á Ölver þar sem verður Eurovision-plötusnúður frá klukkan 23 til 3,“ segir Laufey.

Margir keppendur í Söngvakeppninni í ár eru búnir að staðfesta komu sína í partíið.

„Fókus hópurinn ætlar að stíga á stokk, sem og Ari Ólafsson, Dagur Sigurðsson, Stefanía Svavarsdóttir og Aron Hannes. Við erum að vinna í því að fá hina keppendurna líka. Þetta verður staðurinn til að vera á.“

Allir velkomnir og frítt á alla viðburði

Laufey er að vonum spennt fyrir helginni, sem er einn af hápunktum Eurovision-vertíðarinnar.

„Félagar FÁSES í kringum landið ætla að koma til Reykjavíkur þessa helgi og einnig fullt af Eurovision-aðdáendum frá útlöndum. Það er gaman að gera svona mikið úr þessu og vera saman heila helgi,“ segir hún en bætir við að viðburðir helgarinnar séu ekki eingöngu fyrir meðlimi FÁSES.

„Það eru allir velkomnir á alla viðburði og viljum við endilega sjá sem flesta. Það er frítt inn á alla viðburði og því um að gera að slást í för með Eurovision-gleðinni.“

Helsinki að ári?

Aðspurð um hvaða lag hún haldi mest uppá í Söngvakeppninni í ár, vill Laufey helst ekki uppljóstra því.

„Ég á alveg fjögur uppáhaldslög þannig að ég er í tiltölulega góðum málum. En ég er fyrst og fremst glöð yfir því að það sé haldin keppni hér heima og það sé svona mikil stemning fyrir henni. Mér finnst RÚV vera að standa sig mjög vel og ég er mjög þakklát fyrir að almenningur fái að taka þátt í að velja framlag okkar til Eurovision,“ segir Laufey, sem fylgist vel með gangi mála í hinum Evrópulöndunum og hefur nú þegar fallið fyrir einum flytjandanum.

„Ég á algjörlega uppáhalds Eurovision-flytjanda í ár. Það er hin finnska Saara Aalto. Hún á eftir að velja á milli hvaða þriggja laga hún ætlar að syngja í keppninni en hún er hörkugóð söngkona. Ég væri ekkert hissa á því ef við færum til Helsinki á Eurovision á næsta ári.“

En hvaða óskalög mun Laufey biðja um í Eurovision-partíinu næstu helgi, sjálfum Euro Club?

„Góð spurning. Ætli það verði ekki You með Robin Stjernberg og Monsters með Söru Aalto. Af íslensku lögunum er það Eitt lag enn með Stjórninni. Engin spurning.“

Myndir / Úr einkasafni

Allsnakin á Instagram

Þetta er nú reyndar ekki ljósmyndin sem um ræðir.

Ofurfyrirsætan Kendall Jenner gladdi tæplega níutíu þúsund fylgjendur sína á Instagram í gær með því að birta tvær svarthvítar myndir af sér. Kendall er allsnakin á myndunum, sem hafa vakið gríðarlega athygli.

Myndirnar eru teknar af rússneska ljósmyndaranum Söshu Samsonovu, en óljóst er fyrir hvað þær eru.

A post shared by Kendall (@kendalljenner) on

Sasha og Kendall eru mestu mátar og hefur sú síðarnefnda oft birt myndir eftir þá fyrrnefndu á samfélagsmiðlum sínum.

Sasha er hálfgert undrabarn í ljósmyndaheiminum. Hún er aðeins 27 ára gömul en hefur verið einn vinsælasti ljósmyndarinn í tískubransanum síðustu ár og unnið með fjölmörgum stjörnum.

A post shared by Kendall (@kendalljenner) on

Pör sem fara offari á samfélagsmiðlum eru óöruggari með sambandið

Ný rannsókn sem birt er í Personality and Social Psychology Bulletin gefur til kynna að þau pör sem birti mikið af myndum af sér á samfélagsmiðlum, jafnvel of mikið að mati einhverra, séu í raun óöruggari með sambandið en þeir sem birta minna af myndum og stöðuuppfærslum um téð samband.

108 pör í háskóla tóku þátt í rannsókninni og héldu dagbók um samband sitt í tvær vikur. Út frá dagbókarfærslunum komust rannsakendur að því að þeir sem eru fjarlægir maka sínum sýndu minni löngun til að sýna samband sitt út á við, til dæmis á samfélagsmiðlum.

Hins vegar þráðu þeir sem eru óöruggir í samböndum að hafa sambönd sín mjög sýnileg á samfélagsmiðlum og því birta aragrúa af myndum og stöðuuppfærslum um ástarlífið.

Rannsakendur náðu þó ekki að finna tengingu á milli hegðunar á samfélagsmiðlum og þriðja sambandsformsins, forms þeirra sem öruggir eru í samböndum sínum.

„Þegar fólk var óöruggara með tilfinningar maka sinna, gerði það sambandið sýnilegra,“ segir í rannsókninni, en nánar er fjallað um rannsóknina á vef Huffington Post.

Þú getur keypt brúðardressið hennar á tæplega tuttugu þúsund

|
|

Leikkonan og fyrirsætan Emily Ratajkowski gekk að eiga kærasta sinn, kvikmyndaframleiðandann Sebastian Bear-McClard, seinasta föstudag, en fréttirnar tilkynnti Emily á Instagram.

Klæðnaður brúðarinnar hefur vakið talsverða athygli en hún valdi að klæðast fagurgulri dragt frá verslunarkeðjunni Zöru. Kostar dressið samtals tæplega nítján þúsund krónur, sem telst vel sloppið á stóra daginn. Oft nemur kostnaður við klæðnað brúðarinnar tugum, jafnvel hundruðum þúsunda.

A post shared by Emily Ratajkowski (@emrata) on

Hægt er að kaupa brúðardress Emily hér á landi, enda Zara með starfsstöðvar á Íslandi. Buxurnar kosta 6995 krónur, á meðan jakkinn, sem er síður og hnepptur, kostar 11995 krónur.

Emily og Sebastian sáust fyrst saman á stefnumóti í Kaliforníu í þessum mánuði, en stutt er síðan hún hætti með Jeff Magid, sem var búinn að vera förunautur hennar í fjölmörg ár.

A post shared by Emily Ratajkowski (@emrata) on

Emily hefur vegnað vel síðustu ár, bæði á tískupöllunum og fyrir framan myndavélina. Hún hefur til að mynda sýnt föt fyrir Marc Jacobs, Miu Miu og Bottega Veneta og hefur hannað sína eigin sundfatalínu sem heitir Inamorata. Þá spilaði hún stóra rullu í kvikmyndinni Gone Girl frá árinu 2014 en hefur einnig leikið í myndunum Entourage og We Are Your Friends. Sebastian hefur gert það gott í kvikmyndabransanum og vann nýverið við nýjustu mynd Robert Pattinson, Good Time. Næsta verkefni hans er kvikmyndin Uncut Gems með Jonah Hill í aðalhlutverki.

Emily tilkynnti fréttirnar líka á Snapchat.

Hættum að láta mistök skilgreina okkur

Bloggarinn Sarah Sapora nýtur sífellt meiri vinsælda, en hennar meginmarkmið er að skrifa um líkamsvirðingu og hvernig við getum orðið sátt í eigin skinni á bloggsíðunni Sarah Plus Life.

Sarah er nú með rúmlega 150 þúsund fylgjendur á Instagram og birtir oft hvatningarorð til þeirra sem þurfa á því að halda.

Viðfangsefni hennar í Instagram-færslu gærdagsins var að takast á við fortíðina og að mistök geti í raun leitt okkur áfram á betri stað.

A post shared by Sarah (@sarahsapora) on

„Ímyndið ykkur hve miklu auðveldara það væri að gera eitthvað öðruvísi í lífinu ef við þurrkuðum út þá staðreynd að við dæmum okkur sjálf fyrir öll mistök í fortíðinni. Við þurfum ekki að láta eins og þau hafi ekki gerst heldur að viðurkenna mistökin og taka þau með okkur. Ímyndið ykkur hve miklu léttari við værum í sálinni ef við segðum: Ég sé hvað ég gerði en þetta er í fortíðinni og nú get ég valið aftur, í staðinn fyrir að segja: Ég gæti aldrei gert þetta því ég er of brotin,“ skrifar Sarah og ítrekar að hún er ekki að biðja um að fólk láti eins og mistökin hafi aldrei átt sér stað.

A post shared by Sarah (@sarahsapora) on

„Ég er bara að biðja ykkur um að íhuga hve mikið auðveldara það væri að hætta að líða eins og mistökin skilgreini mann eða hamli manni.“

Höfum tækifæri til að velja aftur

Hún segir að það að sættast við fortíðina gefi manni tækifæri á að velja annað í framtíðinni.

„Það er fegurðin við nýjan dag, alla daga. Við höfum tækifæri til að velja aftur. Að endurskrifa. Búa til nýjar skilgreiningar. Mótaðar með ást. Bara eitthvað til að hugsa um.“

Sarah hefur ávallt verið mjög opin um sína djöfla og sagði meðal annars í viðtali við Women’s Health í fyrra að hún hefði lifað óheilbrigðu lífi. Þegar hún var sem þyngst var hún rúmlega 160 kíló, en ákvað að setja heilsuna í fyrsta sæti þegar foreldrar hennar lentu á spítala árið 2015. Hún hefur losað sig við 35 kíló síðan þá, en mælir framfarirnar ekki í tölunni á vigtinni heldur hve miklum árangri hún hefur náð við að elska sjálfa sig og líkama sinn.

Í apríl í fyrra klæddist Sarah bikiní í fyrsta sinn í 25 ár og deildi fallegum myndum á Instagram til að halda uppá áfangann.

„Ég veit að líkami minn er sterkur, gallaður, fallegt verk í vinnslu og ég vel að fagna því í hverju skrefi í þessari vegferð,“ skrifaði hún við myndina.

A post shared by Sarah (@sarahsapora) on

„Hey, vó, þetta eru alltof stórir skapabarmar”

Völvan, vitundarvakning um málefni píkunnar, birti nýverið myndband þar sem íslenskar konur tjá sig um skapabarmaaðgerðir, en færst hefur í auka að konur leiti til lýtalækna til að gangast undir fegurðaraðgerðir á skapabörmum.

Meðal þeirra sem tekið er viðtal við er kynfræðingurinn Sigga Dögg sem segir að virkni píkunnar sé mikilvægari en hvernig hún líti út.

„Hversu oft þarftu að flassa píkunni þinni þannig að hún þú segir: Ú, geðveikt smart píka? Maður vill að hún virki, það er það sem hún á að gera. Að þú njótir hennar,“ segir Sigga Dögg.

Sjá einnig: „Ég fékk þau skilaboð frá umhverfinu að þetta væri ógeðslegt“

Tónlistarkonan Salka Sól hreinlega andvarpar þegar hún er spurð út í aðgerðirnar fyrrnefndu.

„Ef að fólk hefur bara séð eina tegund af týpu. Það er eins og allir sem við myndum sjá væru ljóshærðir, þannig að allir færu að lita hárið á sér ljóst því það væri eina leiðin til að vera með hár,“ segir Salka. Önnur tónlistarkona, Vala Höskuldsdóttir, telur að aukning á skapabarmaaðgerðum megi rekja til klámmynda.

„Það sem er sorglegt er þrýstingurinn frá samfélaginu, sem kemur klárlega og beint úr klámvæðingunni, að konur geri þetta,“ segir hún og bætir við.

„Að kapítalismi gangi svona ógeðslega nærri manni og geti fengið konur, potað í óöryggið þeirra, og fengið þær til að láta sníða af sér skapabarmana finnst mér bara svona átsj.“

Sjá einnig: „Brjálæðislega mikilvægt að skoða á sér píkuna“

Freyja Haraldsdóttir telur mikilvægt að aflétta píkuskömm.

„Ef að manneskja velur að fara í skapabarmaaðgerð þá er það hennar ákvörðun, en ég held samt að það sé mjög mikilvægt að við tölum þannig að píkur geti verið alls konar og því fylgi ekki skömm. Þannig að skömm verði ekki ástæða þess að þú farir í skapabarmaaðgerð.“

Horfa má á þetta áhugaverða myndband Völvunnar hér fyrir neðan:

Lélegar ræmur og óþægilegar spurningar um kynlíf

Áhugaverð hlaðvörp.

Hefurðu einhvern tíma horft á kvikmynd sem var svo hrikalega lélég að þú gast ekki skilið að nokkrum manni skyldi detta í hug að búa hana til? Hvað þá að fjármagna gerð hennar. Þetta eru einmitt spurningar sem stjórnendur hins bráðskemmtilega hlaðvarps  „How Did This Get Made?“ spyrja sig í sífellu en í því er farið í saumana á gerð nokkurra af verstu bíómyndum kvikmyndasögunnar. Nánar á soundcloud.com/hdtgm

Sparkvarpið er hlaðvarp sem sannir áhugamenn um fótbolta ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Þar er farið um víðan völl og fjallað um ýmislegt tengt boltanum, s.s. pólítík, fótboltasöguna, menninguna og margt fleira. Umsjónarmenn þáttarins eru þeir Árni Þórður Randversson, Þorgeir Logason og Þórhallur Valsson, en hlaðvarpið er hægt að nálgast í gegnum heimasíðu Kjarnans, www.kjarninn.is.

Ertu í leit að vönduðu hlaðvarpi sem veitir einstaka og áhugaverða innsýn í veruleika samfélagshóps sem þú þekkir kannski lítið? Þá gæti „How to Be a Girl“ verið málið. En hér er á ferð hlaðvarp sem er stýrt af mæðgum búsettum í Seattle, það er að segja Marlo og barnungri dóttur hennar sem er trans stúlka. Marlo (dulnafn) fræðir hlustendur m.a. um trans börn og veitir foreldrum slíkra barna ráðleggingar um hvernig best sé að snúa sér þegar þeir eru spurðir alls konar áleitinna spurninga varðandi börn sín. Sjá www.howtobeagirlpodcast.com/

Vandræðlegar uppákomur, sem eru svo pínlegar að maður getur varla hlustað á þær til enda, hryllilega fyndnir frasar og alls konar óþægilegar ágengar spurningar um kynlíf er á meðal umfjöllunarefnis í hinu vikulega hlaðvarpi Icetralia. Þátturinn hefur notið gríðarlegra vinsælda síðan hann fór fyrst „í loftið“ árið 2016 enda í umsjón tveggja skemmtilegustu grínista landsins: þeirra Hugleiks Dagssonar og Jonathans Duffy. Nýr þáttur fer „í loftið“ á iTunes á hverjum föstudegi.

Texti / Roald Eyvindsson

Hann þóttist deyja og viðbrögð kisunnar voru æðisleg

Eigandi tíu ára kisunnar Sparta ákvað að bregða á leik einn daginn og sjá hvernig viðbrögð hann fengi ef hann myndi þykjast deyja fyrir framan köttinn.

Svolítið kvikindislegur hrekkur en viðbrögð kisunnar eru óborganleg. Trúiði mér ekki? Horfið þá á myndbandið hér fyrir neðan:

Fimm töff tískuborgir

Borgir sem lenda á listum yfir helstu tískuborgir heims.

París
Glæsilegar tískusýningar, tískutímarit og tískuhús gera París að þekktu vörumerki um heim allan, en allt frá 18. öld hefur þessi heillandi franska höfuðborg verið konungsríki tískunnar. Borgin er þekkt fyrir glæsilegt og stílhreint útlit ásamt framsýni og nýjungagirni. Verslunarsvæðin Avenue Marceau, Champs-Elysees og Avenue Montaigne eru fullkominn leiðarvísir fyrir þá sem vilja fylgjast með öllum nýjustu straumunum. Þar muntu finna búðir á borð við Dior, Chanel, Givenchy og margar fleiri. Í gönguferð við verslanir í kringum Óperuna, Haut Marais og Palais Royal eða á rölti niður Saint-Germain-des-Prés má sjá alla nýjustu straumana og stefnurnar í tísku.

London
Í London eru menn ávallt með puttann á púlsinum varðandi það nýjasta í tískuheiminum. Þar eru líka margir af frægustu hönnuðum heims og ýmis stórfyrirtæki, svo sem Stella McCartney, Burberry, Paul Smith og Pringle of Scotland.

New York
Á undanförnum árum hefur New York oft vermt fyrsta sætið yfir mestu tískuborgir heims. Í borginni eru haldnir yfir 250 tískuviðburðir á ári sem draga að sér yfir tvö hundruð þúsund gesti. Sá viðburður sem dregur hvað flesta að sér er hin fræga New York Fashion Week í febrúar og september. Segja má að ein helsta ástæða velgengni tísku í borginni sé Manhattan‘s Garment Center með sínum ótalmörgu sýningarsölum, öllum helstu fatahönnuðunum og hinum fjölmörgu sérfræðingum sem vinna í greininni. Í New York eru um 6.600 heildsölur og fyrirtæki sem starfa við hönnun og hin mikla tískuvitund í borginni er ástæða þess að þar er hægt að sækja sér ýmsa menntun vaðandi tískuheiminn – sem framleiðir þar af leiðandi enn fleiri nýja og ferska tískuhönnuði.

Mílanó
Borgin hefur gríðarleg áhrif á tískustrauma á alþjóðavettvangi. Ítölsk vörumerki, á borð við Gucci, Valentino og Prada eru með höfuðstöðvar sínar í Mílanó og gegna mikilvægu hlutverki í tískuborginni. Sögu tísku í borginni má rekja allt til miðalda og endurreisnartímans og í upphafi 20. aldar var borgin miðstöð silki- og textílframleiðslu. Tískuvikan í Mílanó hefur verið haldin frá því árið 1958 og hún er ein af fjórum stærstu í heimi. Virtustu verslunargötur og -torg borgarinnar eru Via Manzoni, Via Monte Napoleone, Via della Spiga, Via Sant’Andrea, Galleria Vittorio Emanuele II, Via Dante og Corso Buenos Aires.

Barcelona
Borgin státar af einstökum arkitektúr og menningu og fallegri tísku. Einn frægasti hönnuður Barcelona á heimsvísu er Custo sem hefur unnið til fjölmargra verðlauna fyrir hönnun sína. Af öðrum hönnuðum má nefna Josep Abril, La Casita de Wendy, Joaquim Verdu og Antonio Miro. Þar eru líka öll heitustu merkin, svo sem Chanel, Gucci, Armani og Cartier en skemmtilegast er að rölta um göturnar og sjá hvernig fólkið í borginni er klætt – það gefur mesta innblásturinn.

Texti / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir

Tíu heitustu brúðkaupstrendin á Pinterest

Nú eru margir í óðaönn að skipuleggja brúðkaup fyrir vorið og sumarið. Okkur fannst því tilvalið að kíkja á hverju er mest leitað að á Pinterest er varðar brúðkaup, bæði varðandi klæðaburð brúðhjónanna, skreytingar og mat.

https://www.pinterest.com/pin/337910778272689573/

1. Slár í ár

Það er mikið leitað að slám sem henta vel með brúðarkjólum eða kjólum sem eru með áfasta slá. Skemmtilegur stíll sem býður upp á endalausa möguleika.

https://www.pinterest.com/pin/139682025925472178/

2. Stuð í samfestingi

Brúðarsamfestingar eru að koma sterkir inn í ár, enda afar hentugir – nema þegar maður þarf að pissa. Hins vegar eru samfestingar afskaplega þægilegar og auðvelt fyrir brúðir að dansa í þeim langt fram á nótt.

https://www.pinterest.com/pin/136022851229365679/

3. Fleygið er svo 2017

Brúðarkjólar sem eru háir í hálsinn njóta gríðarlegra vinsælda um þessar mundir. Kjólar sem eru fleygnir fá því smá hvíld í ár.

https://www.pinterest.com/pin/469218854918763900/

4. Hálsmen niður bakið

Þó að kjólarnir verði ekki fleygnir að framan, verða þeir hins vegar opnir í bakið árið 2018. Þá verður vinsælt að bera hálsmen sem fellur fallega niður bakið. Skemmtilegt smáatriði!

https://www.pinterest.com/pin/375980268883017028/

5. Engin bindi takk

Hjá karlpeningnum verður í tísku að vera ekki með bindi, eins og venjan er. Karlmenn eru hvattir til að leika sér meira með fatnaðinn á þessum stóra degi og hafa skyrtur til að mynda örlítið fráhnepptar.

https://www.pinterest.com/pin/196680708711977960/

6. Kambar sem tekið er eftir

Hárkambar snúa aftur og mega þeir endilega vera stórir þannig að tekið er eftir þeim.

https://www.pinterest.com/pin/618682067532779438/

7. Gull, silfur og brons

Brúðarterturnar má svo endilega skreyta með gylltum-, brons- og silfurlitum. Það er það helsta sem er í tísku varðandi eftirrétti.

https://www.pinterest.com/pin/193162271497279466/

8. Flatbökufjör

Þegar kemur að aðalréttinum þá virðast fleiri og fleiri velja að hafa veitingarnar einfaldar og fyrir alla. Heitasta trendið í mat á þessu ári er eftirlæti margra – sjálf flatbakan.

https://www.pinterest.com/pin/246149935863311322/

9. Bæ, bæ brúðarvendir

Stórir og íburðamiklir brúðarvendir detta út og í staðinn kemur óhefðbundin blómaskreyting fyrir brúðina – nefnilega bara eitt, stórt blóm. Sorrí vendir, þið eruð búnir að eiga sviðið alltof lengi!

https://www.pinterest.com/pin/535506211935251644/

10. Segðu það með Jenga

Margir kannast við kubbaleikinn Jenga, en það er afar vinsælt hjá verðandi brúðhjónum um þessar mundir að hafa gestabókina í Jenga-formi, allavega samkvæmt Pinterest. Skemmtileg hugmynd sem hefur líka ofan af fyrir gestunum ef biðin eftir brúðhjónunum er löng.

Fékk njálg af dótturinni: „Mig klæjaði svakalega mikið“

Leikkonan Kristen Bell var gestur í þættinum The Joel McHale Show fyrir stuttu og einhvern veginn barst það í tal að leikkonan hefði fengið njálg nýverið.

„Ég fékk orma í endaþarminn fyrir tveimur vikum, ég lýg því ekki. Þeir heita njálgur,“ segir Kristen í myndskeiði sem má sjá hér fyrir neðan.

Kristen hélt áfram og útskýrði að hún hefði smitast af dóttur sinni, sem er þriggja ára.

„Börnin manns fá þetta því þau setja hendurnar í munninn og ormarnir verpa eggjum,“ bætir Kristen við, en hún komst að því að njálgfaraldur væri í leikskóla dótturinnar þegar hún mætti þar einn daginn og búið var að rífa öll teppi af gólfum. Síðan lýsir hún því hvernig hún komst að því að dóttir sín væri með njálg.

„Maður þarf að fylgjast með og skoða kúkinn þeirra þegar maður skeinir þeim og auðvitað skeindi ég henni og fann lítinn, hvítan orm.“

Aðspurð um hvort það hafi verið sársaukafullt að fá njálg stendur ekki á svörunum hjá leikkonunni.

„Nei, en mig klæjaði svakalega mikið.“

Sextíu sekúndna æfing sem lætur fæturna titra

Einkaþjálfarinn Alexia Clark, sem er vinsæl fyrir að deila góðum æfingum á Instagram, mælir með því að klára síðustu orkudropana eftir góða æfingu í þessari sextíu sekúndna fótaæfingu.

Æfingin er afar einföld og vel hægt að gera hana heima. Hún snýst um að taka framstig, dúa í tíu sekúndur, hoppa svo upp og skipta um fót. Þetta er gert í sextíu sekúndur, eða þrjátíu sekúndur á hvorn fót.

Þeir sem eru með viðkvæm hné ættu þó að sleppa hoppinu og bara skipta rösklega um fót í staðinn.

Svo er mikilvægt, eins og Alexia nefnir í myndbandinu, að passa líkamsstöðuna vel og nota kvið- og bakvöðva til að tryggja að maður sé beinn í baki þegar æfingin er gerð. 

Hætti að drekka gos og missti 13 kíló á 3 mánuðum

„Ég man ekki hvenær ég byrjaði að drekka gos – ég var svo ung þegar ég tók fyrsta sopann. Ég hef alltaf elskað sætuna og gosið. Og tilfinninguna þegar loftbólurnar seitluðu niður hálsinn.”

Svona byrjar pistill Amöndu Ogle á vefritinu Women’s Health þar sem hún segir frá því þegar hún hætti að drekka gos til að lifa heilbrigðara lífi.

Skolaði matnum niður með gosi

Amanda segist hafa drukkið fimm til sex dósir af gosi á dag í uppvextinum og oft fylgdi ruslfæði með.

„Ég var í kringum tíu ára aldurinn þegar ég byrjaði að hugsa um mig sem feitt barn. Þá byrjaði ég að taka eftir því að fötin mín voru alltaf þröng og að flestar verslanir seldu ekki svölu fötin sem hinir krakkarnir voru í í minni stærð. Ég spilaði blak og körfubolta sem varð til þess að ég eignaðist vini og hreyfði mig, en ég breytti ekki matarvenjum mínum. Ég borðaði í raun meira og skolaði matnum niður með gosi því ég var alltaf svöng eftir æfingar,“ skrifar Amanda.

Hataði sjálfa sig

Hún segist hafa gert grín að líkama sínum til að fela eymdina innra með sér.

„Ég hataði sjálfa mig og líkama minn. Það eina sem lét mér líða betur var að borða og drekka gos. Ég skammaðist mín fyrir þyngdina mína, borðaði góða máltíð með köldum gosdrykk, leið vel í tíu mínútur eftir máltíðina og skammaðist mín síðan aftur og varð reið út í sjálfa mig fyrir að borða rusl. Þessi vítahringur endaði aldrei,“ skrifar Amanda og bætir við að hún hafi hætt að horfa í spegil á unglingsárunum því hún var svo óánægð með sig.

Stanslaus höfuðverkur

Gosdrykkjan og matarvenjurnar höfðu mikil áhrif á heilsufar Amöndu, sem varð móðari á æfingum og þreyttari eftir því sem hún þyngdist meira. Þegar hún byrjaði í miðskóla ákvað hún að taka sig taki.

„Ég ákvað að ég væri búin að fá nóg. Ég vissi að ég þyrfti að breyta mataræðinu því ég hreyfði mig mjög mikið, þökk sé íþróttum. Fólk var alltaf að segja mér hve slæmt gos væri þannig að ég ákvað að hætta að drekka það og sjá hvort eitthvað myndi breytast,“ skrifar Amanda og bætir við að það hafi verið erfitt að hætta skyndilega.

„Ég fann fyrir löngun í sykur og ég var stanslaust með höfuðverk. Það skipti engu máli hve mikið vatn ég drakk. Ég reyndi nokkrum sinnum að svala sykurþörfinni með sætu tei en það virkaði ekki. Það kom fyrir að mig langaði að gefast upp og fá mér gos en ég vissi að þetta væri búið ef ég léti undan. Þannig að ég hélt minni stefnu. Eftir um það bil mánuð minnkaði löngunin í sykur og ég hætti að fá höfuðverk.“

Grét fyrir framan spegilinn

Amanda segir að í margar vikur hafi fólk sagt við hana að hún væri búin að léttast, en hún trúði því ekki alveg sjálf. Þannig að þegar hún þurfti að panta sér bol fyrir úrslitaleik í körfubolta, ákvað hún að panta hann í stærð Medium í staðinn fyrir Large sem hún notaði vanalega.

„Þegar bolurinn kom man ég eftir að halda á honum inni á baðherbergi og segja við sjálfa mig: Ekki verða reið ef þetta passar ekki. Þú hefur örugglega grennst en það er allt í lagi ef hann passar ekki. Þú átt aðra boli til að vera í á leiknum. Ekki láta þetta koma þér í uppnám. Ég mátaði bolinn vandræðalaust þannig að ég ákvað að snúa mér við og snúa að speglinum. Bolurinn passaði og var meira að segja smá víður. Ég sá að ég var komin með grennra mitti og ég grét fyrir framan spegilinn. Þetta var í fyrsta sinn sem ég hafði kíkt í spegil svo árum skipti. Ég hét því að halda þessu áfram og fara aldrei aftur í sama farið,“ skrifar Amanda.

800 kaloríur og 220 grömm af sykri á dag

Á aðeins þremur mánuðum léttist Amanda um rúmlega 13,5 kíló, bara með því að hætta að drekka gos. Eins og hún skrifar í pistlinum var hún að losa sig við átta hundruð kaloríur og 220 grömm af sykri á degi hverjum. Og líkamlegt ástand hennar batnaði líka til muna.

„Ég gat hlaupið hraðar, íþróttafötin mín voru ekki þröng lengur og mér leið líkamlega betur. Ég fann að ég var ekki að burðast með jafnmikla þyngd. Það veitti mér innblástur til að halda áfram og velja holla valkosti til að setja ofan í mig. Ég var með sjálfstraust sem aldrei fyrr og var á toppi heimsins,“ skrifar Amanda, en pistilinn í heild sinni má lesa hér.

Svona verður hárkolla til

Í meðfylgjandi myndbandi má sjá hárgreiðslumanninn Kahh Spence, sem er líka þekktur sem SLAYGAWD, búa til hárkollu skref fyrir skref.

Kahh Spence hefur vakið mikla athygli í stjörnuheimum fyrir hárkollur sínar og hefur til dæmis unnið með konum á borð við Kehlani, Cardi B og Jordyn Woods.

Eins og sést í myndbandinu er þetta mikil nákvæmnisvinna og tímafrek, en lokaútkoman er stórglæsileg.

Langaði svo í pítsu að hún farðaði hana á sig

|||||
|||||

„Þessi skyndibitaförðun var skyndiákvörðunarflipp,“ segir förðunarfræðingurinn Ágústa Sif Aðalsteinsdóttir. Nýjasta verk hennar á Instagram hefur vakið athygli, en á myndinni sést Ágústa með mjög sérstaka förðun. Hún nefnilega málaði annað augað sitt eins og hamborgara og hitt eins og pítsu.

Mikil nákvæmnisvinna

Ágústa er reffileg með skyndibita á augunum.

„Ég ætlaði ekki einu sinni að gera þetta. Ég er nýbyrjuð í svona heilsuátaki sem gengur svona hrikalega vel, en pítsur hafa alltaf verið uppáhaldsmaturinn minn. Á tímabili vakti mamma mín mig með orðunum: „ÁGÚSTA! PÍTSA!“. Það hefur verið ótrúlega erfitt að sleppa pítsunum og ég var að verða biluð á lönguninni í eina þegar ég hugsaði um að gera förðun úr þessu,“ segir Ágústa sem leitaði til fylgjenda sinna á Snapchat til að fá álit hvort hún ætti að láta slag standa.

„Mér fannst þetta samt svo heimskuleg hugmynd að ég fór á Snapchat og spurði hvort ég ætti að gera fyndna förðun og jú, fólk vildi sjá hvað ég var að hugsa. Ég ætlaði fyrst bara að gera pítsuna og búið, en þá langaði mig að gera eitthvað annað þegar pítsan kom svona vel út. Ég var að hugsa um að gera pylsu en vinkona mín sagði að hún vildi sjá hamborgara, þannig að ég varð að ósk hennar,“ segir Ágústa. Hún segir að förðunin hafi tekið dágóðan tíma.

Góð pítsasneið.

„Þetta var í rauninni ekkert erfitt, en mikil nákvæmnisvinna með litlum burstum og frekar tímafrekt. Það tók mig tvær tilraunir að gera hamborgarann því að það var erfitt að staðsetja allt á þann hátt að þetta liti út eins og hamborgari og að það væri hægt að sjá á milli brauðanna. Það var erfitt að velja álegg á pítsuna,“ segir Ágústa.

En ætli þetta uppátæki hennar muni starta nýrri tísku?

„Hvort að þetta verði nýtt trend veit ég nú ekki en það væri gaman að sjá aðra gera eins og prófa. Ég held að við séum ekki að fara að sjá þetta lúkk á gangi um götur borgarinnar,“ segir Ágústa og hlær.

Endaði eins og pandabjörn um augun

Ágústa er 26 ára gömul og býr í Reykjavík með syni sínum, Jökli Owen. Hún útskrifaðist sem förðunarfræðingur árið 2016 en hefur haft áhuga á förðun nánast síðan hún man eftir sér.

„Ég byrjaði að hafa áhuga á förðun mjög ung, fyrsta minningin mín af mér að prófa að mála mig er þegar að ég var um sjö ára og systir mín, sem er förðunarfræðingur, átti svo mikið og flott dót. Ég mátti að sjálfsögðu ekki fikta í því en ég stóðst ekki mátið og klíndi einhverjum maskara og augnskugga á mig. Svo kom hún heim, ég fríkaði út, reyndi að taka þetta af mér með þurrum pappír og endaði eins og pandabjörn um augun. Systir mín sá mig hlaupa inná bað að þrífa af sönnunargögnin en þetta gerðist aðeins of oft,“ segir Ágústa, sem í framhaldinu lagði förðunaráhugann aðeins á hilluna.

Ágústa er óhrædd við að prófa sig áfram.

„Förðunarlistin mín tók pásu til unglingsaldurs, eftir að hafa verið töluð til út af pöndulúkkinu mínu. Þá fór ég fyrst að gera eitthvað flott og lesa mér til um snyrtingu og förðun. Ég fór að plokka og lita vinkonur mínar, greiða þeim og farða þær nánast daglega til þess að æfa mig og prófa nýja hluti. Það var samt ekki fyrr en árið 2016 að ég skráði mig í gríni í alla förðunarskóla Íslands. Ég hafði hvorki efni á því né fannst mér ég hafa einhverja hæfileika til að taka þetta skref. Ég hélt aldrei að það væri eitthvað að fara að gerast úr þessu. Það vildi svo heppilega til að það losnaði pláss fyrir mig í MOOD Makeup School og ég vældi í systur minni um að mig langaði að gera þetta en að þetta væri ekki rétti tíminn. Hún bauðst þá til að lána mér fyrir skólanum, svo að ég þurfti ekki að hugsa mikið um fjárhaginn. Ég notaði alla mína krafta til að telja mér trú um að ég gæti alveg lært þetta. Ég útskrifaðist svo úr MOOD Makeup School í nóvember 2016. Þetta var eitt skemmtilegasta tímabil lífs míns og ég lærði ótrúlega mikið af kennurunum og eignaðist frábærar vinkonur,“ segir Ágústa.

Vann við stuttmynd í Hamborg

Falleg augnförðun eftir Ágústu.

Hún hefur verið svo heppin að fá að starfa talsvert við förðun eftir útskrift.

„Ég er mikið í stuttmyndumog sjónvarpsförðun. Eitt það skemmtilegasta sem ég geri er að vinna á setti með kvikmyndagerðarfólki, og er núna að klára verkefni sem ég lofaði mér í fyrir löngu í Kvikmyndaskóla Íslands. Ég var fengin til að vinna í stuttmynd í Hamborg, það var svakalegasta ævintýrið sem ég hef upplifað hingað til. Ég er líka að farða heima hjá mér fyrir ýmis tilefni. Síðasta verkefni sem ég var í var með Reykjavíkurdætrum, við fórum í myndatöku fyrir mars útgáfuna af 1883 Magazine. Það var mjög skemmtilegt verkefni og kom rosalega vel út.“

Þreytt á brúnum skyggingum

Hún segist eiga margar fyrirmyndir í þessum geira, þá frekar íslenskar en erlendar.

„Það er svo margt sem gefur mér innblástur, hvort sem það sé list annarra, náttúran, hlutir eða matur. Ég lít frekar upp til íslenskra förðunarfræðinga heldur en erlendra. Ragna Fossberg, Harpa Kára, Sigrún Sig, Eygló Ólöf og vinkona mín, hún Sandra María, eru allt konur í förðunarheiminum á Íslandi sem eru að gera frábæra hluti. En ég horfi líka upp til nokkurra erlendra förðunarfræðinga eins og Sergey, sem heitir @milk1422 á instagram, Kandee Johnson, Charlotte Tilbury og Wayne Goss,“ segir Ágústa. Hún segir íslenskar konur vera bæði vanafastar og óhræddar þegar kemur að förðun.

„Margar íslenskar konur eru ofboðslega duglegar og óhræddar við að kynna sér og prófa nýja hluti en aðrar eru rosalega vanafastar. Bæði er að sjálfsögðu allt í lagi en ég er persónulega orðin þreytt á brúnum skyggingum og að flestir noti sömu taktíkina.“

Fögnum bleika litnum!

En hver eru algengustu mistökin sem konur gera þegar þær farða sig?

„Úff, ég er stanslaust að nefna þetta við fólk. Það helsta sem fer í taugarnar á mér er hreinlætið; þegar verið er að nota skítuga bursta eða deila burstum og kremvörum. Mér finnst líka agalegt þegar manneskja með bleikan undirtón notar farða með gulum undirtón. Það lítur alltaf skringilega út. Því miður er þessi litur í tísku og erfitt að finna farða með fallegum bleikum undirtón akkúrat núna. Ef þú ert með bleikan undirtón í húðinni, ekki fela hann með gulum. Reyndu frekar að finna farða með bleikum undirtón. Ég veit að það er erfitt í dag en það verður þess virði. Farðinn mun líta mikið betur út og andlit, bringa og axlir verða í samskonar lit. Fagnaðu bleika litnum!“ segir Ágústa.

Ágústa er hugmyndarík, ung kona.

Dreymir um starf hjá Kardashian-fjölskyldunni

Hver er draumurinn hjá þessari ungu og hæfileikaríku konu?

„Draumurinn er að mennta mig meira á þessu sviði og læra eins mikið og ég get og að einn daginn geta miðlað minni reynslu og þekkingu til annarra. Að halda námskeið og jafnvel gefa út bók væri algjör draumur. Það væri líka gaman að vinna í stórum kvikmyndum eða að vera í Glam teymi hjá tímariti eða hjá Kardashian-fjölskyldunni. Ég held það sé allt fullt þar samt, en ég held í vonina.“

Þeir sem vilja sjá fleiri verk eftir Ágústu geta fylgt henni á Instagram.

Ógnað með hlaðinni byssu

Að mörgu leyti þakklát fyrir þessa reynslu.

Margrét hefur í dag unnið fyllilega úr sínum málum og er á frábærum stað.

Margrét Björk Jónsdóttir opnaði nýlega síðuna minimalist.is sem þegar hefur vakið töluverða athygli. Fáir vita að Margrét á erfiða lífsreynslu að baki en þegar hún var um tvítugt varð hún fyrir alvarlegum árásum af hendi fyrrum kærasta síns. Í kjölfarið tóku við erfiðir tímar fyrir hana og alla fjölskylduna sem einkenndust af ofsóknum, hræðslu og baráttu við kerfið.

„Við kynnumst þegar ég var 19 ára og hann aðeins eldri. Við vorum í raun og veru sundur og saman í um eitt ár og þetta samband var mjög óheilbrigt. Ég sá fljótt að þetta var ekki það sem ég vildi, enda fjölmörg viðvörunarmerki og á þessu ári sem við vorum saman gekk oft mikið á,“ segir Margrét þegar hún rifjar upp þessa óhugnanlegu reynslu. Maðurinn tók því illa þegar hún vildi slíta sambandinu og varð það kveikjan að fyrri árásinni í febrúar 2011.

„Þá neyddi hann mig upp í bíl með sér, keyrði með mig upp í Bláfjöll þar sem hann beitti mig ofbeldi og hótaði að drepa mig. Hann var með hníf meðferðis. Við vorum í Bláfjöllum í 2-3 tíma og þetta var ofboðslegt áfall. Vegna þess sem komið hafði fyrir á undan þessu og hve hrædd ég var orðin við hann ákvað ég að leggja fram kæru fyrir frelsissviptingu, líkamsárás og hótanir. Ég hélt að ég fengi einhverja vernd við það en svo var ekki og ég varð hræddari með hverjum deginum enda lét hann mig ekki í friði.“

Tíu dögu eftir þessa árás króaði maðurinn Margréti af þar sem hún var í akstri í götu nálægt heimili sínu þar sem henni var meðal annars ógnað með hlaðinni haglabyssu og Víkingasveitin meðal annars kölluð á staðinn.

Viðtalið við Margréti Björk er í heild sinni í 9. tölublaði Vikunnar.

Texti / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Myndir / Hákon Davíð Björnsson
Förðun / Björg Alfreðsdóttir með YSL

Heillandi ævintýri og hremmingar fólks í stríði

Felix Bergsson segir frá bókunum sem hafa haft mest áhrif á hann.

„Bróðir minn Ljónshjarta eftir Astrid Lindgren er sú bók sem hefur haft hvað mest áhrif á mig. Á yfirborðinu er þetta heillandi ævintýri þar sem riddarar og framandi verur koma við sögu, en þegar betur er að gáð er þetta verk sem fjallar um lífið og dauðann og gerir það á ótrúlega fallegan máta. Á máta sem ég hafði aldrei upplifað þegar ég las hana fyrst sem barn,“ segir Felix Bergsson þegar hann er spurður hvaða bók hafi haft einna mest áhrif á hann.

Fyrir þá sem ekki þekkja fjallar verkið um Jónatan sem hughreystir dauðvona bróður sinn Kalla með því að segja honum frá Nangijala, þar sem ævintýri bíða þeirra sem deyja.

Felix nefnir líka Hreinsun eftir Sofie Oksanen, margradda skáldsögu um reynslu fólks í Eistlandi undir hæl Sovétríkjanna og segir hana magnaða lesningu um hremmingar venjulegs fólks í ömurlegu stríði og hugsjónabaráttu.

„Hún útskýrði fyrir mér hvers vegna Íslendingar munu aldrei ganga inn í Evrópusamrunann. Við skiljum ekki hvað þessar þjóðir á meginlandinu, fólkið, hefur þurft að ganga í gegnum. Við höfum aldrei upplifað svona hrylling. Við skiljum þetta ekki. Og gerum það vonandi aldrei.“

Mynd / Karl Petersson

Þessi æfing tekur enga stund en reynir á allan líkamann

Hinir gríðarlegu vinsælu einkaþjálfarar, Karena Dawn og Katrina Scott, hafa notið mikillar velgengni síðustu ár í líkamsræktarheiminum og eru það sem kallað er á ensku fit-fluencers, eða heilsuáhrifavaldar.

Í meðfylgjandi myndbandi deila þær með áhorfendum sinni uppáhaldsæfingu, sem tekur aðeins smá stund að fullkomna.

Æfingin snýst um að fara niður í planka, gera nokkrar vel valdar hreyfingar og ganga síðan aftur upp í standandi stöðu. Æfingin virðist vera ofureinföld og létt en hún leynir á sér og reynir á helstu vöðvahópa líkamans.

Helsti kosturinn við þessa æfingu er að það þarf engin lóð til að gera hana heima heldur er eingöngu unnið með eigin líkamsþyngd. Endilega kíkið á myndbandið ef þið viljið aðeins standa upp og koma blóðflæðinu af stað: 

Birtir fyrstu myndina af litlu Chicago

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian birti fyrstu myndina af dóttur sinni, Chicago á Instagram í gær, mánudaginn 26. febrúar. Rúmlega mánuður er síðan Kim og eiginmaður hennar, Kanye West, fengu Chicago í hendurnar en hún fæddist með hjálp staðgöngumóður.

Á myndinni sem Kim deildi eru þær mæðgur með sérstaka síu sem gerir það að verkum að þær eru með bangsaeyru og -nef, sem gerir myndina enn þá krúttlegri.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem heimurinn fær að sjá Chicago, en litla hnátan spilaði stóra rullu í meðgöngumyndbandi Kylie Jenner, systur Kim, sem hún birti fyrir stuttu. Í myndbandinu sést Kylie halda á frænku sinni þegar hún er nýfædd.

Chicago er þriðja barn Kim og Kanye en fyrir áttu þau dótturina North, fjögurra ára og soninn Saint, tveggja ára.

Þú gætir fengið lús og sveppi af því að máta föt

Nú hefur færst í aukana, sérstaklega erlendis, að hægt sé að versla föt á netinu um morguninn og klæðast þeim í mannfagnaði um kvöldið. En það er ekkert endilega sniðugt, ef marka má Donald Belsito, húðsjúkdómafræðiprófessor við læknasetur Columbia-háskóla.

Að sögn Donalds veit hann til þess að lýs og sveppir hafi smitast á milli manna, eftir að klæðnaður var mátaður í verslun.

„Ég hef séð tilvik þar sem lýs smituðust mögulega eftir að viðkomandi mátaði föt í verslun, og það eru vissir smitsjúkdómar sem geta smitast með fötum. Ég hef einnig séð kláða smitast með fötum,“ segir Donald í samtali við Wall Street Journal.

„Hvað varðar hreinlæti þá er mjög gott að þvo föt áður en maður fer í þau. Sem húðsjúkdómafræðingur hef ég séð dæmi um mjög skrýtna hluti þannig að ég tek engar áhættur,“ bætir hann við.

Sjónvarpsþátturinn Today fjallaði einnig um málið og fór af stað með skoðanakönnun í takt við umfjöllunina. Í könnuninni voru áhorfendur Today einfaldlega spurðir að því hvort þeir þvægju föt áður en þeir færu í þau. 73% svarenda sögðu já en 27% nei.

Tveir leynigestir í stærsta Eurovision-partíi Íslands

||
||

„Á aðalkeppni Eurovision á hverju ári er sérstakur skemmtistaður sem heitir Euro Club þar sem blaðamenn og keppendur í Eurovision safnast saman eftir keppnina. Þessi klúbbur er yfirleitt á einhverjum skemmtistað í borginni þar sem Eurovision er haldið og þar eru náttúrulega eingöngu spiluð Eurovision-lög og Eurovision-keppendur koma fram. Nú ætlum við í FÁSES að reyna að færa þessa hefð heim,“ segir Laufey Helga Guðmundsdóttir. Hún situr í stjórn FÁSES, félag áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva og er einnig í stjórn í OGAE, alþjóðlegum regnhlífasamtökum Eurovision-aðdéndaklúbba um heim allan.

FÁSES-meðlimir ætla að halda fyrrnefndan Euro Club á skemmtistaðnum Ölveri eftir aðalkeppni Söngvakeppninnar sem haldin verður í Laugardalshöll næstkomandi laugardag, þann 3. mars. En það er ekki eini viðburðinn sem FÁSES-liðar bjóða uppá næstu helgi. Alls eru skipulagðir fjórir viðburðir í kringum úrslitin.

Laufey ásamt ítalska keppandanum Francesco Gabbani sem sló í gegn í fyrra með lagið Occidentali’s Karma.

Leynigestir gætu verið erlendir

„Á föstudaginn verður Barsvar í sal Samtakanna 78 þar sem viðstaddir verða spurðir úr Eurovision-spjörunum. Á laugardagsmorgun verður Flosi Jón Ófeigsson, formaður FÁSES, með Eurovision Zumba í Reebok Fitness í Holtagörðum. Það er danstími með Eurovision-lögum sem Flosi hefur boðið uppá síðustu ár. Það er algjörlega ómissandi til að hrista úr sér mesta spenninginn, því ég veit hreinlega ekki hvor er spenntari fyrir úrslitunum; keppendurnir sjálfir eða við aðdáendur,“ segir Laufey og hlær og heldur áfram.

„Seinna sama dag verðum við með fyrirpartí í sal tölvunarfræðinga á Engjateig. Það verður að stilla af fánana, skipuleggja klappið og stilla saman strengi. Þar hittumst við klukkan 16.30 og röltum yfir í Laugardalshöll upp úr klukkan 19 með tveimur leynigestum að þessu sinni,“ segir Laufey, mjög dul og vill sem minnst segja um gestina.

Hér er Laufey ásamt Flosa og sigurvegara síðasta árs, hinum portúgalska Salvador Sobral.

„Það gæti verið að þeir væru erlendir. Hver veit? Við erum að skipuleggja tísera í þessari viku og ætlum að ljóstra því upp hverjir það eru í lok vikunnar. Eftir úrslitin röltum við saman yfir á Ölver þar sem verður Eurovision-plötusnúður frá klukkan 23 til 3,“ segir Laufey.

Margir keppendur í Söngvakeppninni í ár eru búnir að staðfesta komu sína í partíið.

„Fókus hópurinn ætlar að stíga á stokk, sem og Ari Ólafsson, Dagur Sigurðsson, Stefanía Svavarsdóttir og Aron Hannes. Við erum að vinna í því að fá hina keppendurna líka. Þetta verður staðurinn til að vera á.“

Allir velkomnir og frítt á alla viðburði

Laufey er að vonum spennt fyrir helginni, sem er einn af hápunktum Eurovision-vertíðarinnar.

„Félagar FÁSES í kringum landið ætla að koma til Reykjavíkur þessa helgi og einnig fullt af Eurovision-aðdáendum frá útlöndum. Það er gaman að gera svona mikið úr þessu og vera saman heila helgi,“ segir hún en bætir við að viðburðir helgarinnar séu ekki eingöngu fyrir meðlimi FÁSES.

„Það eru allir velkomnir á alla viðburði og viljum við endilega sjá sem flesta. Það er frítt inn á alla viðburði og því um að gera að slást í för með Eurovision-gleðinni.“

Helsinki að ári?

Aðspurð um hvaða lag hún haldi mest uppá í Söngvakeppninni í ár, vill Laufey helst ekki uppljóstra því.

„Ég á alveg fjögur uppáhaldslög þannig að ég er í tiltölulega góðum málum. En ég er fyrst og fremst glöð yfir því að það sé haldin keppni hér heima og það sé svona mikil stemning fyrir henni. Mér finnst RÚV vera að standa sig mjög vel og ég er mjög þakklát fyrir að almenningur fái að taka þátt í að velja framlag okkar til Eurovision,“ segir Laufey, sem fylgist vel með gangi mála í hinum Evrópulöndunum og hefur nú þegar fallið fyrir einum flytjandanum.

„Ég á algjörlega uppáhalds Eurovision-flytjanda í ár. Það er hin finnska Saara Aalto. Hún á eftir að velja á milli hvaða þriggja laga hún ætlar að syngja í keppninni en hún er hörkugóð söngkona. Ég væri ekkert hissa á því ef við færum til Helsinki á Eurovision á næsta ári.“

En hvaða óskalög mun Laufey biðja um í Eurovision-partíinu næstu helgi, sjálfum Euro Club?

„Góð spurning. Ætli það verði ekki You með Robin Stjernberg og Monsters með Söru Aalto. Af íslensku lögunum er það Eitt lag enn með Stjórninni. Engin spurning.“

Myndir / Úr einkasafni

Allsnakin á Instagram

Þetta er nú reyndar ekki ljósmyndin sem um ræðir.

Ofurfyrirsætan Kendall Jenner gladdi tæplega níutíu þúsund fylgjendur sína á Instagram í gær með því að birta tvær svarthvítar myndir af sér. Kendall er allsnakin á myndunum, sem hafa vakið gríðarlega athygli.

Myndirnar eru teknar af rússneska ljósmyndaranum Söshu Samsonovu, en óljóst er fyrir hvað þær eru.

A post shared by Kendall (@kendalljenner) on

Sasha og Kendall eru mestu mátar og hefur sú síðarnefnda oft birt myndir eftir þá fyrrnefndu á samfélagsmiðlum sínum.

Sasha er hálfgert undrabarn í ljósmyndaheiminum. Hún er aðeins 27 ára gömul en hefur verið einn vinsælasti ljósmyndarinn í tískubransanum síðustu ár og unnið með fjölmörgum stjörnum.

A post shared by Kendall (@kendalljenner) on

Pör sem fara offari á samfélagsmiðlum eru óöruggari með sambandið

Ný rannsókn sem birt er í Personality and Social Psychology Bulletin gefur til kynna að þau pör sem birti mikið af myndum af sér á samfélagsmiðlum, jafnvel of mikið að mati einhverra, séu í raun óöruggari með sambandið en þeir sem birta minna af myndum og stöðuuppfærslum um téð samband.

108 pör í háskóla tóku þátt í rannsókninni og héldu dagbók um samband sitt í tvær vikur. Út frá dagbókarfærslunum komust rannsakendur að því að þeir sem eru fjarlægir maka sínum sýndu minni löngun til að sýna samband sitt út á við, til dæmis á samfélagsmiðlum.

Hins vegar þráðu þeir sem eru óöruggir í samböndum að hafa sambönd sín mjög sýnileg á samfélagsmiðlum og því birta aragrúa af myndum og stöðuuppfærslum um ástarlífið.

Rannsakendur náðu þó ekki að finna tengingu á milli hegðunar á samfélagsmiðlum og þriðja sambandsformsins, forms þeirra sem öruggir eru í samböndum sínum.

„Þegar fólk var óöruggara með tilfinningar maka sinna, gerði það sambandið sýnilegra,“ segir í rannsókninni, en nánar er fjallað um rannsóknina á vef Huffington Post.

Þú getur keypt brúðardressið hennar á tæplega tuttugu þúsund

|
|

Leikkonan og fyrirsætan Emily Ratajkowski gekk að eiga kærasta sinn, kvikmyndaframleiðandann Sebastian Bear-McClard, seinasta föstudag, en fréttirnar tilkynnti Emily á Instagram.

Klæðnaður brúðarinnar hefur vakið talsverða athygli en hún valdi að klæðast fagurgulri dragt frá verslunarkeðjunni Zöru. Kostar dressið samtals tæplega nítján þúsund krónur, sem telst vel sloppið á stóra daginn. Oft nemur kostnaður við klæðnað brúðarinnar tugum, jafnvel hundruðum þúsunda.

A post shared by Emily Ratajkowski (@emrata) on

Hægt er að kaupa brúðardress Emily hér á landi, enda Zara með starfsstöðvar á Íslandi. Buxurnar kosta 6995 krónur, á meðan jakkinn, sem er síður og hnepptur, kostar 11995 krónur.

Emily og Sebastian sáust fyrst saman á stefnumóti í Kaliforníu í þessum mánuði, en stutt er síðan hún hætti með Jeff Magid, sem var búinn að vera förunautur hennar í fjölmörg ár.

A post shared by Emily Ratajkowski (@emrata) on

Emily hefur vegnað vel síðustu ár, bæði á tískupöllunum og fyrir framan myndavélina. Hún hefur til að mynda sýnt föt fyrir Marc Jacobs, Miu Miu og Bottega Veneta og hefur hannað sína eigin sundfatalínu sem heitir Inamorata. Þá spilaði hún stóra rullu í kvikmyndinni Gone Girl frá árinu 2014 en hefur einnig leikið í myndunum Entourage og We Are Your Friends. Sebastian hefur gert það gott í kvikmyndabransanum og vann nýverið við nýjustu mynd Robert Pattinson, Good Time. Næsta verkefni hans er kvikmyndin Uncut Gems með Jonah Hill í aðalhlutverki.

Emily tilkynnti fréttirnar líka á Snapchat.

Hættum að láta mistök skilgreina okkur

Bloggarinn Sarah Sapora nýtur sífellt meiri vinsælda, en hennar meginmarkmið er að skrifa um líkamsvirðingu og hvernig við getum orðið sátt í eigin skinni á bloggsíðunni Sarah Plus Life.

Sarah er nú með rúmlega 150 þúsund fylgjendur á Instagram og birtir oft hvatningarorð til þeirra sem þurfa á því að halda.

Viðfangsefni hennar í Instagram-færslu gærdagsins var að takast á við fortíðina og að mistök geti í raun leitt okkur áfram á betri stað.

A post shared by Sarah (@sarahsapora) on

„Ímyndið ykkur hve miklu auðveldara það væri að gera eitthvað öðruvísi í lífinu ef við þurrkuðum út þá staðreynd að við dæmum okkur sjálf fyrir öll mistök í fortíðinni. Við þurfum ekki að láta eins og þau hafi ekki gerst heldur að viðurkenna mistökin og taka þau með okkur. Ímyndið ykkur hve miklu léttari við værum í sálinni ef við segðum: Ég sé hvað ég gerði en þetta er í fortíðinni og nú get ég valið aftur, í staðinn fyrir að segja: Ég gæti aldrei gert þetta því ég er of brotin,“ skrifar Sarah og ítrekar að hún er ekki að biðja um að fólk láti eins og mistökin hafi aldrei átt sér stað.

A post shared by Sarah (@sarahsapora) on

„Ég er bara að biðja ykkur um að íhuga hve mikið auðveldara það væri að hætta að líða eins og mistökin skilgreini mann eða hamli manni.“

Höfum tækifæri til að velja aftur

Hún segir að það að sættast við fortíðina gefi manni tækifæri á að velja annað í framtíðinni.

„Það er fegurðin við nýjan dag, alla daga. Við höfum tækifæri til að velja aftur. Að endurskrifa. Búa til nýjar skilgreiningar. Mótaðar með ást. Bara eitthvað til að hugsa um.“

Sarah hefur ávallt verið mjög opin um sína djöfla og sagði meðal annars í viðtali við Women’s Health í fyrra að hún hefði lifað óheilbrigðu lífi. Þegar hún var sem þyngst var hún rúmlega 160 kíló, en ákvað að setja heilsuna í fyrsta sæti þegar foreldrar hennar lentu á spítala árið 2015. Hún hefur losað sig við 35 kíló síðan þá, en mælir framfarirnar ekki í tölunni á vigtinni heldur hve miklum árangri hún hefur náð við að elska sjálfa sig og líkama sinn.

Í apríl í fyrra klæddist Sarah bikiní í fyrsta sinn í 25 ár og deildi fallegum myndum á Instagram til að halda uppá áfangann.

„Ég veit að líkami minn er sterkur, gallaður, fallegt verk í vinnslu og ég vel að fagna því í hverju skrefi í þessari vegferð,“ skrifaði hún við myndina.

A post shared by Sarah (@sarahsapora) on

„Hey, vó, þetta eru alltof stórir skapabarmar”

Völvan, vitundarvakning um málefni píkunnar, birti nýverið myndband þar sem íslenskar konur tjá sig um skapabarmaaðgerðir, en færst hefur í auka að konur leiti til lýtalækna til að gangast undir fegurðaraðgerðir á skapabörmum.

Meðal þeirra sem tekið er viðtal við er kynfræðingurinn Sigga Dögg sem segir að virkni píkunnar sé mikilvægari en hvernig hún líti út.

„Hversu oft þarftu að flassa píkunni þinni þannig að hún þú segir: Ú, geðveikt smart píka? Maður vill að hún virki, það er það sem hún á að gera. Að þú njótir hennar,“ segir Sigga Dögg.

Sjá einnig: „Ég fékk þau skilaboð frá umhverfinu að þetta væri ógeðslegt“

Tónlistarkonan Salka Sól hreinlega andvarpar þegar hún er spurð út í aðgerðirnar fyrrnefndu.

„Ef að fólk hefur bara séð eina tegund af týpu. Það er eins og allir sem við myndum sjá væru ljóshærðir, þannig að allir færu að lita hárið á sér ljóst því það væri eina leiðin til að vera með hár,“ segir Salka. Önnur tónlistarkona, Vala Höskuldsdóttir, telur að aukning á skapabarmaaðgerðum megi rekja til klámmynda.

„Það sem er sorglegt er þrýstingurinn frá samfélaginu, sem kemur klárlega og beint úr klámvæðingunni, að konur geri þetta,“ segir hún og bætir við.

„Að kapítalismi gangi svona ógeðslega nærri manni og geti fengið konur, potað í óöryggið þeirra, og fengið þær til að láta sníða af sér skapabarmana finnst mér bara svona átsj.“

Sjá einnig: „Brjálæðislega mikilvægt að skoða á sér píkuna“

Freyja Haraldsdóttir telur mikilvægt að aflétta píkuskömm.

„Ef að manneskja velur að fara í skapabarmaaðgerð þá er það hennar ákvörðun, en ég held samt að það sé mjög mikilvægt að við tölum þannig að píkur geti verið alls konar og því fylgi ekki skömm. Þannig að skömm verði ekki ástæða þess að þú farir í skapabarmaaðgerð.“

Horfa má á þetta áhugaverða myndband Völvunnar hér fyrir neðan:

Lélegar ræmur og óþægilegar spurningar um kynlíf

Áhugaverð hlaðvörp.

Hefurðu einhvern tíma horft á kvikmynd sem var svo hrikalega lélég að þú gast ekki skilið að nokkrum manni skyldi detta í hug að búa hana til? Hvað þá að fjármagna gerð hennar. Þetta eru einmitt spurningar sem stjórnendur hins bráðskemmtilega hlaðvarps  „How Did This Get Made?“ spyrja sig í sífellu en í því er farið í saumana á gerð nokkurra af verstu bíómyndum kvikmyndasögunnar. Nánar á soundcloud.com/hdtgm

Sparkvarpið er hlaðvarp sem sannir áhugamenn um fótbolta ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Þar er farið um víðan völl og fjallað um ýmislegt tengt boltanum, s.s. pólítík, fótboltasöguna, menninguna og margt fleira. Umsjónarmenn þáttarins eru þeir Árni Þórður Randversson, Þorgeir Logason og Þórhallur Valsson, en hlaðvarpið er hægt að nálgast í gegnum heimasíðu Kjarnans, www.kjarninn.is.

Ertu í leit að vönduðu hlaðvarpi sem veitir einstaka og áhugaverða innsýn í veruleika samfélagshóps sem þú þekkir kannski lítið? Þá gæti „How to Be a Girl“ verið málið. En hér er á ferð hlaðvarp sem er stýrt af mæðgum búsettum í Seattle, það er að segja Marlo og barnungri dóttur hennar sem er trans stúlka. Marlo (dulnafn) fræðir hlustendur m.a. um trans börn og veitir foreldrum slíkra barna ráðleggingar um hvernig best sé að snúa sér þegar þeir eru spurðir alls konar áleitinna spurninga varðandi börn sín. Sjá www.howtobeagirlpodcast.com/

Vandræðlegar uppákomur, sem eru svo pínlegar að maður getur varla hlustað á þær til enda, hryllilega fyndnir frasar og alls konar óþægilegar ágengar spurningar um kynlíf er á meðal umfjöllunarefnis í hinu vikulega hlaðvarpi Icetralia. Þátturinn hefur notið gríðarlegra vinsælda síðan hann fór fyrst „í loftið“ árið 2016 enda í umsjón tveggja skemmtilegustu grínista landsins: þeirra Hugleiks Dagssonar og Jonathans Duffy. Nýr þáttur fer „í loftið“ á iTunes á hverjum föstudegi.

Texti / Roald Eyvindsson

Hann þóttist deyja og viðbrögð kisunnar voru æðisleg

Eigandi tíu ára kisunnar Sparta ákvað að bregða á leik einn daginn og sjá hvernig viðbrögð hann fengi ef hann myndi þykjast deyja fyrir framan köttinn.

Svolítið kvikindislegur hrekkur en viðbrögð kisunnar eru óborganleg. Trúiði mér ekki? Horfið þá á myndbandið hér fyrir neðan:

Fimm töff tískuborgir

Borgir sem lenda á listum yfir helstu tískuborgir heims.

París
Glæsilegar tískusýningar, tískutímarit og tískuhús gera París að þekktu vörumerki um heim allan, en allt frá 18. öld hefur þessi heillandi franska höfuðborg verið konungsríki tískunnar. Borgin er þekkt fyrir glæsilegt og stílhreint útlit ásamt framsýni og nýjungagirni. Verslunarsvæðin Avenue Marceau, Champs-Elysees og Avenue Montaigne eru fullkominn leiðarvísir fyrir þá sem vilja fylgjast með öllum nýjustu straumunum. Þar muntu finna búðir á borð við Dior, Chanel, Givenchy og margar fleiri. Í gönguferð við verslanir í kringum Óperuna, Haut Marais og Palais Royal eða á rölti niður Saint-Germain-des-Prés má sjá alla nýjustu straumana og stefnurnar í tísku.

London
Í London eru menn ávallt með puttann á púlsinum varðandi það nýjasta í tískuheiminum. Þar eru líka margir af frægustu hönnuðum heims og ýmis stórfyrirtæki, svo sem Stella McCartney, Burberry, Paul Smith og Pringle of Scotland.

New York
Á undanförnum árum hefur New York oft vermt fyrsta sætið yfir mestu tískuborgir heims. Í borginni eru haldnir yfir 250 tískuviðburðir á ári sem draga að sér yfir tvö hundruð þúsund gesti. Sá viðburður sem dregur hvað flesta að sér er hin fræga New York Fashion Week í febrúar og september. Segja má að ein helsta ástæða velgengni tísku í borginni sé Manhattan‘s Garment Center með sínum ótalmörgu sýningarsölum, öllum helstu fatahönnuðunum og hinum fjölmörgu sérfræðingum sem vinna í greininni. Í New York eru um 6.600 heildsölur og fyrirtæki sem starfa við hönnun og hin mikla tískuvitund í borginni er ástæða þess að þar er hægt að sækja sér ýmsa menntun vaðandi tískuheiminn – sem framleiðir þar af leiðandi enn fleiri nýja og ferska tískuhönnuði.

Mílanó
Borgin hefur gríðarleg áhrif á tískustrauma á alþjóðavettvangi. Ítölsk vörumerki, á borð við Gucci, Valentino og Prada eru með höfuðstöðvar sínar í Mílanó og gegna mikilvægu hlutverki í tískuborginni. Sögu tísku í borginni má rekja allt til miðalda og endurreisnartímans og í upphafi 20. aldar var borgin miðstöð silki- og textílframleiðslu. Tískuvikan í Mílanó hefur verið haldin frá því árið 1958 og hún er ein af fjórum stærstu í heimi. Virtustu verslunargötur og -torg borgarinnar eru Via Manzoni, Via Monte Napoleone, Via della Spiga, Via Sant’Andrea, Galleria Vittorio Emanuele II, Via Dante og Corso Buenos Aires.

Barcelona
Borgin státar af einstökum arkitektúr og menningu og fallegri tísku. Einn frægasti hönnuður Barcelona á heimsvísu er Custo sem hefur unnið til fjölmargra verðlauna fyrir hönnun sína. Af öðrum hönnuðum má nefna Josep Abril, La Casita de Wendy, Joaquim Verdu og Antonio Miro. Þar eru líka öll heitustu merkin, svo sem Chanel, Gucci, Armani og Cartier en skemmtilegast er að rölta um göturnar og sjá hvernig fólkið í borginni er klætt – það gefur mesta innblásturinn.

Texti / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir

Tíu heitustu brúðkaupstrendin á Pinterest

Nú eru margir í óðaönn að skipuleggja brúðkaup fyrir vorið og sumarið. Okkur fannst því tilvalið að kíkja á hverju er mest leitað að á Pinterest er varðar brúðkaup, bæði varðandi klæðaburð brúðhjónanna, skreytingar og mat.

https://www.pinterest.com/pin/337910778272689573/

1. Slár í ár

Það er mikið leitað að slám sem henta vel með brúðarkjólum eða kjólum sem eru með áfasta slá. Skemmtilegur stíll sem býður upp á endalausa möguleika.

https://www.pinterest.com/pin/139682025925472178/

2. Stuð í samfestingi

Brúðarsamfestingar eru að koma sterkir inn í ár, enda afar hentugir – nema þegar maður þarf að pissa. Hins vegar eru samfestingar afskaplega þægilegar og auðvelt fyrir brúðir að dansa í þeim langt fram á nótt.

https://www.pinterest.com/pin/136022851229365679/

3. Fleygið er svo 2017

Brúðarkjólar sem eru háir í hálsinn njóta gríðarlegra vinsælda um þessar mundir. Kjólar sem eru fleygnir fá því smá hvíld í ár.

https://www.pinterest.com/pin/469218854918763900/

4. Hálsmen niður bakið

Þó að kjólarnir verði ekki fleygnir að framan, verða þeir hins vegar opnir í bakið árið 2018. Þá verður vinsælt að bera hálsmen sem fellur fallega niður bakið. Skemmtilegt smáatriði!

https://www.pinterest.com/pin/375980268883017028/

5. Engin bindi takk

Hjá karlpeningnum verður í tísku að vera ekki með bindi, eins og venjan er. Karlmenn eru hvattir til að leika sér meira með fatnaðinn á þessum stóra degi og hafa skyrtur til að mynda örlítið fráhnepptar.

https://www.pinterest.com/pin/196680708711977960/

6. Kambar sem tekið er eftir

Hárkambar snúa aftur og mega þeir endilega vera stórir þannig að tekið er eftir þeim.

https://www.pinterest.com/pin/618682067532779438/

7. Gull, silfur og brons

Brúðarterturnar má svo endilega skreyta með gylltum-, brons- og silfurlitum. Það er það helsta sem er í tísku varðandi eftirrétti.

https://www.pinterest.com/pin/193162271497279466/

8. Flatbökufjör

Þegar kemur að aðalréttinum þá virðast fleiri og fleiri velja að hafa veitingarnar einfaldar og fyrir alla. Heitasta trendið í mat á þessu ári er eftirlæti margra – sjálf flatbakan.

https://www.pinterest.com/pin/246149935863311322/

9. Bæ, bæ brúðarvendir

Stórir og íburðamiklir brúðarvendir detta út og í staðinn kemur óhefðbundin blómaskreyting fyrir brúðina – nefnilega bara eitt, stórt blóm. Sorrí vendir, þið eruð búnir að eiga sviðið alltof lengi!

https://www.pinterest.com/pin/535506211935251644/

10. Segðu það með Jenga

Margir kannast við kubbaleikinn Jenga, en það er afar vinsælt hjá verðandi brúðhjónum um þessar mundir að hafa gestabókina í Jenga-formi, allavega samkvæmt Pinterest. Skemmtileg hugmynd sem hefur líka ofan af fyrir gestunum ef biðin eftir brúðhjónunum er löng.

Raddir