Miðvikudagur 10. ágúst, 2022
9.8 C
Reykjavik

Fjölskylduhátíðin Húnavaka helgina 14. til 17. júlí

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Nú þegar helgin bankar upp á er vert að skoða hvað verður um að vera á landinu.
Húnavaka verður haldin 14.-17.júlí, á Blönduósi. Hátíðin er haldin í nítjánda skipti og verða fjölbreytt skemmtiatriði fyrir alla aldurshópa.

Íbúar Húnabyggðar skreyta hús sín og garða með alls konar kynjaverum fyrir hátíðina. Verðlaun verða veitt fyrir best skreytta húsið, frumlegustu og flottustu fígúruna og fyrir götuna með flestar fígúrur.

Föstudaginn 15.júlí verður opið hús í Textíl Lab að Þverbraut 1.
Flugklúbbur Blönduóss mun bjóða upp á útsýnisflug alla helgina ef verður leyfir. Á föstudagskvöldinu verða glæsilegir tónleikar aftan við íþróttamiðstöðina á Blönduósi.

Laugardagurinn 16. júlí er svo hápunktur hátíðarinnar en þá fer fram golfmót á Vatnahverfisvelli, opið mót í ólympísku skeet verður á skotsvæði Markviss og árlegt Blönduhlaup USAH. Meðal dagskráliða yfir daginn verða tónleikar í Blönduóskirkju, útsýnisflug, fjölskyldudagskrá, tívolí, markaður,  fótboltaleikur, kótelettukvöld, brekkusöngurog margt fleira. Dagurinn endar á balli með hljómsveitinni Á móti Sól í Félagsheimilinu.

Sunnudaginn 17. júlí verður froðurennibraut í brekkunni fyrir neðan kirkjuna, Stofutónleikar í Heimilisiðnaðarsafninu og fleira.

Frekari upplýsingar um hátíðarhöldin og dagskrá Húnavöku 2022 er að finna á Facebook síðu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -