Laugardagur 13. júlí, 2024
12.4 C
Reykjavik

Nýr íshellir opnaðist í Snæfelli: „Á bakið virðist hún opnast eins og hellir og vera mjög djúp“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Svo virðist sem einhvers konar íshellir hafi opnast að baki jökulsprungu sem uppgötvaðist nærri gönguleiðinni upp að Snæfelli nú fyrir helgi.

„Við skoðuðum sprunguna um helgina. Opið sjálft er eins og faðmur á stærð. Hún er ekki svo djúp næst því en á bakið virðist hún opnast eins og hellir og vera mjög djúp,“ segir Þuríður Skarphéðinsdóttir, landvörður í Snæfellsskála í samtali við Austurfrétt.

Í síðustu viku lenti erlendur ferðamaður sem var partur af gönguhópi, ofan í opinu. Ferðamaðurinn var í línu og slapp án meiðsla.

Sjálf sprungan er ekki á þeirri gönguleið sem mælt er með ef fólk vill upp á fjallið. „Hún er um 90 metum fyrir ofan þverunina efst á jöklinum. Þar sem við gengum var engin sprunga en það virtust sprungur á þessu svæði þar sem hún var,“ segir Þuríður.

Sökum varasamra aðstæðna í fjallinu er brýnt fyrir þá sem vilja ganga upp á það hafi samband við landverði í skálanum áður en förin hefst. Einnig er nauðsynlegt að hafa góðan búnað eins og GPS við höndina.

„Það er ekkert mál að fara upp fjallið í góðu skyggni og samtal við landvörð. En í þoku og án búnaðar geta aðstæður vera mjög varasamar,“ segir Þuríður.

- Auglýsing -

Áætlað er að opið verði í skálanum fram til 20. september.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -