Guðmundur skrifar pistil um hvernig er hægt að bæta Akureyri.
Guðmundur Haukur Sigurðarson, framkvæmdastjóri Vistorku, ritaði áhugaverðan pistil um hvernig hann telur að megi gera Akureyri að betri bæ. Nefnir hann með annars að fækka eigi bílum og þeir bílar sem séu á götunum eigi að vera minni.
„Bærinn verður betri eftir því sem rafbílum fjölgar og olíubílum fækkar á móti. Rafbílar nota betri orku sem við framleiðum sjálf. Hún er þar að auki miklu ódýrari þannig að samfélagið í heild hagnast verulega á því að skipta yfir í rafmagn. Rafbílar eru líka hljóðlátari,“ sagði framkvæmdastjórinn síkáti um málið í pistlinum sem birtist á Akureyri.net.
„Bærinn verður betri eftir því sem færri þurfa að nota fólksbílinn til að komast allra sinna ferða. Með því að draga úr umferð bíla verður öryggið meira, loftgæðin batna, viðhald gatna minnkar og samfélagið í heild hagnast. Samgöngur á einkabíl eru dýrasta samgöngulausnin fyrir íbúana og samfélagið sem heild,” og telur hann að þeir bílar sem séu á götum bæjarins eigi að vera minni og að stórir bílar séu hættulegri en þeir sem minni eru.“
„Grímsey og Hrísey eru hluti af Akureyri og verða betri eyjar ef þær þurfa ekki að treysta á olíu. Grímsey er til dæmis nánast alfarið háð olíu, bæði til samgangna og orkuframleiðslu.
Minni bílaumferð, minna svifryk, minni olía, minni urðun er betri fyrir bæinn. Betri Akureyri er betri fyrir alla,“ sagði Guðmundur að lokum.