Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Dásamlegt að eyða deginum í Kjarnaskógi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það er ekki bara vor í Vaglaskógi, sem er í nágrenni Akureyrar, því það er líka vor og sumar í Kjarnaskógi. Þar má meðal annars finna fjóra mjög flotta strandblaksvelli; á staðnum eru borð og trébekkir og rennandi vatn til að skola fætur og skrokk eftir blakið.

Blakdeild KA verður með skemmtilegar strandblaksæfingar fyrir U12 og U14/U16 ára hópa í júlí og ágúst, en óhætt er að segja að strandblaksæfingarnar hafi slegið í gegn á undanförnum árum og ætti enginn að láta þetta framtak fram hjá sér fara.

Æfingarnar hófust mánudaginn 5. júlí og það er Valdís Kapitola sem stýrir æfingunum, en Valdís er leikmaður meistaraflokks kvenna og mun fá fleiri leikmenn liðsins til að koma og leiðbeina krökkunum í sandinum.

Allar æfingarnar fara fram á strandblaksvöllunum í Kjarnaskógi og eru æfingatímarnir eftirfarandi: U12 æfir klukkan 13:00 á mánudögum og miðvikudögum og U14 og U16 æfir klukkan 16:30 á mánudögum og miðvikudögum.

Æfingagjöld fyrir júlí og ágúst eru aðeins 10.000 krónur og vonast bæði blakdeild KA og Mannlíf að sjá sem flesta, enda er strandblak engu líkt; skemmtilegt og frískandi og gott fyrir líkama og sál.

Áður var landið skóglaust með öllu

- Auglýsing -
Margar fallegar gönguleiðir er að finna í skóginum fagra.

Kjarnaskógur hefur einnig upp á að bjóða allskyns útivistarafþreyingu, en í skóginum er að finna ótal fallegar gönguleiðir; hjólaleiðir sem eru ekki síður fallegar og hoppubelg og margt fleira.

Mannlíf hvetur alla til að gera sér ferð í Kjarnaskóg, en hann er eitt vinsælasta útivistarsvæði Akureyringa, og telur um 800 hektara að stærð.

Við upphaf skógræktar á svæðinu í kringum 1950 var landið skóglaust með öllu. Frá þeim tíma hefur aldeilis orðið breyting á – en nú hefur verið plantað um 1.5 milljónum plantna og er þar mikil gróðursæld og gott skjól.

- Auglýsing -

Trjágróður í Kjarnaskógi er afar fjölbreyttur og trjásýnistígur liggur um hjarta skógarins meðfram Brunná. Þeir sem leggja leið sína um Kjarnaskóg ​Í geta meðal annars fundið þrjú leiksvæði með fjölda leiktækja; blakvelli og trimmtæki; yfirbyggðar grillaðstöður sem henta jafnt einstaklingum sem hópum og svo stærsta skipulagða gönguskíðasvæði landsins í skóglendi – með allt að 20 kílómetra troðnum brautum, en þar af eru 6 kílómetrar upplýstir.

Frábær fjallahjólabraut

Frábæra fjallahjólabraut er að finna í Kjarnaskógi. Mynd tekin af vef Visit North Iceland.

Sérhannaða fjallahjólabraut er að finna í Kjarnaskógi sem er með tengingu við fjallahjólabrautina í Hlíðarfjalli – sem samanlagt gerir 21.6 kílómetra – og þar með lengstu fjallahjólabraut landsins.

Þetta gullfallega og dásamlega svæði er í eigu Akureyrarbæjar, en í umsjá Skógræktarfélags Eyfirðinga. Allar upplýsingar má nálgast í síma 462-4047 og á netfanginu [email protected]. Þá hvetur Mannlíf áhugasama um þetta yndislega útivistarsvæði að kíkja á heimasíðuna www.skog.is/skograektarfelag-eyfirdinga/

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -