Sjóarinn: Albert Haraldsson siglir um á eigin líkkistu

top augl

Gestur Sjóarans er Albert Haraldsson, fyrrum skipstjóri og heimsaborgari.

Hann hóf feril sinn á Íslandi en hélt svo utan til Chile þar sem hann gerðist fiskiskipstjóri og hélt úti lítilli smábátaútgerð.

Hann siglir um á sinni eigin líkkistu en það gerir hann bara á hlaupári, 29. febrúar. Líkkista þessi er reyndar bátur sem hann smíðaði ásamt félaga sínum. Hann hafði rekist á pálmalaufblað sem hann skar niður með vasahnífnum sínum sem hann svo skutlaði frá sér en hann tók þá eftir því að laufblaðið sveif þannig að hann fór að velta þessu fyrir sér og endaði með því að nota laufblaðið sem fyrirmyndina að hönnun bátsins.

Albert komst nokkrum sinnum í hann krappan og missti meðal annars undan sér skip þegar hann var við veiðar sem fyrsti stýrimaður við strendur Chile. Hann hefur orð á því að menn verði að vera harðir sem skipstjórar en það er greinilegt að menn þurfa að vera útsjónasamir líka. Hann segir frá því í viðtalinu að hann lenti í því sem skipstjóri syðra að fá veður af því að skipverjar af ólíkum þjóðernum hefðu lent í rimmu og en hann brá þá á það ráð að skrifa upp og plasta skilaboð sem hann svo hengdi innan á hurðina á salernununum, eða Winston Churchill eins og hann kallar WC-ið, en eftir það þurfti ekkert að ræða málin frekar.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér á efnisveitu Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni