Sunnudagur 28. apríl, 2024
4.8 C
Reykjavik

„Andleg þjáning fólgin í því að þurfa að fara í gegnum lífið í felum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ljósmyndaranum Hröfnu Jónu Ágústsdóttur var úthlutað karlkyni við fæðingu en fann snemma að hún væri stelpa. Hún reyndi í mörg ár að laga sig að því sem samfélagið bjóst við af strákum. Hún lýsir viðburðaríku lífi sínu frá því hún var áhyggjulaust barn í Vestmannaeyjum og til dagsins í dag en Hrafna tókst á við erfið áföll ofan á þann feluleik sem hún kljáðist við á hverjum degi milli tvítugs og þrjátíu fimm ára aldurs.

Eftir fertugt upplifði hún algjört andlegt þrot. Hún fann að hún gat ekki haldið feluleiknum áfram. Sú reynsla sýndi henni svart á hvítu að hún hefði í raun engu að tapa. Þetta andlega þrot var upphafið að því að hún fór að fylgja hjartanu. Hún skráði sig í draumanámið (skapandi ljósmyndun) og fann að hún gat byrjað að takast á við þau áföll sem hún hafði orðið fyrir í gegnum listsköpun. Á sama tíma byrjaði hún í trans ferli.

Sjá einnig: „Klæðskiptin voru lítill plástur á stórt sár“

Viljinn til að lifa

Blaðamaður segir að það hljóti að þurfa mikinn kjark til að standa loks fullkomlega með sjálfum sér gagnvart öllum. Hrafna tekur undir það en útskýrir einnig að í raun hafi hún ekki átt annarra kosta völ. „Þetta er líka svolítið spurning um viljann til að lifa (survival instinct). Ég fann að ég gat ekki haldið áfram á sömu braut. Þetta var spurning um annaðhvort að fara þessa leið eða taka svefntöflur og enda líf mitt. Sérstaklega þegar maður er kominn þetta ákveðið langt á lífsleiðinni án þess að gera nokkuð. Eins og ég sagði konunni minni. Þetta líf var ekkert lengur þess virði að lifa nema ég gerði eitthvað. Það er svo mikil andleg þjáning fólgin í því að þurfa að fara í gegnum lífið í felum, að þykjast vera eitthvað annað en maður er. Þú getur rétt ímyndað þér hvernig það er að geta loksins hætt því að fullu,“ segir Hrafna.

Lestu viðtalið í nýjustu Vikunni.

- Auglýsing -

Viðtal / Melkorka Mjöll Kristinsdóttir
Myndir / Hákon Davíð Björnsson

Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun >

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -