,,Ég sá sterkt hvernig boxin höfðu haft lamandi áhrif á mitt eigið líf“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Rúna Magnúsdóttir er kona sem fer út fyrir þægindarammann og lætur boxin sem samfélagið setur fólk í ekki stöðva sig í að ná markmiðum sínum og árangri. Hún er menntaður markþjálfi og hefur rannsakað og þróað það sem hún nefnir Út-Úr-Boxinu-markþjálfunaraðferðafræðin ásamt erlendum samstarfsmanni sínum, Nick Haines, og saman hafa þau skrifað bók á ensku um fyrirbærið.   

„Upphaf vitundarvakningarinnar má rekja til þátttöku okkar Nick Haines á ráðstefnunni „Impact Leadership Global Summit“ sem var haldin í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York árið 2018. Í pallborði, þar sem Nick var einn ræðumanna, var hann spurður: „Hvers vegna erum við ekki búin að ná Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna í jafnrétti kynjanna, friði og sjálfbærni.“ Og Nick svaraði: „Vegna þess að við setjum fólk í box og ef við höldum áfram að setja fólk í box, þá breytist ekkert og það sem verra er, við ætlumst til að fólk lifi og hagi sér eins og þessi box.“

Þetta svar kveikti á ákveðinni Matrix-sýn hjá sjálfri mér. Ég sá sterkt hvernig boxin höfðu haft lamandi áhrif á mitt eigið líf, hvernig ég hafði komið fram við aðra og sjálfa mig út frá boxunum. Í leigubíl með Nick út á JFK-flugvöll síðar þennan dag héldum við áfram að tala um boxin, hvernig þau væru undirstaða svo mikils misréttis og ójafnvægis í heiminum. Hvernig þau væru undirstaða þrælahalds, útrýmingarbúða, kynjamisréttis og þar fram eftir götunum. Við ákváðum, þarna inni í leigubílnum, að nú væri komið nóg. Við ætluðum að taka hugrekkispilluna og gera eitthvað sjálf í málunum. Þannig varð Út-úr-boxinu vitundarvakningin til.“

Lestu viðtalið við Rúnu í heild sinni í Vikunni sem fæst á öllum betri sölustöðum og í áskrift.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Elsta tímarit landsins um daglegt líf, tísku, menningu, mat og lífsstíl.

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu vikuleg tölublöð á 832 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 1.795 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -