Fimmtudagur 18. júlí, 2024
13.8 C
Reykjavik

Er ekkert rosalega hrifin af reglum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Margrét Seema Takyar er einn efnilegasti leikstjóri landsins. Hún hefur búið í New York síðustu 15 ár, og 4 ár þar undan í London en hefur nú verið með annan fótinn á Íslandi síðustu ár og unnið að ýmsum spennandi verkefnum. Meðal annars leikstýrði hún þáttaröðinni Trúnó, en sería tvö fer í loftið í lok janúar.

Margrét Seema, sem er hálfindversk, hefur búið erlendis meirihluta ævi sinnar en hefur að eigin sögn ávallt verið mjög stolt af því að vera íslensk. Hún er nú komin með fast heimilisfang hér á landi sem hún segir hafa verið stórt skref.

„Það voru í raun örlögin sem réðu því að ég ákvað að vera meira heima. Ég ætlaði bara koma í stutt stopp til að endurnýja bandaríska atvinnuleyfið mitt og fá einn einfaldan stimpil í passann. En í miðju því ferli var Trump valinn forseti og allt kerfið fór á haus. Ég í raun festist hérna á Íslandi í næstum níu mánuði. Þá gripu örlögin í taumana, ég varð ástfangin af manni og ég ákvað að taka séns á því ævintýri og sé ekki eftir neinu. Finnst hann enn þá jafnmikið æði og mér fannst þegar ég hitti hann fyrst. En New York er í raun enn þá heima að mörgu leyti.

En í miðju því ferli var Trump valinn forseti og allt kerfið fór á haus.

Ég er enn þá þar um 40% af árinu, enda bæði með sterkt tengslanet og vináttu sem heldur manni þar. Síðustu ár hef ég unnið við kvikmyndatöku, ljósmyndun, skriftir og leikstjórn á Íslandi, í Bandaríkjunum og verið mikið í Asíu, Afríku og eitthvað í Japan líka. Ég er mikil flökkusál þannig að þessi vinna og lífsstíll sem fylgir henni hefur átt mjög vel við mig. New York er borg þar sem mér hefur alltaf liðið vel enda tekur hún mjög vel á móti flökkusálum eins og mér, þannig að það að kveðja hana fyrir fullt og allt er ekkert á döfinni.“

Mydn / Hallur Karlsson

Get ekki hugsað mér að gera neitt annað

Aðspurð hvernig það hafi komið til að hún leiddist út í leikstjórn segist Margrét Seema alltaf hafa viljað segja sögur og verið heilluð af hegðun fólks, að setja fólk í aðstæður þar sem raunveruleiki og fantasía blandast saman.

„Ég sé oft heiminn í gegnum auga ljósmyndarans þar sem lýsing, hreyfing, litir og skrýtnar aðstæður eru í aðalhlutverki í bland við sögu sem mig langar að segja. Þessi samsetning leiddi mig einhvern veginn í starfið mitt í dag. Auðvitað er þetta stundum kæfandi raunveruleiki en líka oft ótrúlega gefandi og þessu fylgir í raun jafnmikil leikgleði sem og hugarangur, en mér finnst það þess virði enda get ég eiginlega ekki hugsað mér að gera neitt annað.

- Auglýsing -

Ég fór hins vegar alls kyns krókaleiðir áður en ég fann mig í kvikmyndaforminu og prófaði mig áfram með ýmis listform í gegnum árin, dans, ljósmyndun, skrif, leikhús og lýsingu. Það hefur algjörlega mótað mig og haft áhrif bæði á minn stíl, vinnu og hvernig ég nálgast leikstjórn og kvikmyndatöku.“

Ég hef stundum heyrt að ég búi yfir ákveðnum sjarma sem getur bæði komið að notum en líka komið mér í vandræði.

Viðtalið við Margréti Seemu má finna í 2. tölublaði Vikunnar.

Aðspurð hvort henni finnist kvikmyndaiðnaðurinn karllægur bransi, svarar Margrét Seema að heimurinn sé almennt karllægur alveg sama hvaða bransa eða starfi maður gegni.

„Mér hefur hins vegar alltaf fundist þeir listamenn sem búa til sjónvarpsseríur, kvikmyndir og bækur hafi frábær tækifæri að búa einmitt til sögur og persónur sem hrista upp þessari tölfræði og búa til nýtt samtal.  Og auðvitað eru margir, bæði konur og menn í kvikmyndabransanum sem markvisst vinna að því að bæði bæta jafnréttið bak við vélina og fyrir framan hana. Ég hef líka oftast reynt að sjá þetta einmitt sem tækifæri að hugsa út fyrir ákveðinn ramma til að verða betri í mínu.

- Auglýsing -

Ég er ekkert rosalega hrifin af reglum, sérstaklega reglum sem eru gerðar til að halda óbreyttu ástandi. Ég hef stundum heyrt að ég búi yfir ákveðnum sjarma sem getur bæði komið að notum en líka komið mér í vandræði, en þetta tvennt eru örugglega stórar ástæður fyrir því að ég geri það sem ég geri í dag,“ segir Margrét Seema Takyar.

Viðtalið við Margréti má lesa í heild sinni í 2. tölublaði Vikunnar.

Myndir / Hallur Karlsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -