2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Gefur gömlum skartgripum framhaldslíf

  Hönnuðurinn Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir óskar eftir gömlum skartgripum sem fólk er hætt að nota. Gömlu skartgripunum gefur hún framhaldslíf með því að púsla þeim saman í nýja skartgripi.

  Kolbrún heldur úti merkinu Kolbrun þar sem mikil áhersla er lögð á endurvinnslu og umhverfisvænar lausnir.

  Átt þú skart sem þú ert lönguhætt/ur að nota? Ég tek við öllu ónýtt eða ekki…ef þig langar að það fái fallegt framhaldslíf þá máttu senda mér skilaboð eða setja línu hér undir og ég verð í sambandi,“ skrifar Kolbrún á Facebook.

  Hún tekur fram að hún sé tilbúin að sækja skartið heim til fólks eða greiða fyrir sendingarkostnað.

  Kolbrún segir einnig frá því að það hafi verið árið 2012 sem hún hóf að búa til nýja skartgripi úr gömlu skarti. „[Ég] hef gert ótal mörg falleg hálsmen og armbönd,“ skrifar hún meðal annars og birtir myndir af því sem hún hefur skapað í gegnum tíðina úr gömlum skartgripum sem hefðu annars endað í ruslinu.

  AUGLÝSING


  Færslu Kolbrúnar og myndir má sjá ér fyrir neðan.

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is