Þriðjudagur 23. júlí, 2024
9.8 C
Reykjavik

Góð ráð til að auka gleði og orku í skammdeginu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eitt og annað sem kemur sér vel í mesta skammdeginu.

Veturinn er erfiður tími fyrir marga og sumir þjást jafnvel af svokölluðu skammdegisþunglyndi, einkenni þess geta verið allt frá sleni og afkastaleysi til depurðar. Hér eru nokkur góð ráð til að auka gleði og orku.

Ein besta leiðin til að hrista af sér vetrarslen er að flýja veturinn alveg, þó það sé ekki nema í nokkra daga.

Meira ljós
Á veturna minnkar dagsbirta til muna og það getur haft áhrif á líðan okkar. Til eru sérstakir dagsbirtulampar til að reyna að vinna á móti áhrifum skammdegisþunglyndis. Jafnvel þótt þú þjáist ekki af skammdegisþunglyndi er mikilvægt að huga að birtunni á heimilinu, því það er svo dimmt hér á veturna. Hengdu upp ljósaseríur, kveiktu á kertum og lýstu upp heimilið.

Skrepptu í frí
Besta leiðin til að hrista af sér vetrarslen er augljóslega að flýja veturinn alveg, þó það sé ekki nema í nokkra daga. Ef þú hefur tök á ættir þú að reyna að bóka þér ferð í örlítið hlýrra loftslag, annars getur ferð í sumarbústað með góðum mat og víni gert kraftaverk.

Veturinn og aðdragandi jólanna getur verið mjög stressandi og því er um að gera að reyna að takmarka streituna eftir bestu getu.

Passaðu stressið
Veturinn og aðdragandi jólanna getur verið mjög stressandi og því er um að gera að reyna að takmarka streituna eftir bestu getu. Það er líffræðilega sannað að við erum orkuminni á veturna, þannig að vinnuálag sem okkur finnst ekkert mál á sumrin verður okkur offviða. Reyndu að taka tillit til þín og ekki hlaða á þig of mörgum verkefnum eða skiladögum.

Skelltu einhverju skemmtilegu „á fóninn“.

Ekki gleyma að hlæja
Hlátur er besta meðalið. Horfðu á uppáhaldsgamanmyndina þína, lestu fyndnar sögur í bókum og blöðum eða skipstu á bröndurum við vini þína.
Allt eru þetta góðar leiðir til að tryggja að þú hlæir nóg og takir lífinu ekki of alvarlega.

Spilaðu tónlist
Tónlist getur veitt mikla gleði og þess vegna er gott að safna öllum uppáhaldslögunum sínum á einn lista, til dæmis á tónlistarveitunni Spotify. Þá getur þú spilað þau hvenær sem þú þarf á að halda.
Nú getur þú til dæmis spilað jólalögin, þau hjálpa þér að halda í gleðina sem á að fylgja hátíðinni.

- Auglýsing -

Láttu heyra frá þér
Við mannfólkið erum félagsverur að eðlisfari og þurfum á félagskap að halda. Rannsóknir hafa sýnt að samvistir við sína nánustu getur dregið svo um munar úr streitu.

Texti / Hildur Friðriksdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -