Miðvikudagur 17. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Hlín sendi gömlum kærasta skilaboð eftir 16 ár: „Ástin blossaði upp aftur í gegnum Facebook“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hlín Agnarsdóttir var að senda frá sér skáldsöguna Hilduleik þar sem hún skapar óhugnanlega framtíð fyrir eldri borgara landsins, sem sviptir eru nánast öllum réttindum þegar þeir ná ákveðnum aldri. Hlín segir söguefnið hafa komið til sín eftir dauða móður sinnar sem lést eftir sex mánuði á hjúkrunarheimili, þótt hún hefði fram að því verið ágætlega hress, ekki komin með elliglöp.

Sjá einnig: Óhugnanleg framtíð eldri borgara: „Hún lifði ekki nema sex mánuði“

Lesandann grunar að Hilduleikur sé byggður á reynslu Hlínar sjálfrar. Hilda setur sig í samband við gamlan flamma á Facebook og úr verður ástarsamband, og fyrir fimm árum gerði Hlín það sama. „Sú hugmynd var mjög nærtæk, já,“ segir Hlín og hlær. „Í mínu tilfelli er maðurinn Svíi og við vorum par í tvö ár á háskólaárum mínum í Svíþjóð.

Þegar við tókum upp samband aftur, fyrir fimm árum og hann þá fráskilinn, höfðum við ekki heyrt hvort í öðru í sextán ár, en ástin blossaði upp aftur og samband okkar stendur enn. Og, já, já, ég hafði samband við hann í gegnum Facebook, það er rétt hjá þér að við Hilda eigum það sameiginlegt.“ 

Lestu opinskátt og einlægt viðtal við Hlín í nýjustu Vikunni.

Vikan er komin á helstu sölustaði

Texti: Friðrika Benónýsdóttir
Myndir / Hallur Karlsson

- Auglýsing -

Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun >

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -