Mánudagur 9. september, 2024
3.3 C
Reykjavik

„Í hraða daglegs lífs hættir okkur til að vera mikið andlega fjarverandi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nútímalíf einkennist af streitu og margir eiga erfitt með að takast á við hana og finna frið í heimi sem virðist hamstola. Hagnýt núvitund getur hjálpað okkur að beisla hugann og læra að njóta lífsins betur. Bryndís Jóna Jónsdóttir, ráðgjafi og núvitundarkennari, segir okkur frá því hvernig hægt sé að finna frið og ró, gæta að heilsunni og geðrækt í nútímalífi. 

Hvað er núvitund? Á hvaða fræðum eða kenningum byggir hún? „Núvitund snýst um að auka meðvitund um það sem er að gerast innra með okkur og í kringum okkur ásamt því að taka eftir viðbrögðum okkar. Í rauninni að vera til staðar í lífinu okkar á meðan það er að gerast. Besta leiðin til að gera það er að taka sjálfsstýringuna af og stilla oftar inn á skynfærin okkar. Vera meðvituð um það sem við sjáum, heyrum, snertum og svo framvegis. Í hraða daglegs lífs hættir okkur til að vera mikið andlega fjarverandi og þá missum við af svo miklu í lífinu. Sjálfsstýringin er reyndar frábært fyrirbæri, mikill orkusparnaður í því að geta verið að gera eitt og hugsa um eitthvað annað en það er ekki gott ef hún tekur yfir líf okkar, hugsanir, tilfinningar og ákvarðanir. Með því að vakna upp af sjálfsstýringunni þá verðum við betur fær um að sjá alla litlu hlutina í daglegu lífi sem geta verið mjög nærandi ef við bara veitum þeim eftirtekt. Ég segi því oft að núvitund bæti svo mörgum blómum inn í líf mitt, blómum sem ég annars tæki ekki eftir.

Núvitund er ekki eitthvað nýtt undir sólinni, frá örófi alda hefur fólk sest niður, farið inn á við og íhugað. Hins vegar má segja að sú núvitundarþjálfun sem við þekkjum í dag eigi rætur sínar að rekja til Jon Kabat-Zinn sem byrjaði að þróa námskeið til að hjálpa fólki með líkamleg og andleg veikindi við University of Massachusetts Medical School í kringum 1980. Hann byggir nálgunina sína á reynslu af hugleiðslu og jóga. Margir tengja núvitund við búddísk fræði en eins og við kennum núvitund í dag hefur hún enga skírskotun í trúarbrögð og allir geta tileinkað sér núvitund, hvort sem þeir tilheyra einhverjum trúarbrögðum eða ekki. Þetta er einfaldlega athyglisþjálfun þar sem við erum að tengja huga og hjarta, kynnast okkur sjálfum um leið og við ræktum mildi og náungakærleika. Við leggjum okkur fram um að mæta lífinu af opnum huga og forvitni án þess að dæma.“

Lestu viðtalið við Bryndísi Jónu í Vikunni sem fæst á næsta sölustað eða í vefverslun okkar.

Vikan er komin á helstu sölustaði

Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun >

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -