Miðvikudagur 17. apríl, 2024
3.1 C
Reykjavik

Jólavættir heimsins

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslensku jólasveinarnir þrettán eru öllum Íslendingum kunnir en bandaríski jólasveinninn, Santa Claus, hefur smitað þá íslensku af fatavali sínu. En hvað með önnur lönd? Er jólakötturinn til í fleiri löndum eða er jólageitin allsráðandi?

 

Íslenskir jólasveinar tengjast hinu íslenska sveitalífi eins og það var á 19. öldinni, enda koma flest nöfnin þaðan þegar Jón Árnason safnaði þjóðsögunum saman. Það voru nú ekki allir sammála því að þeir voru þrettán og héldu sumir fram að þeir væru átta, níu eða fjórtán.

En þrettán eru þeir í dag og er það að mestu Jóhannesi úr Kötlum að þakka, þegar hann gaf út jólakver sitt Jólin koma, sem myndskreytt var með myndum eftir Tryggva Magnússon. Eru þeir jólasveinar ýmist hrekkjalómar eða þjófar og hafa þeir sennilega lært eitthvað af foreldrum sínum, tröllskessunni Grýlu og Leppalúða.

Father Christmas

Father Christmas er jólasveinn Bretlandseyja. Hann er að mörgu líkur hinum bandaríska jólasveini, en í stað þess að klæðast rauðu og hvítu er hann oft klæddur í grænt og ekki er mjólkurglas eða smákökur skildar eftir líkt og í Bandaríkjunum. Í stað þess er skilið eftir jólaglögg eða sérrý, jólabaka (minced pie), kexkökur, súkkulaði eða jafnvel gulrót fyrir hreindýrin hans. Í nútímahúsum sem ekki hafa skorstein, þá notar hann galdralykil sem opnar allar dyr.

Father Christmas er jólasveinn Bretlandseyja.

Tomte/Nisse/Nils

- Auglýsing -

Jólanissarnir í Danmörku og hinum Norðurlöndunum eru litlir dvergar, ekki mikið hærri en 90 cm á hæð með mikið, sítt skegg og klæðast litríkum fötum. Dvergarnir vernda börn og dýr frá illsku og óhöppum. Þeir eru þekktir fyrir að hjálpa við heimilisverkin á bóndabæjum en þeir eru skapstyggir. Ef þeir verða reiðir eru þeir líklegir til þess að fara í ham og stríða fólki eða jafnvel drepa húsdýr. Hann gefur börnum gjafir og notar dyrnar til þess að komast inn í húsin. Börn skilja eftir hafragraut með smjöri handa honum svo hann fái eitthvað að borða. Hann er oft sýndur með svín sér við hlið.

Jólageitin

Talið er að þessi hefð sé frá því fyrir tíma kristninnar á Norðurlöndunum. Menn klæðast geitabúning og fara um bæinn og syngja, leika leikrit og stríða fólki. Í Svíþjóð trúði fólk því að jólageitin væri ósýnileg vera sem kæmi um jól og sá til þess að jólaundirbúningurinn væri á réttu róli. Á 19. öld breyttist hlutverk geitarinnar og fór hún að bera út gjafir til fólks. Íslendingar þekkja geitina sennilega mest frá IKEA.

- Auglýsing -
Jólageitin góða.

Zwarte-Piet

Svarti-Pétur er förunautur Sankti Nikulásar í Hollandi, er hálfgerður trúður og þeir fara saman um bæi og borgir og gefa krökkum nammi og gjafir. Talið er að Sankti Nikulás hafi farið um með djöful í keðju sér við hlið í eldri sögum um hann og er ein kenningin að Svarti-Pétur sé þaðan kominn. Yfirleitt er hvít manneskja klædd upp sem svört og hefur þessi hefð hlotið mikla gagnrýni upp á síðkastið, þó flestir Hollendingar séu ekki sammála um rasisma sé um að ræða heldur saklausa hefð.

Svarti-Pétur er förunautur Sankti Nikulásar í Hollandi.

Danny

Danny er frá Suður-Afríku og er sagður hafa verið drepinn af geðveikri ömmu sinni eftir að hann stal smákökunum áður en jólasveinninn kom. Hann er sagður ásækja ganga á heimilum og verslunarmiðstöðvar fyrir jólin til að hræða krakka frá því að borða jólasmákökurnar svo jólaandinn verði sem bestur um jólin.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -