Miðvikudagur 24. júlí, 2024
12.8 C
Reykjavik

„Lífið snýst um að læra að dansa í rigningunni.“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
„Ég elska skrítin og litrík hálsmen og á nokkuð gott safn af þeim. Píanóhálsmenið mitt svokallaða hefur lengi fylgt mér og ég bar það meðal annars þegar ég fór í fyrsta sjónvarpsviðtalið mitt sem gekk ljómandi vel. Það er dygg fylgismær og lífgar upp á hvaða dress sem er.“

Dóra Björt Guðjónsdóttir er forseti borgarstjórnar og formaður mannréttinda- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar. Hún lýsir fatastíl sínum sem stílhreinum þótt rauði varaliturinn sé aldrei langt undan.

Undanfarin átta ár hefur Dóra Björt búið víðsvegar um Evrópu, lengst af í Noregi og Belgíu þar sem hún starfaði á Evrópuþingi sem Evrópuþingmaður Pírata. Hún lærði bæði heimspeki og alþjóðafræði og segir það mikinn heiður að hafa verið kosin í borgarstjórn Reykjavíkur síðastliðið vor.

„Ég reyni að kaupa sem mest af notuðum fötum umhverfisins vegna og hef fundið margar gersemar í Kolaportinu og byrja gjarnan á því að leita þar ef mig vantar eitthvað. Nema kannski þegar kemur að skóm. Þá byrja ég í Ecco því ég elska þægilega skó og Ecco framleiðir skó sem eru bæði þægilegir og fallegir. Nýjustu kaupin í fataskápnum mínum er einmitt geggjuð drapplituð og dálítið rokkuð kápa sem ég fann í Kolaportinu og hef fengið mikið hrós fyrir. Algjör ofurkaup á núll og nix, gerð með tiltölulega góðri samvisku. Nokkurn veginn í takt við þann stíl sem ég hef reynt að tileinka mér, stílhreinn og mínimalískur pönkstíll. Efst á mínum óskalista þessa stundina væri þó einhver meganæs og kúl regnkápa. Á einhverjum tímapunkti þarf bara að horfast í augu við þetta veður eins og það hefur verið í sumar og vinna með það, eða eins og dásamleg klisja segir: Lífið snýst ekki um að bíða eftir að stormurinn líði hjá, heldur um að læra að dansa í rigningunni.“

„Mosagræna kápan sem ég erfði eftir Gunnu frænku mína sem var systir ömmu hefur án efa tilfinningalegasta gildið í mínum huga. Gunna var mér alltaf eins og þriðja amman og var föður mínum dálítið eins og önnur móðir. Gæti kápan af sumum talist kerlingarleg en mér finnst hún virka við nútímaleg pæjuföt.“
„Blómaengiskjóllinn minn frá Hildi Yeoman er í algjöru uppáhaldi. Ég keypti hann í tilefni kosninganna og var í honum á kosningakvöldinu. Hann er fallegasta flíkin sem ég á.“

Myndir / Hákon Davíð Björnsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -