Fimmtudagur 11. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Missti meðvitund á þrjátíu ára brúðkaupsafmælinu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ása Tryggvadóttir var í góðu yfirlæti í íbúð sinni á Spáni ásamt eiginmanni sínum, Hólmsteini Björnssyni, að fagna þrjátíu ára brúðkaupsafmæli þeirra hjóna í júní 2016 þegar hún missti meðvitund og rankaði ekki við sér fyrr en fimm vikum síðar. Nú, þremur árum síðar, sér hún loksins fyrir endann á afleiðingum áfallsins.

Eftir að hafa verið á Spáni í þrjá daga, fór Ása að finna fyrir miklum verkjum, sem á endanum leiddu til þess að hún var flutt á sjúkrahús þar sem hún missti meðvitund og var sett í öndunarvél. Ástæðan var sýking í mjöðm og hjartaloku sem olli blóðtöppum í höfði, á hjartavegg og frekari sýkingum. Henni var ekki hugað líf og tveir af þremur sonum þeirra hjóna, sem voru rétt komnir til Frakklands til að horfa á úrslitakeppni EM, tóku bílaleigubíl strax um kvöldið og keyrðu í fjórtán tíma um nóttina til að vera til staðar hvernig sem allt myndi fara.

„Ég man auðvitað ekkert eftir þessu,“ segir Ása. „En maðurinn minn hélt dagbók um málið og ég hef getað kynnt mér það. Ég var á sjúkrahúsinu í fimm vikur og af þeim var ég fjórar vikur nánast meðvitundarlaus.“

Hjálp að handan

Ása var ekki trúuð fyrir en er það nú. „Það var ekki fyrr en í flugvélinni á leiðinni heim sem ég rankaði almennilega við mér. Ég hef mikla trú á því að mér hafi verið hjálpað að handan. Það var beðið mjög mikið fyrir mér meðan á þessu stóð og allir miðlarnir alveg á fullu. Ég held að það hafi hjálpað mér mikið. Ég var ekkert sérstaklega trúuð áður en þetta gerðist en ég er orðin það núna eftir þessa reynslu.“

Ása er keramiker og rekur verkstæði og galleríið Stilka á Vatnsstíg 3 ásamt Þóru Björk Schram textílhönnuði. Ása segist telja dagana þangað til hún megi hella sér af fullum krafti út í vinnuna, en hvað er fram undan hjá henni eftir það?

 „Ég var ekkert sérstaklega trúuð áður en þetta gerðist en ég er orðin það núna eftir þessa reynslu.“

Ása prýðir forsíðu 29. tölublaðs Vikunnar.

„Bara að lifa lífinu og hafa það skemmtilegt,“ segir hún hress. „Ég tek bara einn dag í einu og reyni að gera hann góðan, maður veit aldrei hvað bíður manns á morgun. Það eina sem við vitum er að lífið tekur enda einn daginn þannig að það er eins gott að fá sem mest út úr því á meðan maður er á lífi.“

- Auglýsing -

Lestu viðtalið við Ásu í heild sinni í nýjasta tölublaði Vikunnar.

Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun

Myndir / Hallur Karlsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -