Miðvikudagur 9. október, 2024
1.7 C
Reykjavik

Mistök sem margir gera en er mögulegt að leiðrétta

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þetta eru nokkur algeng mistök sem fólk gerir hvað líkama, sál og samskipti varðar. Þá er gott að vera meðvitaður og reyna að breyta rétt.

Líkaminn

Þú sefur of lítið. Svefnleysi veldur þreytu, veikindum og jafnvel offitu. Reyndu að fara klukkutíma fyrr að sofa.

Þú sleppir morgunmat. Morgunmaturinn er oft sögð mikilvægasta máltíð dagsins. Borði maður morgunmat fara efnaskiptin strax í gang, skapið verður betra og líkurnar á að maður fari að narta í einhverja vitleysu minnka.

Þú húkir inni. Líkaminn og sálin þurfa á dagsbirtu að halda. Farðu í tuttugu mínútna göngutúr í hádegishléinu. Farðu í lengri göngutúra á kvöldin og þegar þú ert í fríi.

Þú drekkur sykurskerta drykki. Sykurskertar vörur innihalda oft glúkósa sem insúlínið brýtur niður. Á meðan insúlínið er upptekið við að brjóta niður glúkósann fer fitan úr matnum beint í fituforða líkamans, að því er sérfræðingar segja. Drekktu heldur vatn.

Þú borðar of lítið af grænmeti og ávöxtum. Grænmeti og ávextir innihalda mikið af vítamínum sem gefa þér orku og trefjar fyrir daginn.

Þú borðar of litla fitu. Fita er ekki óvinur þinn. Sérfræðingar fullyrða að ef maður útilokar alla fitu hætti líkaminn að brenna henni og bindi í staðinn þá fitu sem fyrir er til þess að þú sveltir ekki til bana.

- Auglýsing -

Þú stundar ekki líkamsrækt. Þú verður sterkari og hressari af því að styrkja líkamann. Það er nóg að gera líkamsæfingar í þrjátíu mínútur þrisvar sinnum í viku. Sviti og púl getur hreinlega virkað sem gleðilyf á suma.

Þú borðar of mikinn sykur. Ef þú borðar of mikinn sykur framleiðir brisið meira insúlín en við það eykst fituforðinn.

Sálin

Þú lærir ekkert nýtt. Það er ekki bara líkaminn sem þarf leikfimi til þess að vera í formi, heldur einnig heilinn. Þjálfaðu hann með því að leysa krossgátur, lestu bækur eða farðu á námskeið.

- Auglýsing -

Þú ert aldrei ein. Ef þú leyfir þér stöku sinnum að fara ein í göngutúr eða sitja ein og hlusta á lækjarnið slakarðu vel á.

Þú grætur sjaldan. Líkaminn losnar við streitu ef þú grætur.

Þú leyfir þér aldrei að reiðast. Það er erfitt að ganga um með innibyrgða reiði. Slíkt getur meðal annars leitt til þunglyndis.

Þú berð þig saman við aðra. „Allir hinir” eru ekki hamingjusamari en þú. Hafðu hugann við þína eigin færni í stað þess að vera alltaf að fylgjast með öðrum.

Þú reynir alltaf að vera dugleg. Þú þarft ekki að vera góð í öllu. Það er allt í lagi að vera stundum í meðallagi og það má alveg stundum vera drasl heima hjá þér.

Vinnan

Starfið og þú eruð eitt. Ef þú einbeitir þér bara að vinnunni kann þér að þykja lífið tilgangslaust einhvern daginn. Reyndu að finna þér eitthvert áhugamál til að einbeita þér að utan vinnu.

Þig langar til að skipta um starf. Ef þú hugsar sífellt um að skipta um starf ættirðu kannski að drífa í því. Sæktu um annað starf eða farðu að læra eitthvað.

Þú þorir ekki að biðja um hærri laun. Konur fá lægri laun en karlar. Hafðu í huga að þú ert jafnverðmætur vinnukraftur og karlarnir í vinnunni þinni og minntu þig á það þegar þú pantar launaviðtal.

Tengsl við aðra

Þú slítur ekki slæmu sambandi. Gagnkvæm virðing þarf að ríkja í sambandi, hvort sem um er að ræða ástarsamband eða samband á milli vina og ættingja.

Þú hefur áhyggjur af öllu. Hafðu ekki of miklar áhyggjur af vandamálum allra annarra, flestum duga sínar eigin.

Þú væntir of mikils. Þú gætir orðið fyrir vonbrigðum ef þú væntir alltaf mikils af bæði fólki og samkomum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -