Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Nýttu þér tæknina fyrir heilsuna á nýju ári

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Líkamsræktar- og heilsuforrit sem gætu nýst þér vel til að snúa við blaðinu á nýju ári.

Yoga Wake Up
Ef þú ert ekki morgunmanneskja en langar að verða það, gæti þetta app verið svarið. Það leiðir þig í gegnum stutta jógaæfingu eða hugleiðslu, sérhannaða til að byrja daginn sem best. Mildar og þægilegar æfingar án nokkurs hamagangs.

Keep It Cleaner
Auk þess að innihalda matarplön og hundruð uppskrifta, býður Keep it Cleaner-appið upp á 12 vikna þjálfunarprógramm, lagalista og utanumhald mælinga. Svitnaðu með HIIT-þolæfingum, boxi, jóga eða pilates-æfingum, en mundu eftir upphitunum og teygjum. Leiðbeiningar að öllu þessu má finna í Keep It Cleaner-appinu.

MyFitness Pal
Það er stundum sagt að þyngdartap er aðeins 20% aukin hreyfing og 80% bætt mataræði. Ein sannaðasta leiðin til að léttast er að takmarka og telja hitaeiningar. MyFitness Pal hjálpar þér við það með því að halda skrá yfir hitaeiningafjölda í þúsundum matvæla. Nú er einnig hægt að finna nokkrar alíslenskar matvörur þarna inni sem notendur hafa sett inn í gegnum tíðina.

Sleep Cycle
Svefn skiptir miklu máli hvað varðar heilsu okkar og vellíðan. Með notkun Sleep Cycle færð þú góða yfirsýn yfir svefnvenjur þínar og gæði svefns þíns. En það sem gerir þetta app sérstakt er að það vekur þig á morgnana þegar þú ert á léttasta stigi svefnsins, svo þegar þú vaknar ættir þú að vera rólegri, úthvíld/ur og tilbúin/n í daginn. Hljómar vel, ekki satt? Að minnsta kosti þess virði að prófa.

Freeletics
Sumir kjósa að stunda líkamsrækt heima hjá sér en eiga ekki lóð og aðrar líkamsræktargræjur, en þá getur Freeletics komið að góðum notum. Appið býður upp á fjölmargar styrktaræfingar sem notast eingöngu við líkamsþyngd þína og eru því á færi allra. Ólíkar samsetningar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -