Fimmtudagur 25. apríl, 2024
9.8 C
Reykjavik

Regína Ósk um útlitsdýrkunina: „Ég er orðin of gömul fyrir eitthvert megrunarrugl“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Söngkonan Regína Ósk Óskarsdóttir hefur fyrir löngu skapað sér sess sem ein besta söngkona þjóðarinnar. Hún starfar sem söngkennari og skólastjóri í Söngskóla Maríu Bjarkar og sér auk þess um sunnudagaskólann og foreldramorgna í Lindakirkju í Kópavogi ásamt því að syngja við hin ýmsu tilefni. Regína veiktist af COVID-19 í vetur og var í einangrun í um það bil mánuð sem hún segir hafa reynt mikið á fjölskyldulífið. Hún og eiginmaður hennar, Sigursveinn Þór Árnason, Svenni, starfa bæði við tónlist og COVID-faraldurinn hefur því haft gríðarmikil áhrif á starf þeirra hjóna. Regína missti föður sinn fyrir þremur árum og segir það meðal annars hafa verið kveikjuna að lífsstílsbreytingu hjá sér. Í einlægu forsíðuviðtali ræðir hún líka höfnunina sem hún upplifði við það að detta úr keppni í raunveruleikaþættinum Allir geta dansað og útlitsdýrkunina í bransanum.

Regína hafði samband við Yesmine Olsen einkaþjálfara og byrjaði hjá henni í hópaþjálfun. „Mér finnst æðislegt að hreyfa mig og ég fæ mikið út úr hreyfingunni. Ég tók líka mataræðið í gegn og fór að fasta sextán tíma á dag, sem ég geri enn í dag. Ég er orðin of gömul fyrir eitthvert megrunarrugl,“ segir hún glettin.

„Allt þetta bull um að komast í kjólinn fyrir jólin eða ætla að missa þetta mörg kíló fyrir stóra veislu eða eins og margir þekkja í mínum bransa að maður ætlar að missa nokkur kíló fyrir einhverja tónleika sem eru fram undan. Yesmine sagði mér að hætta að hugsa um að gera þetta fyrir eitthvert ákveðið tilefni og hugsa frekar að ég væri hamingjusöm í dag og að gera þetta fyrir sjálfa mig og engan annan. Það finnst mér mjög gott ráð. Ég hef líka þurft að einbeita mér aðeins að því að róa hugann og setti mér það markmið að stunda hugleiðslu á hverjum degi. Það hefur samt alveg verið svolítið krefjandi því ég er svo ör og á erfitt með að slaka á,“ segir Regína og hlær létt.

Vikan er komin á helstu sölustaði

Regína Ósk er í forsíðuviðtali í nýjasta tölublaði Vikunnar sem kemur í verslanir á morgun, fimmtudag.

Í blaðinu er einnig viðtal við Josephine Bornebusch, sænsku stjörnuna, sem skrifar handrit að, leikstýrir og leikur í gamandramanu Älskar mig, eða Elskaðu mig og sýndir eru á streymisveitunni Viaplay. Þar leikur hún meðal annars á móti hinum sænsk-íslenska Sverri Guðnasyni.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hagfræðinemi við Háskóla Íslands og leikmaður meistaraflokks kvenna í fótbolta í Breiðablik er undir smásjánni. Hún segir að titilinn á ævisögu sinni yrði: Stöngin inn.

- Auglýsing -

Bryndís Jóna Jónsdóttir, ráðgjafi og núvitundarkennari, segir okkur frá því hvernig hægt sé að finna frið og ró, gæta að heilsunni og geðrækt í nútímalífi, sem einkennist af streitu og margir eiga erfitt með að takast á við hana og finna frið í heimi sem virðist hamstola. Hagnýt núvitund getur hjálpað okkur að beisla hugann og læra að njóta lífsins betur.

Í Vikunni má einnig finna umfjöllun um tísku, heimili og hönnun og heilsu, auk þess sem krossgátan, orðaleit og stjörnuspá Vikunnar eru á sínum stað. Í Lífsreynslusögu Vikunnar segir kona frá áfalli á unglingsaldri.

Tryggðu þér eintak í næstu verslun eða í vefverslun okkar.

- Auglýsing -

Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun >

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -