Föstudagur 26. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

„Þarf maður kannski að sækja um undanþágu til að fá að lifa?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hlín Agnarsdóttir var að senda frá sér skáldsöguna Hilduleik þar sem hún skapar óhugnanlega framtíð fyrir eldri borgara landsins, sem sviptir eru nánast öllum réttindum þegar þeir ná ákveðnum aldri. Hlín segir söguefnið hafa komið til sín eftir dauða móður sinnar sem lést eftir sex mánuði á hjúkrunarheimili, þótt hún hefði fram að því verið ágætlega hress, ekki komin með elliglöp.

Sjá einnig: Óhugnanleg framtíð eldri borgara: „Hún lifði ekki nema sex mánuði

„Ég er að velta því fyrir mér hvernig þjóðfélagið gæti hugsanlega orðið þegar okkur sem komin erum á aflifunaraldurinn fer að fjölga. Hugmyndin kviknaði þegar mamma mín dó fyrir þremur árum síðan. Í fyrsta lagi var það algjör martröð fyrir okkur systkinin að fá það sem heitir vistunarmat fyrir hana, það er þegar verið er að sækja um vistun fyrir aldraða ættingja á þessum svokölluðu hjúkrunarheimilum.

Það er líka vitað að það er mjög mikil geðlyfjanotkun á öldrunar-, dvalar- og hjúkrunarheimilum bara til þess að hægt sé að halda starfsmannafjölda í lágmarki og létta þeim verkin. Þetta er dýr rekstur og mikið verið að spara og þetta er stór málaflokkur sem dúkkar upp í þjóðfélagsumræðunni með reglulegu millibili. Og hugmyndin hjá mér kviknaði út frá hugsuninni; hvað ef maður þarf í framtíðinni að sækja um undanþágu til þess að fá að lifa eftir ákveðinn aldur?“ 

Framtíðarsýnin sem birtist í Hilduleik er óhugnanleg, svo ekki sé meira sagt, en samt svo óskaplega lík þeim veruleika sem við búum við í dag. Var Hlín með einhvern ákveðinn tíma í huga þegar hún skrifaði söguna? „Þetta er náttúrlega dystópísk saga að einhverju leyti,“ viðurkennir Hlín.

Lestu opinskátt og einlægt viðtal við Hlín í nýjustu Vikunni.

- Auglýsing -
Vikan er komin á helstu sölustaði

Sjá einnig: Hlín sendi gömlum kærasta skilaboð eftir 16 ár: „Ástin blossaði upp aftur í gegnum Facebook“

Texti: Friðrika Benónýsdóttir
Myndir / Hallur Karlsson

Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun >

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -