Föstudagur 26. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Varð barnshafandi í miðri krabbameinsmeðferð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hjónin Kolbrún Petrea Gunnarsdóttir og Gunnar Hilmarsson urðu fyrir áfalli þegar Kolbrún greindist með krabbamein. Var þeim tjáð að þau gætu ekki eignast fleiri börn þegar Kolbrún undirgekkst erfiða krabbameinsmeðferð, en annað kom á daginn.

„Eitt af því sem okkur er sagt í meðferðinni er: Þú eignast ekki fleiri börn,“ rifjar Gunnar Hilmarsson, fatahönnuður og tónlistarmaður, upp í samtali við Sigurlaugu Margréti Jónasdóttur í Segðu mér á Rás 1.

Í þættinum segir Gunnar frá áfallinu sem hann og Kolbrún Petrea Gunnarsdóttir eiginkona hans urðu fyrir þegar Kolbrún greindist með krabbamein fyrir nokkrum árum. Þegar krabbameinsmeðferð Kolbrúnar hófst var þeim ennfremur sagt að þau gætu ekki eignast fleiri börn, en þau áttu þá tvö börn og höfðu lengi talað um að bæta því þriðja við en slegið því á frest vegna anna.

„Hún kemur bara og segir: Gunni ég er ófrísk.“

Eftir að Kolbrún undirgekkst erfiða krabbameinsmeðferð ákvað fjölskyldan að safna kröftum með því að fara í frí til Bandaríkjanna og þar gerðist hið óvænta: Kolbrún varð barnshafandi – þvert á það sem læknarnir töldu að gæti gerst. „Hún kemur bara og segir: Gunni ég er ófrísk,“ segir Gunnar og vísar þar í það þegar eiginkonan snéri heim úr apóteki með þessi óvæntu gleðitíðindi.

Hann getur þess að þau hafi aldrei fengið skýringu á því hvernig þetta gat gerst. „En þetta var frábært því Mía litla var svo svakalegt ljós. Hún bara tróð sér inn og er sem heilunarbarn sem ljómar eins og sólin,“ segir Gunnar, um yngsta barn þeirra hjóna. „Svona er þetta skrýtið.“

Hægt er að hlýða á þáttinn í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -