Fimmtudagur 28. mars, 2024
1.8 C
Reykjavik

Vetrarleg götutíska í Reykjavík

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vetur konugur er farinn að láta að sér kveða í Reykjavík. Fatnaður vegfarenda bar þess merki þegar Unnur Magna ljósmyndari kíkti á götutískuna.

 

Steinunn Ólína (23): „Ég kaupi mjög mikið notað. Mér finnst það mjög kósí og langskemmtilegast að versla svoleiðis. Maður þarf ekki að sækja einhverja sérstaka verslun því það er svo mikið samansafn af alls konar á nytjamörkuðum og þá sér maður betur hvað það er sem heillar mann.“

Jakki: „Notaður, sennilega keyptur í Hertex.“
Rauð peysa: „Keypt í nytjamarkaði Hertex við Vínlandsleið.“
Ullarsamfestingur: „United Colors of Benetton á Spáni.“
Hvað finnst þér nauðsynlegt að eiga í fataskápnum? „Góðan frakka eða kápu því það klárar oft lúkkið, sérstaklega á Íslandi. En fínir síðkjólar eru líka nauðsynlegir.
Hvað ertu ánægðust með í eigin fari? „Ég kann að meta það að hafa lært að vera þolinmóð og sýna tillit gagnvart mér sjálfri og öðrum því hlutirnir bara taka sinn tíma.“

Katrín Björk Proppé-Bailey.

Gulur kjóll: „H&M í Skotlandi.“
Sokkabuxur: „H&M.“
Skór: „Dr. Martens-veganskór.“
Eyrnalokkar: „Medina Glass, handmade, gjöf frá vinum sem búa í Vancouver í Kanada, og ég fékk bara rétt áðan.“
Kaupir þú mikið af notuðum flíkum? „Já, ég reyni það, fer á fatamarkaði og nýti mér trendnet-markaðina og versla oft í Extraloppunni.“
Hvað finnst þér nauðsynlegt að eiga í fataskápnum? „Fallegan kjól og flotta, góða skó.“
Hvað ertu ánægðust með í eigin fari? „Að ég er jákvæð og með gott skopskyn.“

Antonía Berg (24). „Ég kaupi nánast eingöngu notuð föt.“

Frakki: „Notaður, keyptur hjá Jörmundi.“
Kjóll: „COS, keyptur fyrir löngu.“
Buxur: „Þægilegar jógaleggings; ég man ekkert hvaðan þær eru.“
Skór: „Vagabond.“
Sólgleraugu: „Úr Tiger, held ég. Þau voru gjöf þegar ég, Sunna Axels og Brynja Kristins opnuðum Flæði, nýja galleríið á Hverfisgötu 3.“
Hvað finnst þér nauðsynlegt að eiga í fataskápnum? „Góða kápu.“
Hvað ertu ánægðust með í eigin fari? „Drifkraftinn.“

Alexandra Íris (25)

Peysa: „Keypt í Icewear.“
Buxur: „GAP, keyptar á Flórída.“
Trefill: „Rammagerðin.“
Skór: „NIKE, keyptir á Flórída.“
Hvað finnst þér nauðsynlegt að eiga í fataskápnum? „Góða kápu í yfirstærð eða góða of stóra peysu, þær nýtast vel við öll tækifæri.“
Hvað ertu ánægðust með í eigin fari? „Eins og er er það kollurinn; nýleg skyndiákvörðun.“

Hrafndís Maríudóttir. 32 ára, ljósmyndari en vinnur einnig í dagþjónusta fyrir fatlaða & er sölukona í fataverslun.
Hún segir fötin sín koma héðan og þaðan.

Hælaskórnir: „Extraloppan, Smáralind.“
Svartar gallabuxur: „H&M.“
Hvít skyrta: „Pull&Bear.“
Jakki: „Gjöf, en er frá merkinu Atmosphere í Primark.“
Skart: „Hringar & hálsmen úr H&M – úrið var útskriftargjöf frá litlu systir minni.“
Verslar þú mikið í Extraloppunni? „Já, ég elska Extraloppuna, ég held að ég sé búin að kaupa mér 15 pör af skóm þar síðan hún opnaði.“
Kaupir þú mikið af notuðum flíkum, ferð á markaði og endurnýtir? „Já, ég geri svolítið af því. Mér finnst það mjög skemmtileg menning.“
Hvað finnst þér nauðsynlegt að eiga í fataskápnum? „Svartar háar leggins, svartan blúndukjól, síða kósí peysu, stóran jakka og hælaskó.“
Hvað ertu ánægðust með í eigin fari? „Þolinmæðina sem ég hef alla daga, og svo hef ég óbilandi trú á sjálfri mér.“

- Auglýsing -

Myndir og texti / Unnur Magna

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -