Miðvikudagur 17. júlí, 2024
11.8 C
Reykjavik

Blómkálssteikur – fljótlegur sælkeragrænmetisréttur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þetta góða hráefni býður upp á ótal möguleika í eldamennsku og er að auki hagkvæmt fyrir budduna. Blómkálssteikur er frábær létt aðalmáltíð eða dýrindis meðlæti sem töfra má fram með lítilli fyrirhöfn.

 

Blómkálssteikur með gráðostasósu og furuhnetum

fyrir 4

1 blómkálshöfuð
2 msk. ólífuolía
1 tsk. Maldon-salt
1 dl rjómi
85 g gráðostur
2 msk. rjómaostur
1 tsk. svartur pipar
50 g furuhnetur
2 msk. fersk steinselja, söxuð

Hitið ofninn í 200°C. Skolið blómkálshöfuðið og skerið það í þykkar sneiðar. Raðið sneiðunum á bökunarplötu með bökunarpappír. Dreypið olíunni yfir og stráið saltinu ofan á. Bakið í um 25 mín. eða þar til blómkálið byrjar að brúnast örlítið. Útbúið sósuna á meðan blómkálið bakast.

Setjið rjóma, mulinn gráðost, rjómaost og pipar í pott og bræðið saman við meðalhita. Hrærið í þar til osturinn hefur bráðnað. Ristið furuhneturnar á þurri pönnu þar til þær byrja að brúnast.

Raðið blómkálssteikunum á disk, hellið sósunni yfir og dreifið furuhnetum og steinselju ofan á. Berið fram strax.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -