Fimmtudagur 5. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Dásamlegur bleikjubrauðréttur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Flestir eru alveg vitlausir í brauðrétti og klárast þeir yfirleitt alltaf fyrst í veislum. Það er líka tilvalið að hafa slíka rétti í matinn fyrir fjölskylduna. Hér bjóðum við upp á brauðrétt með fiski sem aldeilis hentar vel sem kvöldmatur.  Hér er á ferðinni dásamlegu brauðréttur sem kom sérstaklega vel út í tilraunaeldhúsi Gestgjafans. Það þarf smá undirbúning og fyrirhöfn til að útbúa hann en er alveg þess virði. Tilvalið er að nota afganga af bleikju eða laxi frá kvöldinu áður í réttinn.

Brauðréttur með bleikju með kasjúhnetupestói, grillaðri papriku og döðlum

Fyrir 4-6

500 g bleikja (u.þ.b. 2 lítil flök)
3 tsk. kryddblanda að eigin vali t.d. krydd lífsins frá pottagöldrum
1 msk olía til steikingar
5 brauðsneiðarað
1 rauðlaukur
4 msk sýrður rjómi (18%)
safi úr einni sítrónu
2 dl niðurskornar döðlur
1 krukka grilluð paprika
fræ úr einu granatepli, má sleppa

Skerið flökinn í hæfilega bita, kryddið og steikið með roðinu í nokkrar mínútur á hvorri hlið. Passið að ofelda þau ekki, látið kólna. Skerið skorpuna af brauðinu og geymið. Setjið brauðsneiðarnar í litlum bitum í skál. Skerið lauk og blandið saman við ásamt sýrðum rjóma, sítrónusafa og niðurskonrum döðlum. Setjið blönduna í eldfastmót og raðið grillaðri papriku og bleikjunni í bitum yfir. Á þessu stigi er ágætt að leyfa réttinum að bíða í litla stund og búa til pestóið og brauðteningana.

Kasjúhnetupestó
1 askja konfekt- eða kirsuberjatómatar
10 döðlur
8 svartar ólífur
hnefafylli fersk basilíka
hnefafylli kasjúhnetur
1 dl góð ólífuolía
1 tsk. sjávarsalt
2 hvítlauksgeirar
nýmalaður pipar eftir smekk

Skerið tómatana til helminga og skafið innan úr þeim. Setjið tómatana og allt sem á að fara í kasjúhnetupestóið í matvinnsluvél og látið vélina ganga í smástund þar til allt hefur samlagast.

Ristaðir brauðteningar
skorpa af 5 brauðsneiðum
2 msk. fínt söxuð basilíka, smá sleppa
1 tsk. paprikuduft
3 tsk. olía

- Auglýsing -

Skerið skorpuna sem skorin var af brauðinu í teninga og setjið í skál. Hellið olíunni yfir og kryddið. Blandið vel saman. Steikið við frekar háan hita í stuttan tíma eða þar til teningarnir eru orðnir gullinbrúnir og stökkir. Kælið.

Setjið svolítið af kasjúhnetupestóinu yfir bleikjuréttinn, dreifið ristuðu brauðteningunum yfir og skreytið að lokum með granateplafræjum ef vill. Berið afganginn af pestóinu fram með brauðréttinum

Ristaða brauðteninga má búa til úr hvaða brauðtegund sem er,bæði úr grófu og fínu brauði. Tilvalið er að frysta afgangsbrauð og afskorna skorpu sem er að renna út á tíma og nota í brauðteningagerðina. Bæði er hægt að steikja þá á pönnu í nokkrar mínútur eða raða þeim á ofnplötu og baka í ofni í u.þ.b. 10 mínútur við 180°C. Upplagt er að nota ristaða brauðteninga út á salöt eða í súpur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -