Föstudagur 6. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Einfalt heimatilbúið konfekt

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þetta heimatilbúna konfekt geri ég hver einustu jól. Það er ótrúlega einfalt og dásamlega gott með kaffinu!

Hráefni:
1 stór marsípan lengja
2 núggat stykki
200 gr suðusúkkulaði
kókos
flórsykur (til að fletja út marsípan)

Aðferð:
1. Stráið flórsykri á borð og fletjið út marsípan í þunnan ferning. Bræðið núggat í vatnsbaði og smyrjið á marsípanið.
2. Rúllið upp í lengju líkt og þið séuð að gera kanilsnúða
3. Bræðið súkkulaði í vatnsbaði og látið leka yfir marsípanlengjuna, skreytið með kókos og skerið í nokkra bita
4. Geymið í kæli yfir nótt þar til súkkulaðið er orðið hart.

Þetta heimagerða konfekt geymist í kæli yfir jólin og er bæði gott kalt og við stofuhita!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -