Miðvikudagur 17. júlí, 2024
11.1 C
Reykjavik

Fljótlegt sælkerapasta

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Pastaréttir eru kærkomin tilbreyting eftir annasaman og oft matarþungan tíma sem að auki hefur létt verulega á buddunni. Hér er uppskrift að einföldu og fljótlegu sælkerapasta með gráðaosti, hráskinku og perum.

 

Tortellini með gráðaosti, hráskinku og perum
Fyrir 4

2 msk. olía
2 perur
500 g ferskt tortellini
100 g spínatblöð
125 g hráskinka
100 g gráðaostur
4 msk. jómfrúarolía
1-2 msk. hvítt balsamedik
nýmalaður pipar

Skerið perurnar í lauf og veltið þeim upp úr olíu. Steikið eða grillið þær þar til þær eru farnar að taka lit. Sjóðið tortellini eftir leiðbeiningum á pakkanum.

Raðið spínatblöðum, hráskinku, perum og pasta á fat eða diska. Myljið gráðaostinn yfir. Hellið jómfrúarolíu og balsamediki yfir réttinn og malið pipar yfir.

Umsjón / Sigríður Björk Bragadóttir
Myndir / Bragi Þór Jósepsson
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -