Fimmtudagur 18. apríl, 2024
3.1 C
Reykjavik

Kryddaður kakóbolli

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eitt af því sem margir tengja við jólahátíðina er heitt súkkulaði. Þá er gaman að bjóða upp á kakó með ekta súkkulaði og þeyttum rjóma. Hér er uppskrift að krydduðu kakói fyrir þá sem vilja prófa slíkt og nokkrar tillögur að annars konar bragðefni.

Kryddað kakó
fyrir 4

½ lítri nýmjólk
2 dl vatn
150 g súkkulaði 56 %
1 msk. sykur
1/8 tsk. múskat
½ tsk. kanill
1 kanilstöng
½ tsk. kardimommuduft

Hitið mjólk og vatn að suðu og bætið síðan restinni af hráefninu saman við. Hrærið rólega í blöndunni þar til súkkulaðið hefur bráðnað og kryddið hefur samlagast. Til þess að fá meira bragð af kakóinu er gott að leyfa því að malla rólega á vægum hita í u.þ.b. 20 mínútur. Berið fram með þeyttum rjóma.

Tillögur að annars konar bragðefni og þá er kryddinu sleppt úr grunnuppskriftinni

  • Piparmyntudropar
  • Kanill og ferskur chili-pipar
  • Hnetusmjör
  • Karamellusósa eða heilar karamellur látnar bráðna með súkkulaðinu
  • Smávegis skvetta af rjómalíkjör, t.d. Bayley‘s eða Amarula

Mynd/ Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -