Miðvikudagur 17. apríl, 2024
3.1 C
Reykjavik

Ofureinfaldur og sumarlegur eftirréttur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eftirréttir úr sítrónum eru afar ferskir en athugið að þær geta verið mjög misjafnlega súrar og því er mikilvægt hér að smakka til. Eins er smekkur manna ákaflega mismunandi þegar kemur að súru bragði. Bætið flórsykri út í rjómann ef þarf en athugið samt að makrónukökurnar eru mjög sætar og bæta við sætubragðið þegar rétturinn er settur saman. Í þennan eftirrétt er líka tilvalið að nota marenskökur í stað makróna, eða amaretti-kökur ef þið komist yfir slíkt.

 

Limoncello-eftirréttur

fyrir 6-8

2 lífrænar sítrónur, börkur og safi
¾ dl limoncello
3 dl rjómi
100 g flórsykur
u.þ.b. 20 stk. makrónukökur (fást tilbúnar)

Blandið saman sítrónusafa, berki og limoncello. Þeytið rjóma og flórsykur þar til rjóminn er farin að stífna aðeins, bætið þá vökvanum út í og haldið áfram að þeyta þar til rjóminn heldur lögun, smakkið til og bætið við flórsykri ef þarf. Myljið 1-2 makrónur í hvert glas, skiptið limoncellorjómanum á milli glasanna og setjið í kæli í nokkrar klst. Myljið svolítið af makrónum yfir þegar rétturinn er borinn fram.

Umsjón/Kristín Dröfn Einarsdóttir
Mynd/Aldís Pálsdóttir
Stílisti/Ólöf Ernudóttir Jakobína

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -