Þriðjudagur 23. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Saga brauðsins

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Korn til brauðgerðar hefur verið ræktað í yfir 10.000 ár og í u.þ.b. 6.000 ár í Evrópu. Fyrstu brauðin voru flatbrauð sem gerð voru úr möluðu korni og vatni. Þau voru flött út á sléttan þunnan stein og bökuð yfir eldi. Ýmsar gerðir af flatbrauðum eru enn til eins og tortillur og pittabrauð og svo má ekki gleyma íslenska laufabrauðinu og flatkökunum þó svo að þau séu nú ekki 6.000 ára gömul.

Allt mjöl laðar að sér gró, ef hveiti sem blandað hefur verið við vatn er látið standa í nokkurn tíma í stofuhita fer það að gerjast og þannig myndast súrger. Sagnfræðingar telja að þetta hafi uppgötvast fyrir tilviljun og hafi valdið straumhvörfum í brauðgerð enda verður brauð mun léttara og ætara með geri en án þess. Gaulverjar notuðu froðu af bjór sem lyftiefni í brauðgerð þar sem menn höfðu tekið eftir því að brauðið varð léttara við þessa aðferð. Lyftiefni unnin úr bjór og víni hafa verið notuð til brauðgerðar í gegnum aldirnar. Bakarar uppgötvuðu svo að hægt var að taka bút af deigi og geyma til að nota sem lyftiefni (súr) í brauðið daginn eftir. Þetta er þekkt aðferð sem enn er notuð í dag og
mætti til dæmis nefna að súrinn sem notaður er á veitingastaðnum Grillinu er frá því 2007. Oft er þetta kallað „móðursúrinn“ og hann getur verið mjög misjafn eftir svæðum.

Loftslag á sumum svæðum getur örvað gerjunina í súrnum sem framkallar gott og eftirsóknarvert bragð og mætti til dæmis nefna San Francisco og Altamura á Ítalíu. Súrdeigsæðið sem hefur tröllriðið brauðgerð landans undanfarið er því aldeilis ekki
nýtt af nálinni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Eina fagtímaritið um mat og vín á Íslandi

Gestgjafinn

Tryggðu þér áskrift á 1.790 kr. á mánuði eða kauptu stakt blað á 1.890 kr.

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -