Föstudagur 6. desember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Taílensk súpa með núðlum og risarækjum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ljúffeng súpa. Uppskrift fyrir 4.

2 rauð chili-aldin, fræhreinsuð og skorin í bita
4 hvítlauksgeirar
5 cm fersk engiferrót
1 tsk. kóríanderfræ
40 g ferskur kóríander
3 msk. olía
2 x 400 g dósir kókosmjólk (létt)
6 dl vatn
1 tsk. fiskikraftur
½ dl fiskisósa (thai fish sauce)
400 g fiskur, t.d. lax, skötuselur, langa, keila eða annar fiskur sem er fastur í sér
16-20 risarækjur, ósoðnar
200 g heilhveitinúðlur, soðnar skv. leiðbeiningum á pakka
3 vorlaukar, fínt sneiddir
1 grænt chili-aldin, saxað og fræhreinsað

Maukið chili, hvítlauk, engiferrót, kóríanderfræ og ferskan kóríander saman í matvinnsluvél en takið smávegis frá af ferskum kóríander til að skreyta súpuna. Hitið olíu í rúmgóðum potti og steikið kryddmaukið í 1-2 mín. Bætið kókosmjólk, vatni og fiskikrafti út í og látið sjóða við vægan hita í 10 mín. Bætið fiskisósu út í og síðan fiskinum og látið sjóða í 1-2 mín. Bætið þá rækjum út í og látið sjóða í 1-2 mín. í viðbót. Setjið núðlur í botninn í skálum, ausið súpunni yfir og setjið vorlauk og grænt chili ofan á. Skreytið með ferskum kóríander.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -