Laugardagur 27. apríl, 2024
-1.2 C
Reykjavik

„Þetta verður því barátta Davíðs við Golíat, ekki eitt heldur átta stykki af því trölli“.“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gunnar Smári Egilsson birti færslu á Facbook hópi Sósíalistaflokksins í gær þess efnis að stjórnmálaflokkarnir væru búnir að safna sjóðum sem byggðust á ríkisstyrkjum sem flokkarnir hafa veitt sjálfum sér.

Í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins í gærkveldi var fjallað um málið og birtur listi yfir alla flokkana og þær innistæður sem þeir ættu í téðum sjóðum í árslok 2019.

 

Skjáskot úr kvöldfréttum RÚV

Í Færslu gunnars Smára segir: Ef við bætum ríkisstyrkjunum 2020 og 2021 ofan á sjóði flokkanna í árslok 2019 þá má reikna með að kosningasjóðir flokkanna séu um það bil þessir:

Sjálfstæðisflokkur:   454,3 milljónir króna
Vinstri Grænir:         298,7 milljónir króna
Samfylkingin         274,6 milljónir króna
Miðflokkur             242,9 milljónir króna
Framsókn              182,2 milljónir króna
Píratar:                   179,6 milljónir króna
Flokkur fólksins:    177,8 milljónir króna
Viðreisn               131,2 milljónir króna
Samtals:                 1.941,4 milljónir króna
“.

 

Gunnar Smári fer þá yfir fjármuni sem Sósíalistaflokkurinn á í sínum sjóð: „Í Fréttum RÚV kom fram að Sósíalistaflokkurinn átti um 3,7 m.kr. í sjóði í árslok 2019 og í frétt á vef flokksins kemur fram að sjóðir flokksins í árslok 2020 voru 7,5 m.kr., þar af voru 2,6 m.kr. varðveittar innan. styrktarsjóðs Vorstjörnunnar, sem styrkir hagsmuna- og frelsisbaráttu hópa sem ekki hafa efni á reka sína baráttu. Sjóðir flokksins sjálfs voru því um 4,9 m.kr. í árslok 2020. Með tekjum ársins má reikna með að afl Sósíalista í kosningunum verði vel innan við 10 m.kr“.

- Auglýsing -

 

 

Gunnari Smári þykir því ljóst að ekki verður leikurinn jafn er kemur að kostningabaráttu flokkanna: „Af þessu sést að Sósíalistaflokkurinn er á leið í kosningabaráttu gegn vellauðugum flokkum sem hafa safnað upp sjóðum með ríkisstyrkjum sem þeir skammta sér sjálfir. Fyrir utan þessa styrki greiðir Alþingi yfir þrjátíu aðstoðarmönnum flokkanna laun, fólk sem mun allt sinna kosningabaráttu flokkanna fram að kosningum. Í ljósi þessa aflsmunar er magnað að Sósíalistar eru að mælast með meira fylgi en sumir þessara flokka og með helming af fylgi flokka sem 25-30 sinnum meira fjárhagslegt bolmagn. Þetta verður því barátta Davíðs við Golíat, ekki einn heldur átta stykki af því trölli“.

- Auglýsing -

 

Undir færslu Gunnars mætir Björn Leví þingmaður Pírata og segir : „Hvað leggur þú til í staðinn? Bara sjálfsaflafé? Bara sjálfboðastarf? Styrkir frá fyrirtækjum eða einstaklingum? Hvort heldur sem það eru fyrirtæki eða einstaklingar, verður það þá ekki alltaf barátta auðsvaldsflokkanna sem ríka elítan styrkir? Koma svo, hvernig á þetta að líta út og ganga upp. Ég hlakka til að heyra útskýringar á því“.

 

Ástþór Jón svarar Birni Leví : Sjálfsagt að flokkarnir fái einhver ríkisframlög til að reka einhverja starfsmenn þingflokka o.þ.h. En það að þessir fjármunir safnist saman í risa sjóði, sem eru svo jafnvel notaðir í kosningabarátt„Hér eru íslenskar gæsalappir“u er með öllu óásættanlegt“.

 

Björn Leví svarar þá Ástþóri á þessa leið: „Ég er alveg sammála því. Enda beittum við okkur fyrir því að jafna framlögin og fengum í gegn að hallalínan byrjar ekki í 0 heldur er miðuð við einn starfsmann og skrifstofuaðstöðu eða svo. Aðrir flokkar höfðu engan áhuga á frekari jöfnun og juku meira að segja framlögin þannig að jöfnunin væri ekki dregin frá stæstu flokkunum (sem var eiginlega bara Sjálfstæðisflokkurinn). Með öðrum orðum, allir hinir vildu að sjallar fengju meira“.

 

Það er heilmikið líf og fjör í umsögnum undir innleggi Gunnars Smára en þau má öll lesa hér.

 

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -