Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Alexandra er umhverfisvæn og vill forðast plast: „Versla í matinn fyrir lágmark þrjá daga í einu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Neytandi vikunnar er Alexandra Sif Herleifsdóttir, á maka, eitt barn og annað á leiðinni. Fjölskyldan býr í Innri Njarðvík. Hún er íþróttafræðingur að mennt og heldur úti heilsumiðlinum Lexa heilsa á instagram og heldur heilsufyrirlestra. Einnig er hún með annan fótinn inn í fyrirtæki sem heitir Ekki gefast upp! sem er líkamsrækt fyrir ungmenni sem glíma við kvíða. Alexandra er neytandi vikunnar.

Alexandra Sif Herleifsdóttir.

Hvernig hagar þú innkaupum til að neyta hollrar fæðu?

Hollusta í mataræði er svo ótrúlega einstaklingsbundið. Ég til dæmis borða ekki mjólkurvörur, borða mikið plöntufæði og reyni að velja eitthvað sem ég veit að mér muni líða vel af. Oft notast ég við uppskriftir á veganistur.is.

Hvar verslar þú helst?

Við fjölskyldan verslum helst matvörur í Krónunni og Bónus. Fatnað reyni ég að kaupa í búðum eins og Barnaloppan, Hringekjan, Verslunarhöllin og þess háttar verslunum. Hins vegar er ég 181cm og á það til að versla einstaka flíkur í Tall deildinni á Asos. Einnig er ég hrifin af Lindex en þar standa mannúðarástæður og gæði upp úr.

Gerir þú verðsamanburð á vörum og þjónustu?

- Auglýsing -

Kærastinn minn er duglegri í þessu en ég en við reynum að vera meðvituð, sérstaklega núna þegar matarkarfan er að hækka upp úr öllu valdi.

Hvað með sparnað í matarinnkaupum og hverju vilt þú breyta sem neytandi?

Ég vil fara í búð og versla í matinn fyrir lágmark þrjá daga í einu. Um leið og það er skipulag með kvöldmatinn þá eru minni líkur á að við kaupum skyndibita eða eitthvað tilbúið.  

- Auglýsing -

Hverju átt þú erfiðast með að draga úr kaupum á?

Vörum sem eru nauðsynjar á heimilið en koma í alltof miklu plasti. Ég væri til í að minnka umbúðir, eins og ávexti og grænmeti. Finnst fáránlegt hvað það er erfitt að minnka kaup á vörum í plasti. Einnig er ég ekki nógu skipulögð með að taka mat með mér svo ég á það til að grípa í mat ef ég er á ferðinni.

Endurnýtir þú? Hvaða ráð hefur þú til annarra?

Eitt af mínum helstu markmiðum í lífinu er að vera eins umhverfisvæn og ég get. Ég endurnýti til dæmis alla plastpoka sem falla til, við endurvinnum allt sem hægt er að endurvinna, kaupum notað og erum meðvituð um kauphegðun.

umhverfisvernd skiptir mig miklu máli

Eitt af mínum mottóum er að umhverfisvænasta varan sem þú kaupir er varan sem þú kaupir ekki. Ef ég kaupi mér flík t.d. vil ég hafa gott notagildi fyrir hana Ég geymi skraut af pökkum til að nota áfram, jafnvel gjafapappír ef það er hægt.

Umhverfisvernd, skiptir hún þig máli ?

Já umhverfisvernd skiptir mig miklu máli og á að skipta okkur öll máli. Við sem neytendur höfum vissulega áhrif. Við sjáum það að með því að neytendur vilja kaupa minna af plast umbúðum að fyrirtæki eru að breyta þessu þótt það sé að gerast hægt. Nú í dag er fólk að kaupa eyrnapinna úr pappír í pappaboxum en ekki plastpinna í plastboxi. Þetta skiptir auðvitað allt máli. Við reynum að vera meðvituð um fyrirtæki sem við verslum við, sniðgöngum ákveðin fyrirtæki sem fara ekki vel með starfsfólkið sitt til dæmis eða eru með slæma sögu. Við notum taubleyjur, borðum plöntumiðað fæði, notum snyrtivörur sem koma í umhverfisvænum pakkningum, hugsum um kolefnissporið sem varan þarf, sleppum óþarfa að mestu og allt þar fram eftir götunum. Hins vegar er mikilvægt að muna að enginn getur allt, allir geta eitthvað og saman getum við breytt heilmiklu.

Hreyfing og hollt mataræði. Hvernig spilar það saman?

Við vitum auðvitað öll að það er mikilvægt að hreyfa sig og borða hollan og næringaríkan mat. Ég held að það sé mikilvægt að finna samt sinn eigin takt í þessu og vera ekki að hlusta á hvað megrunarmenningin er að segja við okkur. Hreyfing sem hentar okkur er sú hreyfing sem okkur finnst skemmtileg og veitir okkur gleði. Það sama á við um matinn.

Hér er instragramsíða Alexöndru. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -