Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Tveir línubátar á Fáskrúðsfirði lang aflahæstir á síðasta ári: „Báðir mannaðir miklu úrvalsfólki“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Línubátar Loðnuvinnslunnar, Sandfell og Hafrafell komu samtals að landi á síðasta ári með ríflega fjögur þúsund og níu hundruð tonn af afla. Eru bátarnir því aflahæstir slíkra báta á landinu.

Austurfrétt segir frá málinu. Þar kemur fram að þetta sé ekki í fyrsta skiptið sem þessir bátar toppi listann yfir aflamestu bátanna yfir árið. Frá því að Sandfellið kom til Fáskrúðsfjarðar í febrúar árið 2016, hefur það toppað aflalistann. Þá hefur Hafrafellið verið í öðru til þriðja sæti listans síðustu ár.

„Fyrir það fyrsta er bátarnir báðir mannaðir miklu úrvalsfólki og lítið verið um mannabreytingar. Í öðru lagi gerum við og frystum okkar eigin beitu úr eins fersku hráefni og fæst. Þriðja ástæðan er að bátarnir eru afar góðir sjóbátar almennt og síðast en ekki síst sú staðreynd að við sinnum viðhaldi þeirra vel. Þeir fara einu sinni á ári báðir í slipp ár sem merkir að bilanir hvers kyns eru litlar sem engar sem aftur þýðir að þeir geta sótt linnulítið á miðin,“ sagði Friðrik Mar Guðmundsson framkvæmdarstjóri við Austurfrétt, aðspurður um mögulegar ástæður þess að tveir bátar frá Fáskrúðsfirði séu að fiska meira en aðrir línubátar.

Bátarnir tveir voru fengsælustu línubátarnir á liðnu ári en á árslista Aflafrétta má sjá að Sandfell veiddi tæplega 600 tonnum meira en sá bátur sem endaði í þrijða sæti listans og Hafrafell veiddir rúmlega 200 tonnum meira. Þá lönduðu þeir báðir mun oftar en allflestir bátar af þessari stærð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

dfkjpogv

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -