Sunnudagur 28. apríl, 2024
10.1 C
Reykjavik

Uppeldisfræðingur með skothelda leið til þess að gera börn sjálfstæð: „Leyfðu þeim að ráða“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Uppeldisfræðingurinn Kristy Ketley segist vera með skothelda leið til þess að fá börn til að öðlast sjálfstæði og aðstoða við heimilisverkin, án þess að þurfa nöldur og tuð.. Kristy á tvö börn, sex og tíu ára. Hún segir galdurinn vera í því að gera þau meðvituð um það að ef þau taki ekki á sig verkefni og klári þau, þá verði þau einfaldlega ókláruð. Hún notar aðferðir úr uppeldisstefnunni virðingarríkt tengslauppeldi, eða RIE. Frá unga aldri hefur Kristy leyft börnunum sínum að taka eigin ákvarðanir, út frá kostum sem hún velur, hún segir þetta mikilvægt til þess að börn læri að taka ábyrgð.

Kristy segir börnin sín ganga vel um, búi um rúmið sitt alla morgna og fari að sofa á skikkanlegum tíma. „Ég sagði þeim að ef þau vilja hafa fínt inni hjá sér, þá verða þau að gera það sjálf. Ef þau búa ekki um rúmið er enginn að fara að gera það.“ Kristy segist einungis hjálpa börnunum ef þau byðja um aðstoð. Þau ganga frá sínum eigin þvotti, pakka niður skóladótinu sínu og setja óhreinan þvott í körfuna. Hér fyrir neðan má sjá ráðin sem Kristy telur vera skothelda leið fyrir foreldra barna, að fá þau til að hjálpa til á heimilinu.

Byrjaðu á litlum atriðum

„Byrjaðu að láta börnin ganga sjálf frá hlutunum sínum, setja föt í skápinn og leikföng í hirslur. Sjáðu til þess að allt eigi sinn stað, svo það sé auðveldara fyrir þau að ganga frá og taka til. Byrjaðu á að aðstoða þau en minnkaðu hjálpina í skrefum. Börn geta meira en margir halda og vel hægt að byrja að kenna þeim ungum sjálfstæði.“

Vertu fyrirmynd

„Það er mikilvægt að sýna gott fordæmi og hjálpa þeim við tiltektina. Ekki grípa inn í það sem þau eru að gera þó þú vitir að þú yrðir fljótari að klára þetta. Þau læra aldrei ef þú gerir allt fyrir þau. Leiðbeintu þeim en leyfðu þeim líka að finna sínar eigin leiðir.“

- Auglýsing -

Ekki gera verkefnalista

„Forðastu að gera lista fyrir heimilisverk, þeir geta orðið til þess að börn finni fyrir pressu á að klára verkin. Sum börn bregðast illa við þessum listum og finnast þau hafa brugðist ef þau ná ekki að klára.

Mætið þeim á miðri leið

- Auglýsing -

„Láttu eftir þegar þú getur en sumt á að vera föst regla. Það ætti þó að vera undir barninu komið hvort þau vilji gera heimavinnuna sína eða taka til í herberginu sínu. Þú getur hjálpað þeim með því að kenna þeim afleiðingar gjörða sinna en hvað þau ákveða að gera er undir þeim sjálfum komið“

Ekki nöldra

„Það getur verið erfitt að sleppa því að nöldra og kvarta í börnunum en forðastu að gera það.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -