Þriðjudagur 30. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Blaðið sem kemur þér í gegnum haustið – sælkerauppskriftir á núll einni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það er eitthvað vill allra hæfi,“ segir ritstjóri Gestgjafans um nýjasta tímaritið sem er komið í verslanir. Þemað að þessu sinni eru fljótlegir, ódýrir og ljúffengir réttir, sem hún segir henta vel nú þegar haustið er komið með tilheyrandi rútínu, en blaðið er sneisafullt af spennandi og grinilegum uppskriftum.

„Þetta er blað sem hjálpar fólk inn í haustið,“ segir Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir, ritstjóri Gestgjafans um nýjasta tölublaðið sem nú er komið í verslanir en í því er að finna fjölda ólíkra uppskrifta sem eiga sameiginlegt að vera fljótlegar, í óýrari kantinum og „alveg sjúklega góðar“, eins og hún orðar það.

„Þetta eru allt sælkerauppskriftir sem tekur stuttan tíma að gera. Það eru fá frekar fá hráefni í hverri og einni uppskrift og ekkert dýrt að kaupa í þær og þar af leiðandi ættu þær að vera á flestra færi,“ heldur Hanna áfram.

„Ástæðan fyrir því að við völdum þetta þema er sú að núna eru allir svo uppteknir að koma sér í rútínuna og flýta sér og þá getur verið gott að hafa við höndina pottþéttar uppskriftir sem er fljótlegt að elda.“

„Núna eru allir svo uppteknir að koma sér í rútínuna og flýta sér og þá getur verið gott að hafa við höndina pottþéttar uppskriftir sem er fljótlegt að elda.“

Sem dæmi um það nefnir Hanna girnilegan kjúklingaborgara sem prýðir forsíðu Gestgjafans að þessu sinni. „Sú uppskrift er hrikalega góð og sérlega einföld, en þó alveg þannig að þú ert að gera vel við þig,“ segir hún. „Síðan er hrikalega sniðugur matarþáttur í blaðinu sem kallast „allt í einu fati“, þar sem öllu er skellt í einu fati inn í ofn. Þeir réttir er ótrúlega þægilegir að öllu leyti, fljótlegir og ljúffengir á bragðið.“

Spurð hvort hún eigi sér einhvern uppáhaldsrétt viðurkennir hún að hún haldi svolítið upp á kjúklingaborgarann. Síðan sé að finna að í blaðinu uppskriftir að grænmetisréttum sem henni finnist sérlega góðar enda sé hún mikið fyrir grænmeti. „Annars gerir maður ekki upp á milli barnanna sinna,“ segir hún og hlær.

- Auglýsing -

Hanna tekur fram að réttirnir í blaðinu séu mjög fjölbreyttir. „Fyir utan það sem upp er talið langar mig að nefna skemmtilegar hugmyndir að nesti og viðtöl við valinkunna sælkera sem gefa uppskriftir að sínum klúbbaréttum. Svo eru fastir liðir á sínum stað, vínsíðurnar og fleira, þannig að það er eitthvað við allra hæfi!“

Tryggðu þér áskrift að Gestgjafanum í vefverslun >

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -