Mánudagur 29. apríl, 2024
9.8 C
Reykjavik

Fórnarlambið enn í lífshættu: Meintur hnífamaður í gæsluvarðhald

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Karlmaður á þrítugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald, eða til föstudagsins 18. júní, á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á hnífstungumáli í Hafnarstræti í nótt. Rannsókn málsins miðar vel.

Maðurinn, sem stunginn var í kvið síðastliðna nótt, er á tvítugsaldri. Hann liggur enn þungt haldinn á gjörgæslu og í lífshættu. Lögreglan handtók meintan árásarmann sem einnig er á þrítugsaldri í Kópavogi þar sem hann var staddur í heimahúsi. Mennirnir eru báðir Íslendingar og ekki talið að nokkur tenging sé við skipulagða glæpastarfsemi. Vopnið sem notað var til þess að stinga unga manninn er enn ófundið. Grunur leikur á að líkamsárásin og bílbruni í Kópavogi tengist. Vísir greindi fyrst frá.

 

Grímur Grímsson yfirlögregluþjón á rannsóknarsviði Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu

 

Í viðtali hjá vísi.is við Grím Grímsson yfirlögregluþjón á rannsóknarsviði Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, kemur meðal annars fram að leit standi enn yfir á vopninu sem notað var til þess að stinga unga manninn. Lagt var hald á hníf í miðbænum en ekki er vissa fyrir því að sá hnífur hafi verið notaður í árásinni. Grímur segir að á meðal þess sem verið sé að skoða sé hvort árásin hafi átt sér aðdraganda og hvort hún tengist bílbruna í Kópavogi sem átti sér stað einnig  í nótt. Það voru tveir bílbrunar í nótt en hinn var í Árbænum og tengist ekki fyrrnefndum málum.

Líkamsárásin átti sér stað fyrir utan veitingastaðinn Fjallkonuna í Hafnarstræti

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -