Föstudagur 26. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Laðast hvort að öðru en ná ekki saman

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gyða Margrét, a.k.a. Gyda, og Fannar Freyr Magnússon sendu frá sér á dögunum nýtt lag, Andstæður. „Við höfum verið að vinna saman í rúmlega tvö ár og gáfum út plötuna Andartak, á síðasta ári. Okkur langaði alltaf að fylgja þeirri plötu eftir með fleiri lögum,“ segir Gyða í samtali við Albumm og bætir við að þess vegna hafi þau meðal annars gefið út lagið Andstæður.

„Hugmyndin að laginu varð til þegar við vorum að ræða það hvernig sumt fólk nær ekki saman, þótt það langi það,“ útskýrir Gyða, „svona eins og sól og máni, sem skína á sama tíma en komast aldrei hvort að öðru.

Lagið einkennist af frekar dimmum hljóðheimi og tilraunastarfsemi en Gyða segir að þeim Fannari finnist gaman að prófa nýja hluti í tónlistinni. „Okkur langar að að prófa okkur meira áfram með skrítnar hljóðpælingar og sjá hvert það leiðir okkur í lagasmíðinni,“ segir hún.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -