Föstudagur 26. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Rokkmessa á Gauknum – 50 ár síðan Black Sabbath hljóðritaði sína fyrstu breiðskífu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í tilefni þess að 50 ár eru liðin síðan hljómsveitin Black Sabbath hljóðritaði sína fyrstu breiðskífu, samnefnda sveitinni, verður haldin sérstök rokkmessa til heiðurs Black Sabbath á Gauknum í kvöld, föstudaginn 1. nóvember.

 

Black Sabbath er talin vera sú hljómsveit sem skapaði þungarokkið á sínum tíma og síðar tónlistarstefnuna „stoner rock“. Á hálfri öld hefur Black Sabbath gefið út nítján stúdíóplötur, sjö tónleikaplötur og þrettán safnplötur ásamt ógrynni af smáskífum og myndböndum. Forsprakkinn Ozzy Osbourne hefur svo átt farsælan sólóferil.

Mörg þekktustu laga Black Sabbath fá að hljóma á rokkmessunni á Gauknum í kvöld. Það eru reynsluboltar í bransanum sem standa að viðburðinum, söngvarinn Jens Ólafsson mun þenja raddböndin, hljómsveitin Thrill of Confusion hitar upp og að messunni lokinni munu plötusnúðar spila rokktónlist.

Upphitun hefst klukkan 22, en sjálf Black Sabbath-messan klukkan 23. Miðinn kostar 2000 krónur í forsölu á midi.is, en 2500 krónur við inngang.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -