Mánudagur 17. janúar, 2022
5.9 C
Reykjavik

Áfall séra Eysteins: „Ég fann eitthvað molna – var svo varnarlaus og hræddur, það var allt vont“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Presturinn Eysteinn Orri Gunnarsson varð fyrir miklu áfalli tvítugur. Í kjölfarið brotnaði hann hins vegar saman yfir að geta ekki hjálpað manneskju sem hann elskaði – lýsir því einfaldlega í nokkrum orðum:

„Það var ógeðsleg tilfinning,“ rifjar sagði Eysteinn og nefnir að nokkru síðar fékk hugljómun; hann ákvað þá að verða sjúkrahúsprestur.

Eysteinn hafði ekki ætlaði sér að verða prestur, en áfallið og hugljómunin breyttu því; áður hafði Eysteini frekar dottið í hug að nema fara lögfræði eða hagfræði.

Eysteinn hlustaði á eigið innsæi og hélt sínu striki og vinnur í dag sem sjúkrahúsprestur.

Trúin hefur verið sterkt afl í lífi Eysteins frá barnæsku, en minnist þess ekki þegar hann fann fyrst fyrir tengingu við almættið:

„Ég er ekki með móment í lífinu þar sem ég segi: hérna er þetta. Ég hef alltaf haft tilfinningu fyrir þessu, síðan ég man eftir mér. Ég var það lítill að ég var ekki að skilgreina það. Ég hafði djúpa og mikla tilfinningu sem ágerðist með árunum og hún kemur ekki úr bókmenntum eða kristilegu uppeldi, eða trúarlegu. Þetta kemur annars staðar frá.“

- Auglýsing -

Eins og áður var nefnt varð Eysteinn fyrir miklu áfalli ásamt ástvini aðeins tvítugur að aldri. Einn daginn á á heimleið frá spítaladvölinni fékk Eysteinn hugljómun:

„Ég man eftir því að í annarri viku eða þriðju, eða hvenær sem það var, var ég að labba heim. Ég labbaði frameftir ganginum í Fossvogi og fann bara eitthvað molna. Ég var svo varnarlaus og hræddur, það var allt vont.“

Eysteinn fékk mikinn stuðning frá foreldrum sínum á þessum erfiða tíma:

- Auglýsing -

„Ég fann hvað ég var brothættur og ég gat ekkert gert. Þetta er versta tilfinning í heiminum að geta ekki hjálpað einhverjum sem mér þykir svo vænt um. Það er ógeðsleg tilfinning.“

Eftir stuðning forledranna og með hugljómunina skýra, bjarta og sterka, þá áttaði hann sig á því að guðfræði væri málið fyrir hann. Eysteinn námið og sérhæfði sig sem sjúkrahúsprestur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -