Fimmtudagur 12. desember, 2024
4.8 C
Reykjavik

Ágústa segir áfrom um þjóðgarðinn ólýðræðisleg „það er verið að stofnanavæða hálendið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þurfum við aðra stofnun?“ spurði Ágústa Ágústsdóttir, bóndi í Svarfaðardal í Silfrinu í dag. Hún og Páll Ásgeir Ásgeirsson tókust á um frumvarp sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson lagði fram í vikunni sem leið um uppbyggingu þjóðgarðs á hálendinu.

Áslaug er alfarið á móti uppbyggingu hálendisþjóðgarð og segir áformin ekki bara óþörf heldur ólýðræðisleg. Það er ekkert lýðræði í þjóðgarði „þó svo að þeir séu búin að pakka svolítið fallega inn fyrir fólk það þetta eigi að vera voðalega fínt og fallegt.“

„Það kostar þrjá milljarða að reka þetta batterí. Hvar ætla þeir á fá það?“ spurði Áslaug.

Viljum við hrúga ferðamönnum upp á hálendið?

Hún segir þetta vera fjórðung landsins. „Þeir tala um að þetta eigi að laða svo mikið af ferðamönnum. Viljum við hrúga ferðamönnum upp á hálendið?“ Eins hafði hún áhyggjur af aðgengi skotveiðimanna á hálendinu.

Páll benti á skoðanakannanir sem sýndu skýran meirihluta hlynntan uppbyggingu hálendisþjóðgarðs. Hann er ósammála fullyrðingum Áslaugar um að uppbyggingin væri ólýðræðisleg og varar við háværum röddum andstæðinga þess. Eins benti á að athugasemdir og gagnrýni við þessa uppbyggingu hafi verið tekin til meðferðar fyrir um ári síðan. Hann bendir á að aðeins fjögur af þeim 23 sveitarfélögum landsins sem eiga land að hálendinu hafi lagt inn athugasemd í sambandi við þjóðgarðinn og aðeins þrjú hafi verið á móti honum.

Eins viðurkennir Páll á að þetta muni koma til að vera mikil málamiðlun til að koma þessu frumvarpi í gegn.

- Auglýsing -

Áslaug gagnrýnir yfirlýsingu ráðherra og annarra aðila sem eru hlynntir hálendisþjóðgarði að það muni koma til með að að laða að ferðamenn og benti á gamla yfirlýsingu Skipulagsstofnunar sem heyrir undir umhverfisráðuneytið. Þar var varað var við uppbyggingu Vegagerðarinnar á Kjalvegi á þeim forsendum að „bætt aðgengi fæli í sér að meiri umferð sem hefði áhrif á upplifun af óbyggð, kyrrð og víðernum“.

„Náttúran á engan skjólstæðing nema okkur“

Páll sagði andstæðinga hálendisþjóðgarðsins tala eins og þeir sem eru hlynntir honum séu illa upplýstir. „Náttúran á engan skjólstæðing nema okkur, við höfum allt of lengi nálgast náttúruna á forsendum þess að hún sé eitthvað sem við megun nýta að vild okkur til hagsbóta, uppbyggingar, framfara eða til hagnaðar,“ sagði Páll.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -