Fimmtudagur 16. maí, 2024
7.8 C
Reykjavik

Anna segir sorglega sögu að baki grunsamlegu mannaferðunum: „Þetta var eldri maður“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íbúi á Seltjarnarnesi segir nágrönnum sínum að þeir þurfi ekki að óttast grunsamlegar mannaferðir sem hafa verið umræddar undanfarið. Hún hafi orðið vitni af þeim sjálf og hafi helst áhyggjur af umræddum manni. Morgunblaðið vitnar í dagbók lögreglu í morgun en þar kemur fram að lögregla hafi borist tilkynningar um þetta. Ljóst er að sumir eru uggandi ef marka má viðbrögðin við þeirri frétt.

Anna Sofía nokkur segir í Facebook-hópi íbúa á Seltjarnarnesi að enginn þurfi að óttast þennan mann. Hún hafi segir þetta hafa verið eldri maður sem virtist í annarlegu ástandi. Hann hafi verið að spjalla við sjálfan sig en ekki í innbrotshugleiðingum. Hún óttast um afdrif hans.

„Síðastliðna nótt vaknaði ég við mann fyrir utan húsið okkar þar sem hann var kominn inn í garð og var að bardúsast eitthvað fyrir framan eldhúsgluggann. Hann var að spjalla við sjálfan sig og virtist vera í annarlegu ástandi. Ég bað hann vinsamlegast um að fara í burtu en hef mikið hugsað til þessa manns í dag og hvort hann hafi ekki komist í öruggt skjól,“ segir Anna.

Hún segist vilja vita hvort hann sé kominn í skjól: „Þetta var eldri maður sem virtist vera af erlendum uppruna, miðað við hreiminn sem hann bar. Ef einhver veit einhver deili á þessum manni þá má sá hinn sami endilega hafa samband við mig. Ég vil svo gjarnan vita hvort hann hafi ekki komið sér í öruggt skjól. Og nei, þetta virtist ekki vera maður í innbrotshugleiðingum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -