Miðvikudagur 22. mars, 2023
2.8 C
Reykjavik

Arkitekt vill rífa gamalt hús í Vesturbænum: „Byggð voru árið 1923 eða fyrr eru friðuð“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Jakob Líndal arkitekt hefur sóst eftir leyfi hjá Skipulagsyfirvöldum borgarinnar að láta rífa Sólvallagötu 47 og byggja þess í stað nýtt fjölbýlishús. Var málið tekið fyrir á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa á dögunum.

Húsið sem stendur við Sólvallagötu 47 var upprunalega byggt 1910 var stækkað og mikið endurnýjað á árunum 1990-2000. Breytingarnar voru höndum Páls V. Bjarnason arkitekts sem einnig er fyrrverandi formaður húsfriðunarnefndar.

Framkemur í fundarskrá skipulagsfulltrúa:

„Lögð fram fyrirspurn Jakobs Líndals, dags. 31. janúar 2023, ásamt bréfi, dags. 1. febrúar 2023, um að rífa eða flytja núverandi íbúðarhús á lóð nr. 47 við Sólvallagötu og byggja nýtt fjölbýlishús þess í stað. Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.“ 

Jakob Líndal stofnaði ALARK arkitekta árið 1993 með Kristjáni Ásgeirssyni, og síðan þá hefur stofan unnið að margvíslegum verkefnum, bæði fyrir einkaaðila sem og opinberar stofnanir. Segir á síðu stofunnar að forsvarsmenn vilji skapa arkitektúr sem hefur fólkið og umhverfið í forgangi.

„ALARK arkitektar vinna náið með viðskiptavinum sínum að því að skapa faglegan, hagkvæman og fallegan arkitektúr. Við vinnum á fjölbreyttu sviði byggingarlistar, hönnunar, skipulags og ráðgjafar.“

- Auglýsing -

Breyting á lögum 

Breyting varð á lögum er varða menningarminjar og tók hún gildi 30. desember síðastliðinn. Lögin sem umræðir eru nr. 80/2012 um menningarminjar og varða aldursmörk friðaðra og umsagnarskyldra húsa og mannvirkja. Hundrað ára reglan féll úr gildi og er í dag miðað við ártalið 1923. Eftir breytingu hljóðar 1. mgr. 29. gr. laganna svo:

Öll hús og mannvirki sem byggð voru árið 1923 eða fyrr eru friðuð.

Hins vegar var gerð breyting á aldursmörkum umsagnarskyldra húsa og mannvirkja frá 1925 í 1940. Eftir breytingu hljóðar 1. mgr. 30. gr. laganna svo:

Eigendum húsa og mannvirkja sem ekki njóta friðunar en byggð voru 1940 eða fyrr, svo og forráðamönnum kirkna sem reistar voru 1940 eða fyrr, er skylt að leita álits hjá Minjastofnun Íslands með minnst sex vikna fyrirvara ef þeir hyggjast breyta þeim, flytja þau eða rífa.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -