Sunnudagur 8. september, 2024
8.5 C
Reykjavik

Atli fær 5,5 milljónir í bætur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Borgarleikhúsinu og leikhússtjóra til að greiða Atla Rafni Sigurðssyni leikara 5,5 milljónir í bætur.

 

Dómur í máli leikarans Atla Rafns Sigurðssonar gegn Borgarleikhúsinu og Kristínu Eysteinsdóttur, leikhússtjóra Borgarleikhússins, var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Niðurstaðan er sú að Borgarleikhúsinu og Kristínu Eysteinsdóttur leikhússtjóra er gert að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir króna í bætur til viðbótar við eina milljón króna í málskostnað. Fréttablaðið greinir fyrst frá.

Atli Rafn  stefndi leikhúsinu og Kristínu vegna uppsagnar hans í desember árið 2017. Atli fór fram á 13 milljónir í bætur, tíu milljónir í skaðabætur og þrjár í miskabætur, vegna þess sem hann taldi ólögmæta uppsögn.

Sjá einnig: Leikhússtjóra bárust tilkynningar um sex atvik kynferðislegrar áreitni

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -