Mánudagur 24. janúar, 2022
1.8 C
Reykjavik

Baráttan um lífeyrissjóðina að hefjast af alvöru

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Lífeyrissjóðir landsins eru stærstu fjárfestar og lánveitendur á Íslandi.

 

Eignir íslenskra lífeyrissjóða voru 4.797 milljarðar króna í lok ágúst síðastliðins. Til að átta sig á því hversu hratt eignir kerfisins eru að vaxa nægir að nefna að þær fóru fyrst yfir eitt þúsund milljarða króna í byrjun árs 2005 og yfir tvö þúsund milljarða króna í byrjun árs 2011. Frá því í nóvember 2012 hafa eignirnar tvöfaldast. Sjóðirnir eiga nú rúmlega þriðjung heildarfjármuna á Íslandi.

Þeir eru í eigu sjóðsfélaga en ný og róttæk verkalýðsforysta er á þeirri skoðun að atvinnurekendur hafi allt of mikil áhrif innan þeirra. Í undirbúningi, og í sumum tilvikum í framkvæmd, er að auka áhrif verkalýðshreytingarinnar og sjóðsfélaga í sjóðunum og láta þá horfa af meiri alvöru til annarra þátta en arðsemi í starfsemi sinni.

Þar verði litið bæði fram á við, með breyttum áherslum í fjárfestingum og beitingu hluthafavalds, og aftur á bak með rannsóknum á gjörningum sem grunur sé um að hafi ekki verið framkvæmdir með hagsmuni sjóðsfélaga að leiðarljósi.

Nánar í nýjasta Mannlífi og á vef Kjarnans.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -