Föstudagur 26. apríl, 2024
2.6 C
Reykjavik

Barn með sjálfsvígshugsanir læst inni í Gula herberginu -Skólinn klagaður til ráðuneytis

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Skólabarn í Reykjavík var lokað eitt í herbergi og kennarar og starfsmenn fylgdust með því í gegnum glugga. Við innilokunina varð barnið mjög hrætt. Ekki tókst að róa það fyrr en móðir þess kom á vettvang og tókst að róa það. Síðan þetta gerðist, 22. september, hefur barnið ekki mætt í skólann. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag.

Foreldrar barnsins hafa tilkynnt menntamálaráðuneytinu um meðferðina á barninu. Þau kvarta vegna ámælisverðrar framkomu starfsmanna skólans, aðgerðaleysis skólaskrifstofu í málefni barnsins og framkomu starfsmanna sveitarfélagsins í sinn garð.

Auk þess að loka barnið eitt inni var það sett, ásamt starfsmanni, í svonefnt „gult herbergi“ sem ætlað er til að róa niður börn sem missa stjórn á sér. Foreldrar barnsins fullyrða að öryggi barnsins hafi verið ógnað. Það hafi árum saman glímt við sjálfsvígs- og sjálfsskaðahugsanir. Innilokunin hafi aukið kvíða barnsins auk þess sem það vantreysti fólki í kringum sig. Barnið mætti í skólann einn heilan dag eftir þetta atvik og þá í fylgd annars foreldris síns sem ákvað þann daginn að senda það ekki aftur þangað, að því er fram kemur í Fréttablaðinu.

Í verklagsreglum skólans kemur fram að Gula herbergið sér til þess að grípa inn í vegna ógnandi hegðunar eða ofbeldis. Mikilvægt sé að „nemandi læri að það borgi sig hvorki að sýna ógnandi hegðun né beita ofbeldi“ og að það þurfi að fylgja slíkri hegðun skýrar afleiðingar sem eigi að vera nemandanum fyrirsjáanlegar en á sama tíma hóflegar og að þær megi ekki ná yfir of langan tíma. Ef nemandi er fluttur í „gula herbergið“ fer hann ekki í list- eða verkgreinar, frímínútur eða íþróttir. Hann fær ekki að borða með samnemendum sínum. Samkvæmt reglunum á alltaf að vera starfsmaður hjá nemandanum, en skýrt er í reglunum að hann á ekki að spjalla við nemanda og á að „sýnast upptekinn“. Gula herbergið er því einskonar stofufangelsi.

Umboðsmaður Alþingis óskaði upplýsinga frá sveitarfélögum í fyrra um vistun nemenda í sérstökum rýmum. Í kjölfar svara var ákveðið að aðhafast ekkert en eftir ábendingar frá foreldrum, auk umfjöllunar í fjölmiðlum, hefur umboðsmaður tekið málið upp að nýju.

Umfjöllun Fréttablaðsins er hér.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -