Miðvikudagur 29. júní, 2022
12.8 C
Reykjavik

Bjarni Ben segist ekki hafa vitað af kaupum föður síns: „Ég hafði ekki hugmynd um það“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Nei, ég hafði ekki hugmynd um það,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra- og efnahagsráðherra í morgun, aðspurður hvort hann hafi vitað um kaup föður síns í Íslandsbanka.

Í gær var hulunni svipt af því  hvaða félög og einstaklingar keyptu í útboði á hluta hlutar ríkisins í Íslandsbanka í mars. Stundin birti umræddan lista og vakti það athygli og gagnrýni að faðir fjármálaráðherrans, Benedikt Sveinsson, keypti hlut fyrir 55 milljónir í gegnum félag sitt Hafsilfur ehf. Bjarni var spurður út í málið í morgunþættinum Bítinu á Bylgunni nú í morgun. Kvaðst hann vilja hafa allt upp á borðum og sagðist hafa séð listann í fyrsta sinn í gær. Neitaði hann því alfarið að hafa vitað af kaupum föður síns en sagði það hefði verið betra, hans vegna, hefði hann sleppt því.
„Ég ætla ekkert að neita því að það hefði verið á margan hátt heppilegra fyrir mig“.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -