Föstudagur 7. október, 2022
3.8 C
Reykjavik

Björgvin ótrúlega feginn að vera á lífi: „Þarf lítið annað að gera en sitja á rassgatinu“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Björg­vin Hreins­son, 57 ára trillu­sjó­maður á Vopnafirði, er því ótrúlega feginn að vera á lífi eftir að hafa lent á milli skipa í mars í fyrra. Hann segir lækna hafa fullyrt að hann hafi aðeins átt 20 mínútur eftir ólifaðar þegar hann loks komst undir læknishendur.

Björgvin ræðir slysið í viðtali við Morgunblaðið. Þegar hann bjó sig undir að fara um borð í björgunarskipið Sveinbjörn Sveinsson varð hægri fótur hans á milli skipa með þeim afleiðingum að hann fótbrotnaði mjög illa. „Ég gerði mér alla vega grein fyrir því að ég væri lærbrotinn en í raun fór lærið á mér alveg í mask. Allar æðar fóru og kjötið fór í marning. Sperrileggurinn fyrir neðan hné brotnaði líka, Síðar sögðu læknarnir mér að ég hefði átt einhverjar 20 mínútur eftir ólifaðar, ég var orðinn svo blóðlaus,“ segir Björgvin.

Björgvin gekkst undir langa aðgerð á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Eftir það tók við löng bið þar sem staðan var metin og lengi vel var óljóst hvort hann héldi fætinum. Sjálfur stefnir hann á grásleppuveiðar í vor. „Það var ekki tekin ákvörðun um að ég héldi fætinum fyrr en 4. apríl. Fram að því var bara reynt að tengja hann inn í blóðrásina til að sjá hvort hann myndi lifa. En þeim tókst þetta. Ég lifði þetta af í kröppum dansi og fékk fótinn í bónus,“ segir Björgvin og bætir við:

„Læknarnir stóðu sig eins og hetjur. Sömuleiðis allt starfsfólkið á sjúkrahúsinu og á Kristnesi. Þvílíkar hetjur! Þetta hefur kostað bæði blóð, svita og tár. Bæði fyrir mig og þau. Á þessum tíma hef ég farið úr rúminu í hjólastól, þaðan í göngugrind og svo á hækjur. Ég er alltaf með verki í fætinum en við vonumst til að það minnki þegar ég verð meira á róli og fóturinn styrkist. Ég hef reyndar enga tilfinningu í fætinum fyrir neðan hné.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -