Föstudagur 26. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Björn kemur af fjöllum: „Uppgjöf er ekki möguleiki í miðju stríði“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, kannast bara ekkert við gjaldþrotabeiðni hjá útgáfufélagi sínu. Honum brá mjög í brún við fréttaflutning þess efnis.

Í gær greinti Fréttablaðið frá því að sýslumannsembættið á Vesturlandi hafi farið fram á gjaldþrotaskipti Viljans. Til standi að taka kröfuna fyrir 12. nóvember næstkomandi. Því svaraði Björn ritstjóri í færslu á Facebook. „Vegna frétta á vef Fréttablaðsins í kvöld um að farið hafi verið fram á gjaldþrotaskipti Útgáfufélags Viljans vil ég taka fram að engin slík krafa hefur borist, enda þótt hún virðist komin á dagskrá Héraðsdóms Vesturlands þann 12. nóvember. Ég las þetta því fyrst í kvöld og brá nokkuð í brún. Um er að ræða lítið útgáfufélag með litlar skuldir og einn starfsmann (Björn Ingi á Viljanum) og þegar í kvöld hefur verið fram á afturköllun þessarar beiðni sem gengið verður frá í vikunni,“ segir Björn og bætir við: 

„Viljinn er því sem betur fer ekki á leiðinni í gjaldþrot. Það þarf hinsvegar ekki mikinn sérfræðing til að átta sig á því að hart er í ári hjá mörgum fyrirtækjum hér á landi, ekki síst fjölmiðlum og auglýsingatekjur litlar í þessu furðulega ástandi. Ég hef staðið samviskusamlega vaktina í fréttum um COVID-19 án nokkurra opinberra styrkja og er bara stoltur af því. Vonandi finnst einhverjum að framganga mín skipti einhverju máli. Það eru bara auglýsinga- og styrktartekjur Viljans og sala á bókinni Vörn gegn veiru sem standa undir launum og öðrum kostnaði. Ég er þakklátur öllum sem leggja því lið og mun halda ótrauður áfram, enda fengið gríðarleg viðbrögð og hvatningu frá fólkinu í landinu. Uppgjöf er ekki möguleiki í miðju stríði. Ást og friður.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -