Lögregla rannsakar gjaldþrot Farvel ferðaskrifstofunnar

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Lögregla rannsakar hvort saknæmt athæfi hafi átt sér stað við gjaldþrot ferðaskrifstofunnar Farvel. Fjöldi íslenskra ferðalanga tapaði háum fjárhæðum við þrotið þar sem flestir þeirra höfðu millifært inn á reikning fyrirtækisins. Dæmi eru um að fjölskyldur hafi tapað um þremur milljónum króna eftir að hafa greitt inn á ferð sem aldrei var farin.

Líkt og Mannlíf greindi frá urðu 20 ferðalangar á vegum ferðaskrifstofunnar Farvel strandaglópar í Thailandi eftir að ferðaskrifstofuleyfi stofunnar var fellt niður í desember. „Þetta er svakalegt rugl,“ sagði fjölskyldufaðir sem staddur var í Thailandi. Hann og fjölskylda hans, fjögur samtalas, greiddu 1.340.000 krónur fyrir ferðina með flugi og hóteli í þrjár vikur. Í janúar greindi Mannlíf svo frá því að Ferðamálastofa hafi vísað máli Farvel til lögreglu. 

Óskað hefur verið formlega eftir því að Umboðsmaður Alþingis skoði hvort Ferðamálastofa hafi sýnt óvenju mikla linkind gagnvart Farvel ferðaskrifstofunni. Lögregla rannsakar einnig málið. Fréttablaðið greinir frá því að ferðaskrifstofan hafi fengið um langt skeið hunsað kröfur Ferðamálastofu um hækkaða tryggingu. Starfsleyfi stofunnar var afturkallað 18. desember síðarliðinn og hún svo úrskurðuð gjaldþrota í lok apríl.

Fall ferðaskrifstofunnar varð til þess að fjöldi fólks tapaði háum fjárhæðum þar sem tryggingarféð var langtí frá nægjanlegt. Gerðar voru 76 kröfur um endurgreiðslur úr tryggingarstjóði Ferðamálastofu og var algengast að fók hafi fengið um 10 prósent endurgreitt af því sem það hafði millifært til ferðaskrifstofunnar.

Eiríkur Jónsson, fyrrum formaður Kennarasambands Íslands, er einn þeirra sem borgaði ferð sem aldrei var farin og er hann á því að athæfi forsvarsmanna Farvel sé saknæmt. „Tryggingin sem Farvel var með dugði fyrir broti af fargjöldum viðskiptavina. „Það var kallað eftir því að fólk greiddi inn á ferðir sínar þegar ljóst var í hvað stefndi,“ segir Eiríkur.

Eiríkur Jónsson, fyrrum formaður KÍ. Mynd/ skjáskot Vísir

Eiríkur var hins vegar einn þeirra sem hafði greitt með greiðslukorti og því fékk hann meirihlutann endurgreiddan. Helena Þ. Karlsdóttir, forstöðumaður hjá Ferðamálastofu. hvetur alla ferðalanga til að greiða ferðir með greiðslukortum. „Þetta er eitt dæmi þess að við mælum hiklaust með því að fólk greiði slíkar ferðir með greiðslukortum. Þetta er mjög öfgakennt dæmi og sem betur fer sjaldgæft að slíkir viðskiptahættir eigi sér stað. Við teljum að þarna hafi saknæmt athæfi átt sér stað og bíðum nú niðurstöðu lögreglurannsóknar,“ sagði Helena.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

Ballarin á leynifundi með Ármanni

Orðrómur Ein stærsta ráðgátan eftir útboð Icelandair er höfnunin á tilboði athafnakonunnar Michael Roosevelt Ballarin sem hermt er...