Föstudagur 26. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Björn Leví vill veita þjóðinni meira frí: „Það ætti auðvitað að bæta úr þessu fyrir alla“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, leggur fram þá tillögu að fjölga frídögum ársins og tryggja aukafrídaga á móti þeim frídögum sem lenda á helgum.

Skoðun sína leggur hann fram í aðsendri grein í Morgunblaðinu. Tilefni skrifanna er sú staðreynd að 1. maí var á laugardegi og því hafi fáir mögulega tekið eftir þessum frídegi.

„Í ár eru jóladagur og annar í jólum einnig um helgi sem þýðir að þrír frídagar eru ekki á virkum degi í ár. Á Íslandi eru 14 frídagar ásamt tveimur hálfum dögum, sem eru aðfangadagur og gamlársdagur. Tveir af þessum frídögum lenda alltaf á sunnudegi og eru með meðfylgjandi frí á mánudegi til þess að laga það. Raunverulegur fjöldi frídaga er því 12 og tveir hálfir dagar,“ segir Björn og heldur áfram:

„Í ár eru hins vegar níu frídagar og tveir hálfir dagar vegna þess að þrír frídagar lenda á helgi. Það ætti auðvitað að bæta úr þessu fyrir alla frídaga. Í tilefni þess að 1. maí bar upp á laugardegi og að meðfylgjandi frí flestra féll brott tel ég að það þurfi að laga þennan galla í frídagamálum okkar Íslendinga. Til viðbótar myndi ég einnig vilja gera bæði 24. og 31. desember að heilsdagsfrídögum.“

Með tillögunni segir Björn að þannig náist fram það jafnvægi að alltaf væru jafn margir frídagar á hverju ári. „Þetta ætti því ekki að vera flókin breyting. Þetta myndi einnig þýða að ef gamlársdagur og nýársdagur lenda á helgi þá bætist við frídagur á mánudegi og þriðjudegi ef báðir dagarnir eru um helgi. Sama á við um jóladagana. Ef 1. maí eða 17. júní lenda á laugardegi eða sunnudegi er frí á næsta mánudegi,“ segir Björn og bætir við:

„Þá þætti mér einnig umræðunnar virða að bæta við tveimur almennum frídögum, í október og í febrúar. Ástæðan fyrir því er langt frílaust tímabil frá verslunarmannahelgi til jóla og frá áramótum til páska. Það eru fjölmargar ástæður fyrir því að hafa frídagana fleiri og að stytta vinnutíma.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -